Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. 25.10.2021 13:15 Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25.10.2021 13:13 Grunar að gæsaskytta hafi drepið tvö ung hross með riffli Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu. 25.10.2021 13:02 Allur heimurinn öfundi Ísland Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu. 25.10.2021 12:51 Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild. 25.10.2021 12:31 214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25.10.2021 12:22 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við hrossaræktanda sem segir gæsakyttu hafa drepið fyrir sér tvö hross á dögunum. Hann ætlar að tilkynna málið til lögreglu enda um mikið tjón að ræða. 25.10.2021 11:33 Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun. 25.10.2021 11:30 Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25.10.2021 11:26 Fundu beinagrind drengs og þrjá bræður hans sem höfðu verið yfirgefnir í marga mánuði Lögregluþjónar í Houston í Bandaríkjunum fundu í gær lík níu ára barns í yfirgefinni íbúð í borginni. Auk þess fundust þrír drengir sem sögðu bróðir þeirra hafa verið dáinn í íbúðinni í um það bil ár. 25.10.2021 11:17 Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25.10.2021 10:39 Flestir létust úr æxli eða blóðrásarsjúkdómum Blóðrásarsjúkdómar eða æxli voru algengustu dánarorsakir Íslendinga á síðasta áratug. Dánartíðni af þessum orsökum hefur þó dregist töluvert saman frá aldamótum. 25.10.2021 10:34 Gular viðvaranir vegna komandi storms á Suðurlandi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna stormsins sem skellur á landið á morgun. 25.10.2021 10:31 Fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar krefst þess að skoðaður verði möguleiki á vatnsaflsvirkjun í friðlandi Vatnsfjarðar, sem hann telur bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en aðra valkosti. Orkubú Vestfjarða telur að með virkjuninni mætti tífalda grænt varaafl á Vestfjörðum. 25.10.2021 10:18 Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25.10.2021 10:03 Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25.10.2021 09:00 Þarf ekki að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Landeigandi í Hörgársveit þarf ekki að greiða kostnað sem féll á Hörgársveit þegar sveitarfélagið lét handsama tvo graðhesta sem sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 25.10.2021 08:55 Viðbúnaður um helgina vegna bilunar í hreyfli breskrar herflugvélar Gult óvissustig var sett í gang á Keflavíkurflugvelli um helgina þegar bresk herflugvél sendi neyðarboð vegna bilunar í hreyfli. 25.10.2021 08:46 Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25.10.2021 08:03 Mikið óveður herjar á íbúa vesturstrandar Bandaríkjanna Mikið óveður hefur herjað á íbúa vesturstrandar Bandaríkjanna síðustu daga og stefnir nú suðurhluta Kaliforníu. Flætt hefur yfir vegi, tré hafa rifnað upp með rótum og aurskriður fallið, meðal annars á svæðum í norðurhluta ríkisins sem brunnu nýverið vegna mikilla þurrka. 25.10.2021 08:03 Óttast að þrennt hafi farið fram af fimmtán metra háum fossi Mikil leit stendur nú yfir að þremur einstaklingum – tveimur körlum og einni konu – sem týndust í Noregi í gærkvöldi. 25.10.2021 07:52 Bein útsending: Opnunarhátíð stærsta jarðhitaviðburðar heims í Hörpu Opnunarhátíð jarðhitaráðstefnunnar World Geothermal Congress (WGC) fer fram í Hörpu í Reykjavík milli klukkan 8:20 og 10 í dag. Um tvö þúsund gestir eru skráðir á ráðstefnuna. 25.10.2021 07:51 Notaðir skór Jordan slegnir fyrir metfé Nýtt met var sett um helgina þegar gamlir og notaðir strigaskór sem eitt sinn voru í eigu körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan seldust á 1,47 milljón dali á uppboði, jafnvirði 190 milljón króna. 25.10.2021 07:28 Hvassviðri á Vestfjörðum í dag og stormur á Suðurlandi á morgun Tvær minniháttar lægðir hringsóla nú út af Norður- og Austurlandi og úrkomukerfi þeim tengd hreyfast yfir landið. 25.10.2021 07:07 Jamie Chadwick meistari í W Series í annað sinn Hin breska Jamie Chadwick vann W Series mótaröðina í annað sinn á COTA brautinni í Texas um helgina. Chadwick er þá orðin tvöfaldur meistari í mótaröð sem hefur bara farið fram tvisvar. Stóru liðin í Formúlu 1 hljóta að fara að veita henni meiri athygli. 25.10.2021 07:01 Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25.10.2021 06:43 Kveikt í bifreið í Háagerði í nótt Nokkur viðbúnaður var í Háagerði í Reykjavík í nótt vegna bílbruna. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 2 en talið er að kveikt hafi verið í bifreiðinni. Var hún flutt af vettvangi þegar búið var að slökkva eldinn og er málið í rannsókn. 25.10.2021 06:08 Vísbendingar um að kulnun tengist breytingaskeiði: Ný hormónameðferð geti haft jákvæð áhrif Vísbendingar nýrra rannsókna sýna að ein af hverjum tíu konum á breytingaskeiði detta út af vinnumarkaði vegna einkenna þess. Læknir segir brýnt að rannsaka vandann. Sífellt fleiri kannanir sýni gagnsemi nýrra hormónameðferða. 25.10.2021 06:00 Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24.10.2021 23:53 Glæpabaróninn Otoniel verður framseldur til Bandaríkjanna Eiturlyfjabaróninn Dario Antonio Úsuga, kallaður Otoniel, verður framseldur til Bandaríkjanna. Otoniel var handsamaður á laugardag í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og hersins í Kólumbíu. 24.10.2021 23:11 Hefur farið 6.000 ferðir í sama rússíbananum Ryan Hackett, 61 árs, hefur loksins náð að láta langþráðan draum rætast og hefur nú farið 6.000 ferðir í rússíbananum Megafobia í Oakwood Theme Park í Nerberth í Pembrokeshire í Wales. 24.10.2021 22:34 Bandaríkjamenn hyggjast fullbólusetja fimm til ellefu ára börn fyrir jól Yfirvöld í Bandaríkjunum hyggjast hefja bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára í næsta mánuði. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvörnum vestanhafs, segir stefnt að því að hópurinn verði búinn að fá einn skammt fyrir þakkagjörðarhátíðina og verði fullbólusettur fyrir jól. 24.10.2021 21:32 Verk sem voru falin í geymslum á uppboð Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum. 24.10.2021 21:31 Fundur aðalsmannsins Khuwy kallar á endurritun sögubóka Egyptalands Rannsókn á múmíu sem fannst í grafborginni í Saqqara í Egyptalandi bendir til þess að endurrita þarf sögu múmíugerðar í Forn-Egyptalandi. Þá vekur hún spurningar um það sem menn töldu sig vita um Gamla ríkið. 24.10.2021 21:07 Íslandsmeistari í járningum kemur frá Belgíu Nýr Íslandsmeistari í járningum var krýndur um helgina en átta keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu með því að járna nokkur hross frá Eldhestum í Ölfusi.“Gott skap og sterkur líkami þarf að einkenna góðan járningamann“, segir yfirdómari mótsins. 24.10.2021 20:16 Biðtími krabbameinssjúklinga lengist Formaður Brakkasamtakanna segir Ísland hafa dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar komi að skimun fyrir krabbameini. Þá hafi biðtími eftir fyrsta viðtali skurðlæknis eftir krabbameinsgreiningu lengst. Formaðurinn vill að ferlar verði einfaldaðir í heilbrigðiskerfinu. 24.10.2021 20:01 Lögregla rak vopnaða öfgamenn frá landamærum Þýskalands og Póllands Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa stöðvað fleiri en 50 öfgahægrimenn sem hugðust taka lögin í eigin hendur við landamærin að Póllandi til að hindra för flóttamanna. 24.10.2021 19:56 Það er alltaf gott veður í Hrútafirði - Nema þegar það er ekki Þeir sem búa eða hafa búið í Hrútafirði vita að þar er meira og minna alltaf logn, sól og rjómablíða. Nema þegar það er ekki. Þetta segja forsvarsmenn Facebook-hópsins Hrútfirðingar, sem efndu til ljósmyndasamkeppni í sumar til að minna á góða veðrið í heimabyggðinni. 24.10.2021 19:27 Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný. 24.10.2021 18:58 Lifir í ótta um að myndir af líkamsleifum Kobe og Giönnu rati á netið Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltamannsins Kobe Bryant heitins, sagðist við skýrslutökur fyrst hafa heyrt af því að hann og 13 ára dóttir þeirra Gianna væru látin þegar hún fékk tilkynningar um það á símanum sínum. 24.10.2021 18:31 Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24.10.2021 18:11 Réðust á mann vopnaðir öxi og kúbeini Lögregla handtók þrjá vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Mennirnir voru vopnaðir bæði kúbeini og öxi en að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er ekki ljóst hvort báðum vopnum hafi verið beitt í árásinni. 24.10.2021 17:11 Íslenskar fornbókmenntir eru dásamleg og vanmetin listaverk Sænski fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth er tvímælalaust einhver reyndasti og jafnframt virtasti fræðimaður á sviði íslenskra miðaldabókmennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga. 24.10.2021 16:34 Búvörumerki sett á íslenskar vörur frá bændum Nú er unnið að því að hörðum höndum innan Bændasamtakanna að koma upp nýju íslensku búvörumerki þar sem merkið verður eingöngu notað á íslenskar matvörur, matjurtir og á blóm. Það ætti því engin að velkjast í vafa um hvort viðkomandi sé að versla íslenska eða erlenda vöru með nýja merkinu. 24.10.2021 13:30 Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24.10.2021 13:20 Sjá næstu 50 fréttir
Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum. 25.10.2021 13:15
Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25.10.2021 13:13
Grunar að gæsaskytta hafi drepið tvö ung hross með riffli Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu. 25.10.2021 13:02
Allur heimurinn öfundi Ísland Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu. 25.10.2021 12:51
Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild. 25.10.2021 12:31
214 greindust smitaðir um helgina Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent. 25.10.2021 12:22
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við hrossaræktanda sem segir gæsakyttu hafa drepið fyrir sér tvö hross á dögunum. Hann ætlar að tilkynna málið til lögreglu enda um mikið tjón að ræða. 25.10.2021 11:33
Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun. 25.10.2021 11:30
Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. 25.10.2021 11:26
Fundu beinagrind drengs og þrjá bræður hans sem höfðu verið yfirgefnir í marga mánuði Lögregluþjónar í Houston í Bandaríkjunum fundu í gær lík níu ára barns í yfirgefinni íbúð í borginni. Auk þess fundust þrír drengir sem sögðu bróðir þeirra hafa verið dáinn í íbúðinni í um það bil ár. 25.10.2021 11:17
Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25.10.2021 10:39
Flestir létust úr æxli eða blóðrásarsjúkdómum Blóðrásarsjúkdómar eða æxli voru algengustu dánarorsakir Íslendinga á síðasta áratug. Dánartíðni af þessum orsökum hefur þó dregist töluvert saman frá aldamótum. 25.10.2021 10:34
Gular viðvaranir vegna komandi storms á Suðurlandi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendi vegna stormsins sem skellur á landið á morgun. 25.10.2021 10:31
Fólk þurfi að svara því hvort það sé umhverfissinnar eða virkjanaandstæðingar Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar krefst þess að skoðaður verði möguleiki á vatnsaflsvirkjun í friðlandi Vatnsfjarðar, sem hann telur bæði hagkvæmari og umhverfisvænni en aðra valkosti. Orkubú Vestfjarða telur að með virkjuninni mætti tífalda grænt varaafl á Vestfjörðum. 25.10.2021 10:18
Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25.10.2021 10:03
Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð Milljónir Afgana standa frammi fyrir hungursneyð í vetur ef ekki verður gripið í taumana. 25.10.2021 09:00
Þarf ekki að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Landeigandi í Hörgársveit þarf ekki að greiða kostnað sem féll á Hörgársveit þegar sveitarfélagið lét handsama tvo graðhesta sem sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 25.10.2021 08:55
Viðbúnaður um helgina vegna bilunar í hreyfli breskrar herflugvélar Gult óvissustig var sett í gang á Keflavíkurflugvelli um helgina þegar bresk herflugvél sendi neyðarboð vegna bilunar í hreyfli. 25.10.2021 08:46
Vitnisburðir leikstjóra og myndatökumanns varpa ljósi á atburðarásina Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að myndavélinni á tökustað kvikmyndarinnar Rust þegar skot reið af með þeim afleiðingum að tökustjórinn Halyna Hutchins lést. 25.10.2021 08:03
Mikið óveður herjar á íbúa vesturstrandar Bandaríkjanna Mikið óveður hefur herjað á íbúa vesturstrandar Bandaríkjanna síðustu daga og stefnir nú suðurhluta Kaliforníu. Flætt hefur yfir vegi, tré hafa rifnað upp með rótum og aurskriður fallið, meðal annars á svæðum í norðurhluta ríkisins sem brunnu nýverið vegna mikilla þurrka. 25.10.2021 08:03
Óttast að þrennt hafi farið fram af fimmtán metra háum fossi Mikil leit stendur nú yfir að þremur einstaklingum – tveimur körlum og einni konu – sem týndust í Noregi í gærkvöldi. 25.10.2021 07:52
Bein útsending: Opnunarhátíð stærsta jarðhitaviðburðar heims í Hörpu Opnunarhátíð jarðhitaráðstefnunnar World Geothermal Congress (WGC) fer fram í Hörpu í Reykjavík milli klukkan 8:20 og 10 í dag. Um tvö þúsund gestir eru skráðir á ráðstefnuna. 25.10.2021 07:51
Notaðir skór Jordan slegnir fyrir metfé Nýtt met var sett um helgina þegar gamlir og notaðir strigaskór sem eitt sinn voru í eigu körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan seldust á 1,47 milljón dali á uppboði, jafnvirði 190 milljón króna. 25.10.2021 07:28
Hvassviðri á Vestfjörðum í dag og stormur á Suðurlandi á morgun Tvær minniháttar lægðir hringsóla nú út af Norður- og Austurlandi og úrkomukerfi þeim tengd hreyfast yfir landið. 25.10.2021 07:07
Jamie Chadwick meistari í W Series í annað sinn Hin breska Jamie Chadwick vann W Series mótaröðina í annað sinn á COTA brautinni í Texas um helgina. Chadwick er þá orðin tvöfaldur meistari í mótaröð sem hefur bara farið fram tvisvar. Stóru liðin í Formúlu 1 hljóta að fara að veita henni meiri athygli. 25.10.2021 07:01
Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán. 25.10.2021 06:43
Kveikt í bifreið í Háagerði í nótt Nokkur viðbúnaður var í Háagerði í Reykjavík í nótt vegna bílbruna. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 2 en talið er að kveikt hafi verið í bifreiðinni. Var hún flutt af vettvangi þegar búið var að slökkva eldinn og er málið í rannsókn. 25.10.2021 06:08
Vísbendingar um að kulnun tengist breytingaskeiði: Ný hormónameðferð geti haft jákvæð áhrif Vísbendingar nýrra rannsókna sýna að ein af hverjum tíu konum á breytingaskeiði detta út af vinnumarkaði vegna einkenna þess. Læknir segir brýnt að rannsaka vandann. Sífellt fleiri kannanir sýni gagnsemi nýrra hormónameðferða. 25.10.2021 06:00
Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir „Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag. 24.10.2021 23:53
Glæpabaróninn Otoniel verður framseldur til Bandaríkjanna Eiturlyfjabaróninn Dario Antonio Úsuga, kallaður Otoniel, verður framseldur til Bandaríkjanna. Otoniel var handsamaður á laugardag í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og hersins í Kólumbíu. 24.10.2021 23:11
Hefur farið 6.000 ferðir í sama rússíbananum Ryan Hackett, 61 árs, hefur loksins náð að láta langþráðan draum rætast og hefur nú farið 6.000 ferðir í rússíbananum Megafobia í Oakwood Theme Park í Nerberth í Pembrokeshire í Wales. 24.10.2021 22:34
Bandaríkjamenn hyggjast fullbólusetja fimm til ellefu ára börn fyrir jól Yfirvöld í Bandaríkjunum hyggjast hefja bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára í næsta mánuði. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvörnum vestanhafs, segir stefnt að því að hópurinn verði búinn að fá einn skammt fyrir þakkagjörðarhátíðina og verði fullbólusettur fyrir jól. 24.10.2021 21:32
Verk sem voru falin í geymslum á uppboð Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum. 24.10.2021 21:31
Fundur aðalsmannsins Khuwy kallar á endurritun sögubóka Egyptalands Rannsókn á múmíu sem fannst í grafborginni í Saqqara í Egyptalandi bendir til þess að endurrita þarf sögu múmíugerðar í Forn-Egyptalandi. Þá vekur hún spurningar um það sem menn töldu sig vita um Gamla ríkið. 24.10.2021 21:07
Íslandsmeistari í járningum kemur frá Belgíu Nýr Íslandsmeistari í járningum var krýndur um helgina en átta keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu með því að járna nokkur hross frá Eldhestum í Ölfusi.“Gott skap og sterkur líkami þarf að einkenna góðan járningamann“, segir yfirdómari mótsins. 24.10.2021 20:16
Biðtími krabbameinssjúklinga lengist Formaður Brakkasamtakanna segir Ísland hafa dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar komi að skimun fyrir krabbameini. Þá hafi biðtími eftir fyrsta viðtali skurðlæknis eftir krabbameinsgreiningu lengst. Formaðurinn vill að ferlar verði einfaldaðir í heilbrigðiskerfinu. 24.10.2021 20:01
Lögregla rak vopnaða öfgamenn frá landamærum Þýskalands og Póllands Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa stöðvað fleiri en 50 öfgahægrimenn sem hugðust taka lögin í eigin hendur við landamærin að Póllandi til að hindra för flóttamanna. 24.10.2021 19:56
Það er alltaf gott veður í Hrútafirði - Nema þegar það er ekki Þeir sem búa eða hafa búið í Hrútafirði vita að þar er meira og minna alltaf logn, sól og rjómablíða. Nema þegar það er ekki. Þetta segja forsvarsmenn Facebook-hópsins Hrútfirðingar, sem efndu til ljósmyndasamkeppni í sumar til að minna á góða veðrið í heimabyggðinni. 24.10.2021 19:27
Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný. 24.10.2021 18:58
Lifir í ótta um að myndir af líkamsleifum Kobe og Giönnu rati á netið Vanessa Bryant, eiginkona körfuboltamannsins Kobe Bryant heitins, sagðist við skýrslutökur fyrst hafa heyrt af því að hann og 13 ára dóttir þeirra Gianna væru látin þegar hún fékk tilkynningar um það á símanum sínum. 24.10.2021 18:31
Öll spjót beinast að aðstoðarleikstjóranum í máli Baldwin Kvartað hafði verið undan Dave Halls, aðstoðarleikstjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvikmyndastjóra til bana með, á öðru tökusetti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggisreglum. Hann tilkynnti Baldwin að byssan væri óhlaðin þegar hann rétti honum hana. 24.10.2021 18:11
Réðust á mann vopnaðir öxi og kúbeini Lögregla handtók þrjá vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Mennirnir voru vopnaðir bæði kúbeini og öxi en að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er ekki ljóst hvort báðum vopnum hafi verið beitt í árásinni. 24.10.2021 17:11
Íslenskar fornbókmenntir eru dásamleg og vanmetin listaverk Sænski fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth er tvímælalaust einhver reyndasti og jafnframt virtasti fræðimaður á sviði íslenskra miðaldabókmennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga. 24.10.2021 16:34
Búvörumerki sett á íslenskar vörur frá bændum Nú er unnið að því að hörðum höndum innan Bændasamtakanna að koma upp nýju íslensku búvörumerki þar sem merkið verður eingöngu notað á íslenskar matvörur, matjurtir og á blóm. Það ætti því engin að velkjast í vafa um hvort viðkomandi sé að versla íslenska eða erlenda vöru með nýja merkinu. 24.10.2021 13:30
Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. 24.10.2021 13:20