Fleiri fréttir

Enginn jarðskjálfti að stærð 5,0 í morgun

Athygli vakti að jarðskjálfti að stærð 5,0 var skráður á vef Veðurstofunnar norðaustur af Flatey klukkan 6:25 í morgun. Ekki var um raunverulegan skjálfta að ræða heldur námu jarðskjálftanemar bylgjur frá öflugum skjálfta sem mældist í Alaska um tíu mínútum fyrr.

Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst

Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði.

Þingmenn deila vegna grímuskyldu: „Hann er svo mikill fáviti“

Miklar deilur áttu sér stað í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að grímuskyldu var komið á í fulltrúadeildinni aftur, að ráðleggingu læknis þingsins. Repúblikanar hafa fordæmt ákvörðunina og margir þingmenn hafa neitað að vera með grímur, þó þeim hafi verið hótað sektum.

Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði.

Stjörnu­fræðingar námu ljós fyrir aftan svarthol

Stjörnufræðingar hafa í fyrsta skipti numið ljós sem barst til þeirra hlémegins svarthols, á svæðinu fyrir aftan það. Uppgötvunin er talin staðfesting á lýsingum hinnar almennu afstæðiskenningu á því hvernig þyngdarkraftur sveigir ljós í kringum svarthol.

Halda tón­listar­há­tíð þrátt fyrir allt

Það styttist í Verslunarmannahelgi og vegna faraldurs kórónuveirunnar er ýmist búið að aflýsa eða fresta bæjarhátíðum um land allt. Þrátt fyrir það ætla veitingamenn á Skuggabaldri við Pósthússtræti að halda uppi fjöri í miðbæ Reykjavíkur.

Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming

Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni.

Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu

Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum birtum við nýja könnun Maskínu sem sýnir að stjórnarflokkarnir hafa misst meirihlutann. Við tölum við stjórnmálafræðiprófessor um mögulegar meirihlutastjórnir.

Land­spítali hættir við að krefja starfs­fólk um nei­kvætt PCR-próf

Landspítalinn hefur fallið frá þeirri kröfu að starfsfólk sem snýr til baka eftir orlof innanlands skuli skila inn PCR-prófi fyrir Covid-19 áður en það snýr aftur til starfa. Það er þó hvatt til þess að fara í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum eða hafi verið á stöðum þar sem smit hefur komið upp.

Endur­ræsing sím­tækja geti gert síma­þrjótum erfiðara fyrir

Fulltrúi leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings hefur deilt ráði sem á að gera óprúttnum aðilum erfiðara fyrir brjótast inn í síma og stela upplýsingum. Ráðið er athyglisvert fyrir þær sakir að það gæti ekki verið einfaldara.

Loka­tölur: 122 greindust innan­lands

Alls greindust 122 með kórónuveiruna í gær. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu.

Vill upp­­­lýsingar beint af kúnni

Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar og for­maður vel­ferðar­nefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju far­aldursins. Hún segir mikil­vægt að nefndar­menn fái tæki­færi til að bera spurningar undir helstu sér­fræðinga landsins.

Staðan í Banda­­­ríkjunum varpar nýju ljósi á delta-af­brigðið

Banda­ríkja­menn standa nú frammi fyrir svipaðri stöðu og við Ís­lendingar; smituðum einstaklingum fjölgar ört og bíða menn í of­væni eftir að sjá hversu alvarlegum veikindum delta-afbrigðið getur valdið hjá þeim sem eru bólusettir. Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða viku. Sérstaða Bandaríkjanna sýnir þó ágætlega hversu virk bóluefnin eru gegn afbrigðinu. 

Boða til upplýsingafundar á morgun

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun klukkan 11:00, fimmtudaginn 29. júlí.

Skipu­leggj­endur Reykja­víkur­mara­þonsins liggja undir feldi

Stjórnendur Íþróttabandalags Reykjavíkur skoða nú hvernig mögulegt sé að útfæra Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka með tilliti til hertra sóttvarnaaðgerða. Reykjavíkurmaraþonið var ekki haldið á síðasta ári vegna þágildandi sóttvarnaráðstafana.

Yfirlæknir á von á miklu lægra hlutfalli alvarlegra veikra

115 greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti smitfjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldurs. Óbólusettur Íslendingur, yngri en 60 ára, er kominn í gjörgæslu á Landspítalanum vegna Covid-sýkingar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Að minnsa kosti 115 greindust með kórónuveiruna í gær, sem er næstmesti smitfjöldi sem greinst hefur á einum degi frá upphafi faraldurs en greiningu er enn ekki lokið.

Loksins 20 gráðu hiti í Reykjavík?

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú séu kaflaskil í veðráttunni á Íslandi. Einmuna tíð hefur verið fyrir norðan og austan en höfuðborgarbúar fá nú loksins smjörþef af sumarveðri.

Minnst 115 greindust innan­lands í gær

Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 

Líklega umgangspest en ekki Covid-19 um borð í Kap

Áhöfnin á Kap II VE er laus úr sóttkví í Grundarfjarðarhöfn eftir að niðurstöður skimunar á áhöfninni fyrir Covid-19 reyndust neikvæðar. Umgangspest er líkleg skýring veikindaeinkenna nokkurra skipverja.

Telja John Snorra hafa náð toppi K2

Leitar­menn sem fundu lík John Snorra Sigur­jóns­sonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánu­dag telja að þeir fé­lagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningar­reikningi Sadpara á Twitter.

Metfjöldi sjúkraflutninga í gær

„Svei mér þá ef ekki enn eitt metið sé fallið,“ þetta segir í tilkynningu sem Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook í dag. Slökkviliðið sinnti alls 186 sjúkraflutningum í gær.

Sjá næstu 50 fréttir