Dæmi um að fólk sé svipt ökuréttindum vegna notkunar ADHD lyfja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:29 Vilhjálmur segir samtökin tilbúin til að leggja þeim einstaklingum, sem sviptir eru ökuréttindum að ósekju, lið. Vísir/Kristinn Dæmi eru um að einstaklingar, sem nota lyf við ADHD, hafi verið ranglega sakaðir um fíkniefnamisnotkun og sviptir ökuréttindum. Formaður ADHD samtakanna segir fordóma ríkjandi í samfélaginu og kallar eftir fræðslu. Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.” Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Lyf við ADHD eiga það sameiginlegt að vera örvandi og amfetamínskyld en í heildina er skrifað upp á fimm gerðir lyfja við athyglisbresti með ofvirkni hér á landi. Lyfin eru almennt tekin í litlu magni en þrátt fyrir það greinist amfetamín þegar blóðsýni eru tekin og eru því dæmi um að fólk sé sektað eða svipt ökuréttindum vegna fíkniefnanotkunar. „Þetta hefur gerst. Stundum kemur eitthvað annað til en það hafa verið dæmi þar sem fólk er ranglega svipt ökuréttindum vegna þess að það er bara að taka þessi lyf eins og það á að gera,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Vilhjálmur segir lyfin, séu þau tekin samkvæmt læknisráði, ekki hafa nein áhrif á getu fólks til að stýra ökutæki. „Það er vel sjáanlegt hvort það sé um misnotkun að ræða eða ekki.” Hann segir að ekki megi gera kröfu um að einstaklingur hafi meðferðis lyfjaskírteini en að því sé jafnan framvísað á meðan rannsókn stendur yfir og/eða fyrir rétti. Það sé hins vegar tímafrekt og jafnvel kostnaðarsamt, ef fólk þarf að sækja lögfræðiaðstoð. Samtökin segjast tilbúin til að styðja við bakið á fólki sem missir ökuréttindin að ósekju. „Þetta er almannaheillamál og til þess eru samtök eins og ADHD samtökin. Við erum líka með á bak við okkur Öryrkjabandalagið og það á að leiðrétta þau mál þar sem menn hafa verið ranglega sviptir en það á líka að auka fræðsluna í samfélaginu.” Hann segir fordóma ríkjandi. „Þetta eru ekkert annað en fordómar. Vegna þess að fordómar byggja á vanþekkingu. Og ef svona mál eru að koma upp þá hlýtur það að styðja við fordóma almennt. Til dæmis þennan „ranga misskilning“ að það sé verið að lyfja mann með þessum lyfjum. Í þessu litla magni sem við tökum þá verður allt önnur virkni í heilanum og þessi taugaþroskaröskun sem þetta snýst um sem er að vanvirkni í ákveðnum heilastöðvum fer að virka eðlilega.”
Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira