Fleiri fréttir

Þrjú hundruð manna sam­komu­tak­markanir og eins metra regla frá 15. júní

Sam­komu­tak­markanir munu miðast við þrjú hundruð manns frá 15. júní næstkomandi og þá kemur eins metra regla í stað tveggja metra reglu. Reglugerðin mun gilda í tvær vikur, til 29. júní, en stefnt er að því að búið verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands um næstu mánaðamót.

Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta

Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna.

Gríðarstór vatnspyttur stækkar og stækkar og ógnar bóndabæ

Stór vatnspyttur sem myndaðist skyndilega á jörð í ríkinu Puebla í Mexíkó í maí síðastliðnum hefur stækkað og stækkað og er nú á stærð við knattspyrnuvöll. Nú er svo komið að jarðvegur undir býlinu á jörðinni er farinn að láta undan.

„Við erum komin með gott hjarðó­næmi“

„Við erum komin með gott hjarðónæmi. Það er alveg klárt. En viðerum kannski ekki komin með fullkomið hjarðónæmi í þessa yngstu aldurshópa.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun.

Kalt loft færist yfir landið með norðan­átt í dag

Kalt loft færist yfir landið með norðanátt í dag, en von er á tíu til átján metrum á sekúndu með morgninum en heldur hægari norðvestanátt um austanvert landið þar til síðdegis. Yfirleitt rigning á láglendi um norðanvert landið en styttir upp og léttir til syðra.

Segir sénsana vera að klárast hjá Katrínu

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist líta svo á að koma þurfi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá inn í þingsal til umræðu. Annars séu tækifæri hennar til að hafa áhrif í stjórnarskrármálinu upp urin.

Óttast launaskerðingu með aukinni arðvæðingu

Forseti ASÍ hefur áhyggjur af því að aukin arðvæðing í öldrunarþjónustu hér á landi leiði til kjaraskerðingar starfsfólks. Dæmi frá Norðurlöndum ættu að vera Íslendingum víti til varnaðar.

Boða niður­stöður rann­sóknar á al­var­legum auka­verkunum

Óháðir rannsóknaraðilar sem Landlæknir, sóttvarnalæknir og Lyfjastofnun fengu til þess að rannsaka fimm andlátstilfelli og fimm tilfelli mögulega alvarlega aukaverkana í kjölfar bólusetninga við kórónuveirunni hafa lokið vinnu sinni og skilað af sér niðurstöðum.

Taka hraðpróf í notkun á mánudag

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun á mánudag taka í notkun hraðpróf til að greina kórónuveiru í fólki. Hraðprófið er mun fljótvirkara og ódýrara en próf sem hafa verið notuð hingað til og er vonast til að það létti álagi á heilbrigðiskerfið sem ferðamannastraumurinn veldur.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir átökin á lokasprettinum á Alþingi fyrir kosningar þar sem tekist er á um líf einstakra mála og hótað að fara í málþóf ef sum þeirra verða ekki svæfð svefninum langa. 

Marg­falt meiri lottósala eftir stóra vinninginn

Áskriftarsala á miðum í Vikinglottó er fjórfalt meiri í dag en hún var fyrir réttri viku síðan. Þetta staðfestir Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, í samtali við Vísi.

Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð

Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist.

Aug­lýsa lang­mest allra flokka á Face­book

Flokkur fólksins er sá ís­lenski stjórn­mála­flokkur sem hefur eytt lang­mestu í aug­lýsingar hjá sam­fé­lags­miðlinum Face­book síðustu níu­tíu daga. Sam­tals hafa stjórn­mála­flokkarnir allir eytt um fimm milljónum króna í aug­lýsingar hjá Face­book á tíma­bilinu.

Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang

Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“.

Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti.

Vonast til að skila minnis­blaði fyrir helgi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að skila minnisblaði um tillögu að breytingum á sóttvarnatakmörkunum til heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Minnisblaðið snýr bæði að takmörkunum innanlands og á landamærum.

Ís­land fær fé­lags­skap í græna liðinu

Rúmenía flokkast nú sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu um stöðu faraldursins í álfunn. Ísland hefur verið flokkað grænt í nokkrar vikur og hefur verið nær eitt hingað til, auk Möltu sem var grænmerkt fyrir viku síðan.

Sjá næstu 50 fréttir