Fleiri fréttir

Of­beldis­maður sem hótaði að hringja inn sprengju­hótun færi kærasta hans í flug á sér engar máls­bætur

Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda.

Síma­sam­bands­leysi frestar ölvunar­aksturs­máli rútu­bíl­stjóra

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að fresta beri meðferð máls rútubílstjóra sem ákærður var fyrir ölvunarakstur. Frestunin er tilkomin vegna þess að erfiðlega hefur reynst að ná símasambandi við lykilvitni sem starfar sem fjallaleiðsögumaður.

Stærstu snjóflóðin féllu á Súðavík og Flateyri

Töluvert af snjóflóðum féllu á norðanverðum Vestfjörðum í og eftir hríðarveðrið sem geisaði í gær. Þau stærstu sem frést hefur af féllu í nágrenni Flateyrar og í Súðavíkurhlíð.

Úthluta þingsætum á föstudaginn

Landskjörstjórn mun koma saman næstkomandi föstudag til að að úthluta þingsætum á grundvelli kosningaúrslita í kjördæmum eftir nýafstaðnar Alþingiskosningar.

Til­nefna Anders­son sem nýjan for­mann sænskra Jafnaðar­manna

Undirbúningsnefnd á vegum sænskra Jafnaðarmanna hefur tilnefnt fjármálaráðherrann Magdalenu Andersson til að verða næsti formaður flokksins. Framundan er landsþing flokksins í byrjun nóvember þar sem arftaki Stefans Löfven forsætisráðherra verður kjörinn.

Munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs

Svo gæti farið að þing komi saman áður en ríkisstjórn hefur verið mynduð til að leysa hnútinn í Norðvesturkjördæmi. Þingmenn úr kjördæminu, þar sem fullnægjandi meðferð kjörgagna hefur ekki fengist staðfest, munu geta greitt atkvæði um lögmæti eigin kjörs segir Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra en ákveðið hefur verið að greiðslubyrði húsnæðislána megi ekki vera meiri en sem nemur 35 prósentum af ráðstöfunartekjum heimilisins.

Rússar heita hefndum gegn YouTube og þýskum fjölmiðlum

Utanríkisráðuneyti Rússlands ætlar að leita leiða til að koma höggi á bandaríska fyrirtækið YouTube og þýska fjölmiðla. Það er eftir að YouTube lokaði þýskum YouTube-rásum rússneska ríkismiðilsins RT.

Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum

Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið.

22 greindust með kórónu­veiruna í gær

22 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tíu þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 45 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 55 prósent.

Svikahrappar tæmdu kort Halldóru á tíu mínútum

Það var heldur óskemmtilegt fyrir Halldóru Björg Haraldsdóttir að líta á heimabankann sinn í vikunni. Óþekktir og óprúttnir aðilar höfðu látið greipar sópa um bankareikning hennar og eytt um 130 þúsund krónur hjá veðmálafyrirtækinu Betsson á innan við tíu mínútum. Hún segist ekki hafa hugmynd um hvernig þrjótarnir komust yfir reikningsupplýsingar hennar.

„Ger­sam­lega ó­leysan­legur stjórn­skipu­legur vandi“

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút.

24 dánir og 48 særðir í óeirðum í fangelsi í Ekvador

Minnst 24 fangar eru látnir og minnst 48 særðir eftir miklar óeirðir í fangelsi í Ekvador í gær. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem óeirðir sem þessar eiga sér stað í landinu vegna baráttu glæpagengja í landinu.

Ó­vissu­stigi vegna ó­veðursins af­létt

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, hefur ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna óveðursins sem geisaði í þessum umdæmum.

Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði

Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Geta A-vítamíndropar læknað laskað lyktarskyn?

A-vítamíndropar gætu hjálpað við að laga horfið eða breytt lyktarskyn vegna sýkingar af völdum SARS-CoV-2. University of East Anglia hefur boðað rannsókn til að kanna þennan möguleika, sem mun taka tólf vikur.

Hraunstraumurinn vellur út í sjó

Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið.

Lægðin ekki dauð úr öllum æðum

Lægðin sem olli illviðrinu í gær er nú stödd við Snæfellsnes, en hefur grynnst mikið. Lægðin er þó ekki dauð úr öllum æðum og í dag veldur hún sunnan- og suðvestan strekkingi á landinu með skúrum eða slydduéljum.

Rafmögnuð jeppasýning

Ísband, umboðsaðili Jeep og RAM á Íslandi blæs til glæsilegrar og rafmagnaðrar jeppasýningar laugardaginn 2. október. Þar verður 4xe Plug-In-Hybrid línan frá Jeep sýnd, Jeep Wrangler Rubicon 4xe, Jeep Compass 4xe og Jeep Reneagde 4xe, jeppar með alvöru fjórhjóladrifi í Plug-In-Hybrid útfærslu.

„Eins harka­legt brot á kosninga­lög­gjöfinni og hægt er“

Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu.

Gestir á kosningavöku Framsóknar sendir í sóttkví

Gestur í kosningavöku Framsóknarflokksins sem fram fór á kjördag hefur greinst með Covid-19. Einstaklingar sem hafa verið útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og aðrir gestir beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum.

Eldur í íbúðablokk við Háaleitisbraut

Tilkynning barst um eldsvoða í íbúðablokk við Háaleitisbraut í Reykjavík um klukkan sjö í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að eldur hafi kviknað í þvottahúsi út frá þurrkara.

Búið að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki

Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem voru settar á vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Skoðun sérfræðinga eftir að veður gekk niður leiddi í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju.

Bjarni telur eðlilegt að stokka upp ráðuneyti nái flokkarnir saman

Formaður Sjálfstæðisflokksins telur líklegt að stokkað verði upp í ráðuneytum milliflokka ef stjórnarflokkunum tekst að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. Formenn flokkanna gefa sér fram yfir helgi til að kanna grundvöll til áframhaldandi samstarfs og ræða ekki við aðra á meðan.

Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn

Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Björgunarsveitir og lögregla hafa haft í nógu að snúast í bandvitlausu veðri sem hefur gengið yfir landið í dag. Hópferðabílar hafa fokið út af vegum, rafmagnslínur slegið út og krapastíflur myndast.

Sjá næstu 50 fréttir