Bílar

Umferðin jókst um þriðjung í apríl á milli ára

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Umferðin er að taka við sér, sérstaklega í samanburði við sama tíma í fyrra.
Umferðin er að taka við sér, sérstaklega í samanburði við sama tíma í fyrra. FoMed 6,5p CP:

Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 32% í apríl miðað við apríl í fyrra. Mest jókst umferðin um Hafnarfjarðarveg eða um rúmlega 41% en minnst á Vesturlandsvegi eða um rúmlega 29%.

Aukningin skýrist af stöðu kórónaveirufaraldursins. Frá áramótum hefur umferðin aukist um rúmlega tíu prósent miðað við sama tíma í fyrra. Hún er þó einungis fjórum prósentum minni en á sama tíma árið 2019, þegar talsvert meira var um ferðamenn.

Summa meðalumferðar á dag fyrir öll lykilmælisniðin þrjú í apríl.

Í síðasta mánuði jókst umferðin í öllum vikudögum miðað við apríl í fyrra. Mesta aukningin var á sunnudögum eða um rúmlega 48%, en minnst á fimmtudögum eða um rúmlega 24%. Mest var ekið á þriðjudögum en minnst á sunnudögum, þrátt fyrir aukninguna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.