Fleiri fréttir

Lokavitni, myndband og málflutningur á lokadegi

Síðasti dagur aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Marek Moszczynski, pólskum karlmanni á sjötugsaldri, er í dag. Marek er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps. Þrír fórust í brunanum að Bræðraborgastígi 1 í fyrrasumar. Hann hefur neitað sök og hefur jafnframt verið metinn ósakhæfur.

Ræða að­lögun að lofts­lags­breytingum á árs­fundi Veður­stofunnar

Aðlögun að loftslagsbreytingum af völdum manna verður efst á baugi á ársfundi Veðurstofu Íslands sem fer fram nú í morgun. Til stendur að kynna fyrstu skrefin að því að styrkja brú á milli vísinda og samfélags í gegnum nýjan samstarfsvettvang stofnana og hagaðila undir forystu Veðurstofunnar.

Fimm látnir eftir sveðju­á­rás á dag­heimili

Fimm eru látnir eftir sveðjuárás átján ára karlmanns á dagheimili í suðurhluta Brasilíu í gær. Lögregla segir að þrjú börn, öll yngri en tveggja ára, hafi látist í árásinni, auk tveggja starfsmanna.

TF-GNA komin til landsins

TF-GNA, nýjasta björgunarþyrla þjóðarinnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Vélin var ferjuð í nokkrum áföngum frá Stafangri í Noregi með viðkomu á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Egilsstöðum áður en Gná komst loks í heimahöfn í Reykjavík.

Hægar og svalar norð­lægar áttir fram yfir helgi

Veðurspáin er eindregin fram yfir helgi að minnsta kosti. Er spáð fremur hægum en svölum norðlægum áttum, þar sem skýjað verður norðan- og austanlands og stöku skúrir eða él. Annars verður yfirleitt léttskýjað.

Umferðin jókst um þriðjung í apríl á milli ára

Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 32% í apríl miðað við apríl í fyrra. Mest jókst umferðin um Hafnarfjarðarveg eða um rúmlega 41% en minnst á Vesturlandsvegi eða um rúmlega 29%.

Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir

Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið.

Lögregla kölluð til vegna ilmvatnsfiktara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til snemma í gærkvöldi vegna manns sem var að skemma ilmvatnsumbúðir í verslun í póstnúmerinu 103. Talið var að maðurinn hefði ætlað að stela ilmvatninu en hann var kærður fyrir eignaspjöll.

Lögmaður Chauvins fer fram á ný réttarhöld

Lögmaður Dereks Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn sem var nýverið dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis, hefur farið fram á að ný réttarhöld um málið fari fram. Tvær vikur eru síðan Chauvin var sakfelldur en Eric Nelson, lögmaðurinn, segir þau hafa verið ósanngjörn.

Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall

Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun.

Trump opnar eigin miðil

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur opnað eigin fréttaveitu og nokkurs konar samfélagsmiðil, fjórum mánuðum eftir að hann var rekinn af Twitter og Facebook.

Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca

Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins.

Þórólfur segir aðgerðir á landamærum skila árangri

Heilbrigðisráðherra býst við að hægt verði að slaka töluvert á sóttvarnaaðgerðum undir lok næstu viku en ákvað í dag að framlengja gildandi sóttvarnareglur um viku. Sóttvarnalæknir segir nýjustu aðgerðir á landamærunum hafa skilað árangri.

Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“

Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Heiðmörk þar sem er mikill og illviðráðanlegur sinubruni. Tökumaður okkar hefur verið á svæðinu frá því á fimmta tímanum og við fáum að sjá alveg nýjar myndir frá svæðinu auk þess sem Heimir Már, fréttamaður okkar, verður á staðnum að lýsa aðstæðum.

Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni

Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna.

Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu.

Stærðarmunur á forsetahjónum vekur furðu

Mynd af forsetahjónum Bandaríkjanna með Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, og Rosalynn eiginkonu hans, hefur vakið mikla furðu og kátínu á samfélagsmiðlum. Á henni virðast Biden-hjónin eins og risar við hlið Carter-hjónanna en allt á það sér þó einfaldari skýringar.

Krónan ákveðin blessun í krísunni

Sérstök umræða um efnahagsmál fór fram á Alþingi í dag að beiðni Jón Steindórs Valdimarssonar, þingmanns Viðreisnar. Tekist var á um íslensku krónuna.

Norsk kona dæmd fyrir að aðild að ISIS

Dómstóll í Noregi dæmdi í dag þrítuga, norska konu í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkasamtökunum ISIS. Taldi dómari að konan hafi breytt „með vitund og vilja“.

Leggur til aldurstakmark á snjallsímaeign

Hjálmar Bogi Hafliðason, þingmaður Framsóknarflokksins, ræddi um snjallsímanotkun barna á Alþingi í dag og spurði hvort takmarka ætti snjallsímaeign barna við fimmtán ára aldur.

Sau­tján látnir eftir mót­mæli síðustu daga

Sautján manns hið minnsta eru látnir eftir mótmæli síðustu fimm daga á götum kólumbísku höfuðborginnar Bogota og í öðrum stórborgum landsins. Mótmælin hafa beinst að fyrirhuguðum breytingum stjórnvalda á skattalöggjöf landsins.

Sauðfjár- og geitabændur mega nú slátra sjálfir

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að í dag sé verið að ná ákveðnum áfanga, ganga frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum sem vilja slátra sjálfir og markaðssetja vöru sína, það kleift.

Belgískur bóndi færði landamærin að Frakklandi

Landamæri Belgíu og Frakklands sem voru mörkuð á fyrri hluta 19. aldar voru færð um rúmlega tvo metra nýlega. Belgískur bóndi sem var þreyttur á að steinn sem varðaði landamærin flæktist fyrir dráttarvélinni hans færði hann og stækkaði þannig heimaland sitt örlítið á kostnað Frakklands.

Mikilvægt að börn og ungmenni þurfi ekki að bíða eftir ADHD greiningu

Talið er að allt að sjö prósent barna og ungmenna séu með athyglisbrest með ofvirkni samkvæmt erlendum rannsóknum. Börn sem alast upp við erfiðar félagslegar aðstæður eru með erfiðari einkenni en þau sem búa við öryggi segir forseti sálfræðideildar HR. Birtingarmyndir séu ólíkar milli kynja og líklegt að stelpur fái síður greiningu.

Vill fjölga jöfnunar­þing­sætum sem Katrín segir til skoðunar

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, birti í morgun Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir að Alþingi ætli ekki að leiðrétta kosningalög og fjölga þar með jöfnunarþingsætum fyrir næstu Alþingiskosningar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka þurfi málið til skoðunar.

Hættusvæðið í kringum gosið stækkað

Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í heilbrigðisráðherra sem nú fyrir hádegið tilkynnti að reglur um samkomutakmarkanir innanlands í kórónuveirufaraldrinum verði framlengdar í eina viku, en sex greindust innanlands í dag og voru allir í sóttkví nema einn.

Sjá næstu 50 fréttir