Fleiri fréttir

Rússar gera umfangsmikla töluvárás í Bandaríkjunum

Sérfræðingar Microsoft og aðrir netöryggissérfræðingar vestanhafs segja Leyniþjónustu Rússlands standa fyrir umfangsmikilli netárás á Bandaríkin. Rússneskir tölvuþrjótar séu að reyna að brjóta sér leið inn í tölvukerfið þúsunda stofnan, fyrirtækja og hugveita í Bandaríkjunum.

Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga

Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 

Grunar að gæsa­skytta hafi drepið tvö ung hross með riffli

Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu.

Allur heimurinn öfundi Ísland

Ísland er helsta fyrirmynd annarra ríkja á heimsvísu í nýtingu á jarðhitaorku að sögn forseta alþjóðlega jarðhitasambandsins. Stærsta jarðhitaráðstefna sögunnar stendur yfir í Hörpu.

Frídagar barna komi niður á jafnrétti og kjörum

Foreldri og atvinnurekandi segir launþega ekki eiga inni fyrir þeim dögum þar sem börn eru ekki í skóla vegna vetrarleyfis eða skipulagsdaga. Lítið samræmi sé milli skóla og innan sveitarfélaga um þær dagsetningar sem kemur niður á atvinnulífinu í heild.

214 greindust smitaðir um helgina

Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við hrossaræktanda sem segir gæsakyttu hafa drepið fyrir sér tvö hross á dögunum. Hann ætlar að tilkynna málið til lögreglu enda um mikið tjón að ræða.

Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum.

Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.

Mikið ó­veður herjar á íbúa vestur­strandar Banda­ríkjanna

Mikið óveður hefur herjað á íbúa vesturstrandar Bandaríkjanna síðustu daga og stefnir nú suðurhluta Kaliforníu. Flætt hefur yfir vegi, tré hafa rifnað upp með rótum og aurskriður fallið, meðal annars á svæðum í norðurhluta ríkisins sem brunnu nýverið vegna mikilla þurrka.

Notaðir skór Jordan slegnir fyrir metfé

Nýtt met var sett um helgina þegar gamlir og notaðir strigaskór sem eitt sinn voru í eigu körfuboltagoðsagnarinnar Michael Jordan seldust á 1,47 milljón dali á uppboði, jafnvirði 190 milljón króna.

Jamie Chadwick meistari í W Series í annað sinn

Hin breska Jamie Chadwick vann W Series mótaröðina í annað sinn á COTA brautinni í Texas um helgina. Chadwick er þá orðin tvöfaldur meistari í mótaröð sem hefur bara farið fram tvisvar. Stóru liðin í Formúlu 1 hljóta að fara að veita henni meiri athygli.

Ráðherrar handteknir af hernum í Súdan

Nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans voru handteknir á heimilum sínum í nótt og svo virðist sem herinn í landinu hafi framið valdarán.

Kveikt í bifreið í Háagerði í nótt

Nokkur viðbúnaður var í Háagerði í Reykjavík í nótt vegna bílbruna. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 2 en talið er að kveikt hafi verið í bifreiðinni. Var hún flutt af vettvangi þegar búið var að slökkva eldinn og er málið í rannsókn.

Segir Baldwin hafa verið óhuggandi í margar klukkustundir

„Hann var móðursjúkur og gjörsamlega óhuggandi í marga klukkutíma. Allir vita að þetta var slys en hann er algjörlega eyðilagður.“ Þetta hefur People eftir ónefndum heimildarmanni um ástand leikarans Alec Baldwin, eftir að hann varð tökustjóra að bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Santa Fe í Nýju-Mexíkó á föstudag.

Hefur farið 6.000 ferðir í sama rússíbananum

Ryan Hackett, 61 árs, hefur loksins náð að láta langþráðan draum rætast og hefur nú farið 6.000 ferðir í rússíbananum Megafobia í Oakwood Theme Park í Nerberth í Pembrokeshire í Wales. 

Bandaríkjamenn hyggjast fullbólusetja fimm til ellefu ára börn fyrir jól

Yfirvöld í Bandaríkjunum hyggjast hefja bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára í næsta mánuði. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvörnum vestanhafs, segir stefnt að því að hópurinn verði búinn að fá einn skammt fyrir þakkagjörðarhátíðina og verði fullbólusettur fyrir jól.

Verk sem voru falin í geymslum á uppboð

Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum.

Íslandsmeistari í járningum kemur frá Belgíu

Nýr Íslandsmeistari í járningum var krýndur um helgina en átta keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu með því að járna nokkur hross frá Eldhestum í Ölfusi.“Gott skap og sterkur líkami þarf að einkenna góðan járningamann“, segir yfirdómari mótsins.

Biðtími krabbameinssjúklinga lengist

Formaður Brakkasamtakanna segir Ísland hafa dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar komi að skimun fyrir krabbameini. Þá hafi biðtími eftir fyrsta viðtali skurðlæknis eftir krabbameinsgreiningu lengst. Formaðurinn vill að ferlar verði einfaldaðir í heilbrigðiskerfinu.

Það er alltaf gott veður í Hrútafirði - Nema þegar það er ekki

Þeir sem búa eða hafa búið í Hrútafirði vita að þar er meira og minna alltaf logn, sól og rjómablíða. Nema þegar það er ekki. Þetta segja forsvarsmenn Facebook-hópsins Hrútfirðingar, sem efndu til ljósmyndasamkeppni í sumar til að minna á góða veðrið í heimabyggðinni.

Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu

Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný.

Öll spjót beinast að að­stoðar­leik­stjóranum í máli Baldwin

Kvartað hafði verið undan Dave Halls, að­stoðar­leik­stjóra myndarinnar Rust, sem rétti Alec Baldwin byssuna sem hann skaut Halyna Hutchins kvik­mynda­stjóra til bana með, á öðru töku­setti árið 2019 fyrir að fara ekki eftir öryggis­reglum. Hann til­kynnti Baldwin að byssan væri ó­hlaðin þegar hann rétti honum hana.

Réðust á mann vopnaðir öxi og kú­beini

Lög­regla hand­tók þrjá vegna al­var­legrar líkams­á­rásar í Reykja­vík að­fara­nótt laugar­dags. Mennirnir voru vopnaðir bæði kú­beini og öxi en að sögn Þóru Jónas­dóttur, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjóns á höfuð­borgar­svæðinu, er ekki ljóst hvort báðum vopnum hafi verið beitt í á­rásinni.

Ís­­­lenskar forn­­­bók­­­menntir eru dá­­­sam­­­leg og van­­metin lista­­­verk

Sænski forn­sagna­fræðingurinn Lars Lönnroth er tví­mæla­laust ein­hver reyndasti og jafn­framt virtasti fræði­maður á sviði ís­lenskra mið­alda­bók­mennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga.

Búvörumerki sett á íslenskar vörur frá bændum

Nú er unnið að því að hörðum höndum innan Bændasamtakanna að koma upp nýju íslensku búvörumerki þar sem merkið verður eingöngu notað á íslenskar matvörur, matjurtir og á blóm. Það ætti því engin að velkjast í vafa um hvort viðkomandi sé að versla íslenska eða erlenda vöru með nýja merkinu.

Sjá næstu 50 fréttir