Fleiri fréttir Engin merki um skotsár á dauðu hrossunum í Landeyjum Ekki voru nein merki um skot eða skotsár á tveimur dauðum hrossum sem fundust í beitarhaga í Landeyjum í gær. 26.10.2021 10:37 Vonar að arftakinn beri hag þolenda fyrir brjósti Hrönn Stefánsdóttir mun um áramótin láta af störfum sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans. Hún færir sig yfir á geðsvið spítalans. Staða verkefnastjóra Neyðarmóttöku verður auglýst á næstunni. 26.10.2021 10:19 Fjögurra ára neyðarástandi loks aflétt í Egyptalandi Stjórnvöld í Egyptalandi hafa loks aflétt því neyðarástandi sem hefur verið í gildi í landinu í fjögur ár. Neyðarástandi var lýst yfir eftir hryðjuverkaárásir á tvær koptískar kirkjur í landinu árið 2017. 26.10.2021 09:26 Ofbeldi snertir allt samfélagið Ofbeldi verður til umfjöllunar á málþingi Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sen fram fer á Reykjavík Natura í dag. Málþingið er haldið í samvinnu við fagdeildir FÍ í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, félagsþjónustu, fræðslu- og skólaþjónustu, fötlunarmálum, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu. 26.10.2021 09:16 Meirihluti nú fyrir því að afglæpavæða neysluskammta Meirihluti er nú fyrir því meðal þjóðarinnar að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtum fíkniefna. Síðustu ár hafi um þriðjungur lýst sig hlynntur slíkri afglæpavæðingu en nú sé hins vegar meirihluti hlynntur slíkri breytingu á löggjöfinni. 26.10.2021 08:40 Opna netspjall fyrir þá sem vilja flytja inn hund eða kött Matvælastofnun hefur opnað netspjall og reiknivél til að auðvelda einstaklingum undirbúning innflutnings hunda og katta. Frá þessu er greint á vef MAST. 26.10.2021 08:23 Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26.10.2021 07:52 Giftist almúgamanni og missti um leið konunglega tign sína Mako Japansprinsessa giftist í dag æskuástinni sinni, Kei Komuro, og missti þá um leið konunglega tign sína. Samkvæmt japönskum lögum afsala konur úr keisarafjölskyldu landsins konunglegri tign, ákveði þær að giftast „almúgamanni“. Hið sama á þó ekki við um karlkyns meðlimi japönsku keisarafjölskyldunnar. 26.10.2021 07:40 Stærstu samtök lögreglumanna í New York mótmæla bólusetningarkvöðinni Stærstu samtök lögreglumanna í New York hafa lagt fram kæru þar sem þeir krefjast þess að dómstólar heimili lögreglumönnum að halda vinnunni þótt þeir kjósi að afþakka bólusetningu gegn Covid-19. 26.10.2021 07:40 Gular viðvaranir sunnanlands vegna hvassviðris í dag Nú í morgunsárið verður frekar bjart og kalt með hægum vindum á norðanverðu landinu. Fyrir sunnan er hins vegar austangola, skýjað að mestu og er hitinn kominn yfir frostmark. Gular viðvaranir taka gildi um hádegisbil á sunnanverðu landinu. 26.10.2021 07:10 Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26.10.2021 07:07 Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26.10.2021 06:45 Ók á móti umferð og endaði á lögreglubifreið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók unga konu rétt eftir miðnætti í nótt sem grunuð er um umferðaóhapp og að aka rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 26.10.2021 06:18 Freistaði þess að stela 10 kg af smjöri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í gærkvöldi og nótt vegna þjófnaða en um var að ræða þrjú ótengd atvik. 26.10.2021 06:09 Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25.10.2021 23:45 Kennsl borin á eitt fórnarlamba eins þekktasta raðmorðingja Bandaríkjanna Yfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum greindu frá því í dag að þau hefðu borið kennsl á eitt fórnarlamba raðmorðingjans Johns Wayne Gacy, sem var dæmdur fyrir 33 morð árið 1980. 25.10.2021 23:31 Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. 25.10.2021 21:30 Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25.10.2021 21:21 Fjórir sjúklingar á Landspítala greinst með Covid-19 í dag Fjórir sjúklingar á Landspítalanum hafa greinst með Covid-19 í dag. Allir þeirra eru inniliggjandi á hjarta-, lungna- og augnskurðdeildinni 12G. 25.10.2021 21:14 Mikið áfall að fara á breytingaskeiðið aðeins 32 ára Kona um þrítugt sem gengur nú í gegnum breytingaskeið segir það hafa verið mikið áfall að fá greininguna. Hún mun ekki geta eignast fleiri börn og stendur frammi fyrir strangri lyfjagjöf næstu áratugina. 25.10.2021 21:00 Efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi Smáhýsi fyrir heimilislausa hafa nú verið ónotuð í geymslu í rúmt ár þar sem erfiðlega hefur gengið að finna þeim samastað. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir andstöðu við málið hafa komið sér á óvart og efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi. 25.10.2021 20:00 Samdi lag um átökin við MAST: Tvísaga um hvort hann sé raunverulegur eigandi Héraðsdómur Reykjavíkur veitti lögreglu þann 12. október heimild til húsleitar á heimili Ágústs Beinteins Árnasonar. Vísir greindi frá því í síðustu viku að lögregla og fulltrúar Matvælastofnunar (MAST) hafi gripið í tómt þegar til stóð að sækja ref sem Ágúst hefur haldið sem gæludýr. 25.10.2021 19:48 Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25.10.2021 18:53 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25.10.2021 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu viku. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum klukkan 18:30. 25.10.2021 18:01 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25.10.2021 17:40 Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19. 25.10.2021 16:49 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25.10.2021 16:41 Eini eftirlifandi kláfslyssins verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu Ísraelskir dómstólar hafa úrskurðað að sex ára gamall drengur, sem er eini eftirlifandi kláfferjuslyss sem varð á Ítalíu í maí, verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu eftir að afi hans tók hann með sér til Ísrael. 25.10.2021 16:40 Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25.10.2021 16:17 Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25.10.2021 16:16 Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25.10.2021 16:00 Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál. 25.10.2021 14:52 Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. 25.10.2021 14:30 Sex ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Héraðssaksóknari hefur ákært nokkra einstaklinga fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti í tengslum við ræktun á fíkniefnum í iðnaðarbili í Kópavogi. Hjón og sonur þeirra eru á meðal þess eru ákærð í málinu. 25.10.2021 14:30 Féll tvo metra í Raufarhólshelli og missti meðvitund Leiðsögumaður sem var á ferð með hópi ferðamanna í Raufarhólshelli missti meðvitund eftir að hafa fallið niður af palli í hellinum síðasta föstudag. 25.10.2021 13:24 Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. 25.10.2021 13:15 Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25.10.2021 13:13 Grunar að gæsaskytta hafi drepið tvö ung hross með riffli Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu. 25.10.2021 13:02 Allur heimurinn öfundi Ísland Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu. 25.10.2021 12:51 Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild. 25.10.2021 12:31 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25.10.2021 12:22 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við hrossaræktanda sem segir gæsakyttu hafa drepið fyrir sér tvö hross á dögunum. Hann ætlar að tilkynna málið til lögreglu enda um mikið tjón að ræða. 25.10.2021 11:33 Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun. 25.10.2021 11:30 Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25.10.2021 11:26 Sjá næstu 50 fréttir
Engin merki um skotsár á dauðu hrossunum í Landeyjum Ekki voru nein merki um skot eða skotsár á tveimur dauðum hrossum sem fundust í beitarhaga í Landeyjum í gær. 26.10.2021 10:37
Vonar að arftakinn beri hag þolenda fyrir brjósti Hrönn Stefánsdóttir mun um áramótin láta af störfum sem verkefnastjóri Neyðarmóttöku Landspítalans. Hún færir sig yfir á geðsvið spítalans. Staða verkefnastjóra Neyðarmóttöku verður auglýst á næstunni. 26.10.2021 10:19
Fjögurra ára neyðarástandi loks aflétt í Egyptalandi Stjórnvöld í Egyptalandi hafa loks aflétt því neyðarástandi sem hefur verið í gildi í landinu í fjögur ár. Neyðarástandi var lýst yfir eftir hryðjuverkaárásir á tvær koptískar kirkjur í landinu árið 2017. 26.10.2021 09:26
Ofbeldi snertir allt samfélagið Ofbeldi verður til umfjöllunar á málþingi Félagsráðgjafafélags Íslands (FÍ) og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands sen fram fer á Reykjavík Natura í dag. Málþingið er haldið í samvinnu við fagdeildir FÍ í áfengis- og vímuefnamálum, barnavernd, félagsþjónustu, fræðslu- og skólaþjónustu, fötlunarmálum, heilbrigðisþjónustu og öldrunarþjónustu. 26.10.2021 09:16
Meirihluti nú fyrir því að afglæpavæða neysluskammta Meirihluti er nú fyrir því meðal þjóðarinnar að afglæpavæða vörslu á neysluskömmtum fíkniefna. Síðustu ár hafi um þriðjungur lýst sig hlynntur slíkri afglæpavæðingu en nú sé hins vegar meirihluti hlynntur slíkri breytingu á löggjöfinni. 26.10.2021 08:40
Opna netspjall fyrir þá sem vilja flytja inn hund eða kött Matvælastofnun hefur opnað netspjall og reiknivél til að auðvelda einstaklingum undirbúning innflutnings hunda og katta. Frá þessu er greint á vef MAST. 26.10.2021 08:23
Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78. 26.10.2021 07:52
Giftist almúgamanni og missti um leið konunglega tign sína Mako Japansprinsessa giftist í dag æskuástinni sinni, Kei Komuro, og missti þá um leið konunglega tign sína. Samkvæmt japönskum lögum afsala konur úr keisarafjölskyldu landsins konunglegri tign, ákveði þær að giftast „almúgamanni“. Hið sama á þó ekki við um karlkyns meðlimi japönsku keisarafjölskyldunnar. 26.10.2021 07:40
Stærstu samtök lögreglumanna í New York mótmæla bólusetningarkvöðinni Stærstu samtök lögreglumanna í New York hafa lagt fram kæru þar sem þeir krefjast þess að dómstólar heimili lögreglumönnum að halda vinnunni þótt þeir kjósi að afþakka bólusetningu gegn Covid-19. 26.10.2021 07:40
Gular viðvaranir sunnanlands vegna hvassviðris í dag Nú í morgunsárið verður frekar bjart og kalt með hægum vindum á norðanverðu landinu. Fyrir sunnan er hins vegar austangola, skýjað að mestu og er hitinn kominn yfir frostmark. Gular viðvaranir taka gildi um hádegisbil á sunnanverðu landinu. 26.10.2021 07:10
Bandaríkin fordæma valdaránið og krefjast þess að ráðherrum sé sleppt Bandaríkjamenn hafa fordæmt valdaránið í Súdan en í gær tóku yfirmenn hersins völdin í landinu af bráðabirgðastjórn sem komið var á eftir fall einræðisherrans Omars al-Bashir árið 2019. 26.10.2021 07:07
Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26.10.2021 06:45
Ók á móti umferð og endaði á lögreglubifreið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók unga konu rétt eftir miðnætti í nótt sem grunuð er um umferðaóhapp og að aka rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 26.10.2021 06:18
Freistaði þess að stela 10 kg af smjöri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í gærkvöldi og nótt vegna þjófnaða en um var að ræða þrjú ótengd atvik. 26.10.2021 06:09
Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. 25.10.2021 23:45
Kennsl borin á eitt fórnarlamba eins þekktasta raðmorðingja Bandaríkjanna Yfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum greindu frá því í dag að þau hefðu borið kennsl á eitt fórnarlamba raðmorðingjans Johns Wayne Gacy, sem var dæmdur fyrir 33 morð árið 1980. 25.10.2021 23:31
Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. 25.10.2021 21:30
Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25.10.2021 21:21
Fjórir sjúklingar á Landspítala greinst með Covid-19 í dag Fjórir sjúklingar á Landspítalanum hafa greinst með Covid-19 í dag. Allir þeirra eru inniliggjandi á hjarta-, lungna- og augnskurðdeildinni 12G. 25.10.2021 21:14
Mikið áfall að fara á breytingaskeiðið aðeins 32 ára Kona um þrítugt sem gengur nú í gegnum breytingaskeið segir það hafa verið mikið áfall að fá greininguna. Hún mun ekki geta eignast fleiri börn og stendur frammi fyrir strangri lyfjagjöf næstu áratugina. 25.10.2021 21:00
Efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi Smáhýsi fyrir heimilislausa hafa nú verið ónotuð í geymslu í rúmt ár þar sem erfiðlega hefur gengið að finna þeim samastað. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir andstöðu við málið hafa komið sér á óvart og efast um að borgin kaupi fleiri smáhýsi. 25.10.2021 20:00
Samdi lag um átökin við MAST: Tvísaga um hvort hann sé raunverulegur eigandi Héraðsdómur Reykjavíkur veitti lögreglu þann 12. október heimild til húsleitar á heimili Ágústs Beinteins Árnasonar. Vísir greindi frá því í síðustu viku að lögregla og fulltrúar Matvælastofnunar (MAST) hafi gripið í tómt þegar til stóð að sækja ref sem Ágúst hefur haldið sem gæludýr. 25.10.2021 19:48
Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. 25.10.2021 18:53
Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25.10.2021 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu viku. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum klukkan 18:30. 25.10.2021 18:01
Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25.10.2021 17:40
Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19. 25.10.2021 16:49
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25.10.2021 16:41
Eini eftirlifandi kláfslyssins verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu Ísraelskir dómstólar hafa úrskurðað að sex ára gamall drengur, sem er eini eftirlifandi kláfferjuslyss sem varð á Ítalíu í maí, verði sendur aftur til ættingja sinna á Ítalíu eftir að afi hans tók hann með sér til Ísrael. 25.10.2021 16:40
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25.10.2021 16:17
Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. 25.10.2021 16:16
Lést við að sinna hættulegasta starfi Hollywood Tökustjórinn Halyna Hutchins lést er hún var að sinna hættulegasta starfi Hollywood þegar skot hljóp úr byssu leikarans Alec Baldwin, við tökur á kvikmyndinni Rust. Úttekt Deadline sýnir að kvikmyndatökumenn virðast í mestri hættu við störf sín í kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu. 25.10.2021 16:00
Frestar útgáfu Kennedy-skjalanna aftur Hvíta húsið tilkynnti á föstudaginn að skjöl sem snúa að morði John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði ekki opinberuð strax. Opinberuninni verði frestað vegna Covid-19 þar sem sérfræðingar þurfi meiri tíma til að fara yfir skjölin og tryggja að þau innihaldi engin leyndarmál. 25.10.2021 14:52
Fáir ánægðari með líkleg goslok en landeigendur Ísólfsskála „Það bara hljómar alveg rosalega vel,“ segir Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, formaður Landeigendafélags Ísólfsskála, um fréttir um að eldgosið við Fagradalsfjall sé mögulega á lokametrunum. 25.10.2021 14:30
Sex ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Héraðssaksóknari hefur ákært nokkra einstaklinga fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti í tengslum við ræktun á fíkniefnum í iðnaðarbili í Kópavogi. Hjón og sonur þeirra eru á meðal þess eru ákærð í málinu. 25.10.2021 14:30
Féll tvo metra í Raufarhólshelli og missti meðvitund Leiðsögumaður sem var á ferð með hópi ferðamanna í Raufarhólshelli missti meðvitund eftir að hafa fallið niður af palli í hellinum síðasta föstudag. 25.10.2021 13:24
Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. 25.10.2021 13:15
Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25.10.2021 13:13
Grunar að gæsaskytta hafi drepið tvö ung hross með riffli Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu. 25.10.2021 13:02
Allur heimurinn öfundi Ísland Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu. 25.10.2021 12:51
Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild. 25.10.2021 12:31
214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25.10.2021 12:22
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við hrossaræktanda sem segir gæsakyttu hafa drepið fyrir sér tvö hross á dögunum. Hann ætlar að tilkynna málið til lögreglu enda um mikið tjón að ræða. 25.10.2021 11:33
Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun. 25.10.2021 11:30
Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25.10.2021 11:26