Fleiri fréttir

Segir Play stór­hættu­legt launa­fólki

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Play vera „stórhættulegt íslensku launafólki“. Hún hvetur launafólk og fjárfesta að sniðganga flugfélagið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um kórónuveirufaraldurinn sem virðist í stöðugri uppsveiflu en metfjöldi greindist smitaður innanlands í gær.

Luku 198 daga geimferð í nótt

Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun.

Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki

Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit.

Os­car Pistorius sækir um reynslu­lausn

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius hefur sótt um reynslulausn og kann mál hans brátt að verða tekið til meðferðar, rúmum sex árum eftir að hann var fyrst dæmdur fyrir að hafa myrt kærustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili hans í Pretoríu árið 2013.

Fordæma staðhæfingar Þorbjargar og vilja rannsókn

Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki staðhæfingar Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, sem sagði á ráðstefnu á Hólum engan vafa leika á því að kerfið réttarkerfið færi í manngreiningarálit eftir þjóðfélagsstöðu.

Víða hæg breyti­leg átt með skúrum og slyddu­éljum

Víða verður hæg breytileg átt í dag, en suðvestan tíu til fimmtán metrar á sekúndu með suðausturströndinni og norðan strekkingur á Vestfjörðum. Spáð er skúrum og slydduéljum, en þurrt norðaustantil á landinu fram undir kvöld. Hiti verður á bilinu núll til sex stig þar sem mildast verður sunnanlands.

W drodze po trzecią dawkę szczepionki

W ostatnim programie Kastljós, epidemiolog przyznał, że ma nadzieję iż trzecia dawka szczepionki doprowadzi do podniesienia odporności na koronawirusa w Islandii.

Covid-19 aftur farið að ógna dönsku samfélagi

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að danska þingið skilgreini kórónuveiruna á ný sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi. Faraldurinn hefur verið á uppleið í Danmörku að undanförnu.

Freyja komin til Reykjavíkur

Varðskipið Freyja, nýjasta fley Landhelgisgæslunar, kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn síðdegis eftir siglingu frá heimahöfn sinni á Siglufirði. Þar hafði komu hennar til landsins verið fagnað með viðhöfn á laugardag.

Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu

Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er.

Brota­vilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og ein­beittur

Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans.

Segist hafa horft á starfs­mann skólans snúa dóttur sína niður

Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir níu ára stúlku hefur kært starfsmann Gerðaskóla í Garði til lögreglu fyrir ofbeldi gegn dóttur sinni. Hann hafi snúið stelpuna niður þegar hún klóraði í áttina að honum. Hún segir það viðtekna venju í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. Rætt verður við móðurina í kvöldfréttum.

Isavia sýknað af bóta­kröfu vegna út­boðs á verslunar­rými

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðasta mánuði Isavia af bótakröfu fyrirtækisins Drífu ehf., sem fer með rekstur Icewear. Drífa krafðist bóta úr hendi Isavia vegna þess að fyrirtækinu var ekki úthlutað verslunarrými á Keflavíkurflugvelli í kjölfar útboðs árið 2014.

Mergjaðar sögur Guðbergs frá æskuárum á Ísólfsskála

Guðbergur Bergsson rithöfundur hafði enga trú á því í sumar að hraunrennslið frá eldstöðinni í Geldingadölum myndi fara yfir Ísólfsskála. Fremur en að fjalla um eyðingu jarðarinnar kaus Guðbergur að segja okkur mergjaðar sögur frá æskuheimili sínu.

Telja ríki heims vanmeta losun um milljarða tonna

Vafasamar bókhaldsreglur, ófullkomin skil einstakra landa og vísvitandi misskráning er sögð ástæða þess að ríki heims vanmeta losun sína á gróðurhúsalofttegundum um milljarða tonna á hverju ári. Samkvæmt varfærnu mati gæti umframlosunin verið meiri en árslosun Bandaríkjanna.

Formannskjör Kennarasambands Íslands framlengt vegna bilunar

Formannskjör Kennarasambands Íslands hefur verið framlengt en til stóð að atkvæðagreiðslu myndi ljúka klukkan 14 í dag. Vegna bilunar í kerfinu ákvað kjörstjórn sambandsins að framlengja frestinn til að kjósa um einn sólarhring og geta félagsmenn því greitt atkvæði til klukkan 14 á morgun, þriðjudag.

Sjá næstu 50 fréttir