Fleiri fréttir

Nóg af spritti á Bræðslunni til að sökkva heilli skútu

Bæjarhátíðir helgarinnar halda að mestu sínu striki þó aflýsa hafi þurft einhverjum dagskrárliðum í kjölfar nýrrar reglugerðar um hertar samkomutakmarkanir. Takmarkanirnar hafa lítil áhrif á Mærudaga á Húsavík og tónleikum Bræðslunnar á Borgarfirði eystri hefur verið flýtt um klukkustund. Druslugöngunni í Reykjavík hefur verið frestað.

Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fundu gosfara í svartaþoku eftir tveggja tíma leit

Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í morgun til leitar að tveimur einstaklingum við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Svartaþoka og rigning var á svæðinu en eftir um tveggja klukkustunda leit fannst fólkið.

Þörfin til staðar en samkoman ekki áhættunnar virði

Skipuleggjendur Druslugöngunnar í Reykjavík segjast hafa fundið mikla þörf fyrir gönguna í ár. Áhættan af hópamyndun á tvísýnum tíma í kórónuveirufaraldrinum hafi þó verið of mikil og því ákveðið að fresta göngunni. Hún gæti þó farið fram í haust.

95 greindust smitaðir innanlands í gær

Níutíu og fimm greindust innanlands með kórónuveiruna í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna á einum degi á þessu ári. Stærstur hluti smitaðra var utan sóttkvíar eða 75. Þá eru fjórir eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 76 greindust í fyrradag og 78 daginn þar á undan.

Ör­tröð á Kefla­víkur­flug­velli í morgun

Fullt var út úr dyrum og gott betur en það á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sextán flugvélar hófu sig á loft fyrir klukkan níu í morgun og 34 vélar til viðbótar fljúga utan síðar í dag.

Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða

Talibanar munu ekki semja um frið fyrr en Ashraf Ghani, núverandi forseti, fer frá völdum og ný ríkisstjórn verði mynduð. Þeir segjast ekki vilja stjórna einir þar sem engum hafi tekist það til lengri tíma.

Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi

Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman.

Þúsundir langþreyttra Ástrala mótmæltu skertu frelsi

Þúsundir flykktust út á götur Sydney og annarra borga í Ástralíu í dag til að mótmæla takmörkunum á frelsi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir tugir fólks voru handteknir eftir að hafa brotist í gegnum lokanir lögreglu og hent plastflöskum og plöntum í átt að lögregluþjónum.

Maðurinn er kominn í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Nökkva Aðalsteinssyni, 24 ára. Hann er 182 sentímetrar á hæð, grannvaxinn og með ljóst, stutt hár.

Fólki sem finnst rigningin góð ætti að geta notið dagsins

Suðlæg átt verður á landinu í dag, víða 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður úrkomulítið fram eftir degi en þar má búast við sæmilega öflugum síðdegisskúrum að því er segir hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig og sem fyrr hlýjast á Austurlandi.

Höfnuðu á ljósastaur og sökuðu hvor annan um að hafa ekið bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur tilkynningum um innbrot í póstnúmeri 105 í Reykjavík með fjórtán mínútna millibili í gærkvöldi. Þá voru ökutæki stöðvuð víða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur er um að ökumaður hafi verið undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Á fjórða hundrað hafa fallið í á­tökum í Suður-Afríku

Rúmlega þrjú hundruð hafa fallið í óeirðunum sem skekið hafa Suður-Afríku undanfarnar vikur. Óeirðirnar hófust daginn sem fyrrverandi forseti landsins gaf sig fram við lögreglu og hóf fimmtán mánaða fangelsisafplánun í byrjun mánaðar.

„Mikil vinna orðin að engu – annað árið í röð“

Unglingalandsmóti Íslands, ein fjölmennasta hátíð sem haldin er um verslunarmannahelgi ár hvert hefur verið frestað. Geysileg vonbrigði segir formaður framkvæmdanefndar mótsins. Mótið átti að vera haldið á Selfossi í ár.

Ráðherrar riða til falls

Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndu falla út af Alþingi ef gengið yrði til kosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þau leiða í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir sig og formaður Framsóknarflokksins segir ljóst að flokkurinn þurfi að sækja fram í Reykjavík.

Einni með öllu á Akureyri aflýst

Fjölskylduhátíðinni Einni með öllu sem halda átti á Akureyri um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um að sett yrði á tvö hundruð manna samkomubann.

Katrín: Algjör samstaða um þessa niðurstöðu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að með nýjum hertum aðgerðum innnanland sé verið að reyna að tempra fjölgun smita hér á landi. Algjör samstaða hafi verið innan ríkisstjórnarinnar um þær aðgerðir sem farið verður í.

Bjarni: Þetta er varúðarráðstöfun

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þær sóttvanraraðgerðir sem taka gildi á miðnætti annað kvöld séu varúðarráðstafanir. Hann blæs á það að einhver óánægja sé innan raða Sjálfstæðismanna með hertar aðgerðir innanlands.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum verður farið vandlega yfir þær sóttvarnatakmarkanir sem kynntar verða að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, að því gefnu að ríkisstjórnarfundur klárist í tæka tíð.

Gjör­breytt lands­lag hjá smitrakningar­teyminu

Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir teymið nú vinna í allt öðru landslagi en áður; hátt bólusetningarhlutfall hafi sitt að segja. Það sé þó mikið að gera, ljóst að veiran hafi dreift sér víða og ekki búið að ná utan um faraldurinn. Í þessari bylgju hafi einn smitaður mest sent upp undir fimmtíu í sóttkví.

Lokuðu eftir að smit greindist hjá starfs­manni

Húsgagnaversluninni Módern var lokað í dag eftir að kórónuveirusmit greindist hjá einum starfsmanni verslunarinnar. Verða allir starfsmenn fyrirtækisins sem hafa ekki verið í sumarfríi síðustu vikuna sendir í skimun vegna þessa.

Ísland enn grænt í nýju bylgjunni

Ísland er enn grænt með tilliti til kórónuveirusmita á helstu vígstöðum þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra síðustu daga í nýrri bylgju faraldursins.

Sjá næstu 50 fréttir