Fleiri fréttir

Laga bílaplanið og gönguleiðina inn í Geldingadali

Gönguleiðin inn í Geldingadali liggur undir miklum skemmdum sökum ágangs. Jarðvegsvinna á svæðinu er hafin en gönguleiðin er orðin að drullusvaði á löngum kafla. Þá er einnig unnið að úrbótum á bílastæðinu.

Stefna að sam­fé­lagi án sígarettna

Nýja-Sjáland hyggst útrýma tóbaksreykingum í landinu fyrir árið 2025. Aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins segir brýnt að vernda komandi kynslóðir fyrir þeim hættum sem fylgja tóbaksreykingum, enda deyi hátt í fimm þúsund Nýsjálendingar ár hvert af völdum tóbaks.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá hörðum viðbrögðum kínverskra stjórnvalda vegna þátttöku Íslands í refsiaðgerðum Evrópuríkja gegn tilteknum einstaklingum í Kína vegna meðferðar á minnihluta Úíúra þar í landi.

Helen McCrory látin

Breska leikkonan Helen McCrory er látin 52 ára að aldri. Frá þessu greindi eiginmaður hennar Damian Lewis á Twitter-síðu sinni í dag. McCrory lést eftir baráttu við krabbamein.

Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína

Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun.

Hraun rennur úr Geldingadölum í Meradali

Hraun rennur nú úr Geldingadölum, þar sem eldgosið á Fagradalsfjalli hófst þann 19. mars, til austurs inn í Meradali. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands.

Veiktist alvarlega á Grundartanga og dæmdar bætur níu árum síðar

Fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga hafa verið dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Starfsmaðurinn veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti. Sjóvá þarf að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur.

Úran í Íran: Segjast geta auðgað úran að vild

Vísindamenn í Íran byrjuðu í dag að auðga úran í 60 prósent hreinleika, sem er hærra en gert hefur verið áður þar í landi. Með því er hreinleiki þess úrans orðinn nálægt því sem til þarf í kjarnorkuvopn.

Bóluefnið sem er aðeins gefið fólki utan áhættuhópa

Fimm af hverjum milljón Bretum sem bólusettir hafa verið með bóluefni AstraZeneca eiga á hættu að fá alvarlega blóðtappa. Hlutfallið er einn af hverjum fjörutíu þúsund í Danmörku og Noregi. Sóttvarnalæknir segir aðeins einstaklingum utan áhættuhópa boðið bóluefnið sem veiti góða vörn gegn Covid-19.

Egede kynnir ríkis­stjórn sína síð­degis

Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit (IA), mun kynna nýjan stjórnarsáttmála og ráðherra í ríkisstjórn sinni á fundi í menningarmiðstöðinni Katuaq í Nuuk síðar í dag.

Mannleg og kerfisleg mistök í máli konunnar

Embætti landlæknis hefur komist að þeirri niðurstöðu að bæði mannleg og kerfisleg mistök hafi verið gerð í máli konu sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein eftir skimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Árás á Freyju árás á alla fatlaða foreldra

Úrskurður Barnaverndarstofu um að Freyja Haraldsdóttir sé hæf til að taka að sér fósturbarn, hefur vakið umræðu sem er í mörgum tilvikum fordómafull, að mati Ingu Bjarkar fötlunaraktívista. Hún segir nauðsynlegt að fólk hætti að ákveða fyrir fólk með fötlun hvað það er fært um og hvað ekki.

Segir miður að fólk með einkenni skuli ekki drífa sig strax í sýnatöku

Fjórir greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir að enn sé fólk að greinast sem hefur verið með einkenni úti í samfélaginu áður en það fer sig í sýnatöku. Fleiri gætu því greinst á næstu dögum utan sóttkvíar.

Hádegisfréttir í beinni útsendingu

Fjórir greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir að enn sé fólk að greinast sem hefur verið með einkenni úti í samfélaginu áður en það fer sig í sýnatöku.

Hollusta við Trump borgar sig

Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps.

Merkel vill herða aðgerðir gegn Covid-19

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur kallað eftir því að þingmenn samþykki að veita henni heimildir til að beita ströngum sóttvarnaraðgerðum á svæðum landsins þar sem dreifing nýju kórónuveirunnar er mikil. Hún segir það nauðsynlegt og að meirihluti Þjóðverja styðji hertar aðgerðir.

Þrír látnir af völdum salmonellu í Dan­mörku

Þrír eru látnir eftir að hafa smitast af salmonellu í Danmörku á síðustu dögum. Nítján hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar og þá hafa 33 hið minnsta veikst.

Hafa gefið út „opnunartíma“ fyrir gosstöðvarnar um helgina

Sama fyrirkomulag verður við gosstöðvarnar í dag og um helgina og verið hefur undanfarna daga. Gossvæðið verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 á hádegi og fram til miðnættis en svæðinu lokað kl. 21 og rýmt kl. 23.

Ber­línar­búar mót­mæltu ó­gildingu á þaki á leigu­verði

Þúsundir Berlínarbúa mótmæltu á götum úti í gær niðurstöðu stjórnlagadómstóls Þýskalands að ákvörðun yfirvalda í höfuðborginni að setja þak á leiguverð standist ekki stjórnarskrá. Leigjendur óttast að niðurstaðan muni leiða til skyndilegrar hækkunar á leiguverði.

Víða sunnan­átt með skúrum á landinu

Veðurstofan reiknar með sunnan og suðaustan tíu til átján metrum á sekúndu og rigningu eða súld fyrri part dags. Bjart verður að mestu norðaustantil á landinu. Hiti á landinu verður fimm til fjórtán stig, þar sem hlýjast verður á Norður- og Austurlandi.

Átta sagðir látnir í skotárás í Indianapolis

Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum og margir særðir. Vitni segjast hafa heyrt skothvelli á starfsstöðvum FedEx og einn segist hafa séð mann hleypa af sjálfvirku skotvopni.

Skóli braut per­sónu­verndar­lög við með­ferð ein­eltis­máls

Grunn­skóli braut gegn per­sónu­verndar­lögum þegar hann miðlaði við­kvæmum per­sónu­upp­lýsingum um nemanda til ráð­gjafa­fyrir­tækis eftir að á­kvörðun var tekin um að fyrir­tækið kæmi ekki lengur að málinu. Þetta er niður­staða Per­sónu­verndar.

Katti Frederik­sen hlýtur Vig­dísar­verð­launin 2021

Grænlenska málvísindakonan, ljóðskáldið og baráttukonan Katti Frederiksen, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands, hlaut í dag alþjóðleg menningarverðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Dæmdur fyrir að hafa „laumast til kyn­maka“

Ungur karlmaður í Árósum í Danmörku var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun en dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa „laumast til kynmaka“ með jafnöldru sinni í sumarhúsi í Odder í janúar á þessu ári. Var talið að maðurinn hafði ekki haft ásetning til nauðgunar þegar brotið var framið.

Danir taka upp Covid-vegabréf í síma

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til áframhaldandi notkunar á AstraZeneca bóluefninu sem Danir hafa ákveðið að hætta að nota. Þeir hafa tekið í notkun rafrænt Covid-vegabréf í símum fyrir aðgang að ýmis konar þjónustu.

Vilja rann­saka leka nektar­myndar af þing­manni

Þingmenn á kanadíska þinginu hafa kallað eftir rannsókn á því hvernig mynd af lokuðum fundi fór í dreifingu. Umrædd mynd sýnir þingmanninn Will Amos nakinn, þar sem hann gleymdi að slökkva á vefmyndavél sinni þegar hann skipti um föt á meðan fundi stóð.

Raf­hlaupa­hjól dró tíu ára barn í veg fyrir bíl

Lítið mátti út af bregða þegar tíu ára gamalt barn missti stjórn á rafhlaupahjóli á Akureyri með þeim afleiðingum að það dró barnið út á akbraut. Hársbreidd munaði að bifreið yrði ekið á barnið en 50 kílómetra hámarkshraði var í umræddri götu. 

Lækningaleyfi veitt að loknu sex ára námi

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerðarbreytingu sem kveður á um að læknaleyfi verði veitt að loknu sex ára læknanámi við Háskóla Íslands. Starfsnám sem hefur farið fram á kandídatsári, og verið hluti af grunnnámi lækna hingað til, verður nú hluti af sérnámi.

Sjá næstu 50 fréttir