Fleiri fréttir Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Að óbreyttu verður opið fyrir umferð að gossvæðinu til klukkan 21 í kvöld. Rætt er við náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum. 10.4.2021 11:40 Í gæsluvarðhald grunaður um umfangsmikla kannabisræktun Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag. 10.4.2021 11:22 Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10.4.2021 10:59 Einn greindist í gær og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 10.4.2021 10:43 Klúður í Tyrklandsheimsókn rænir forseta leiðtogaráðsins svefni Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist missa svefn vegna þess að hann lét hjá líða að mótmæla því að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fengi ekki sæti með þeim Recep Erdogan, forseta Tyrklands, í heimsókn þeirra í vikunni. 10.4.2021 10:31 Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. 10.4.2021 10:10 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10.4.2021 10:02 Eldur í bílum barst næstum því í nærliggjandi hús Tveir slökkvibílar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fóru í útkall í nótt þar sem logaði í fjórum bifreiðum utandyra í iðnaðarhverfi á Esjumelum. 10.4.2021 09:25 Eðlisfræðingar spenntir yfir niðurstöðum sem storka staðallíkani Niðurstöður úr tveimur ólíkum tilraunum með svonefndar mýeindir eru sagðar gefa vísbendingar um mögulegt frávik frá staðallíkani öreindafræðinnar og hugsanlegt nýtt náttúruafl. Íslenskur eðlisfræðingur segir niðurstöðurnar spennandi en að of snemmt sé að tala um nýja og áður óþekkta víxlverkun. 10.4.2021 09:00 Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10.4.2021 08:57 Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10.4.2021 08:08 Þórólfur sýnir fordæmi og þiggur ekki bólusetningu sem læknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ákvað að þiggja ekki boð í bólusetningu sem hann fékk sem heilbrigðisstarfsmaður á dögunum. „Ég er ekki að vinna með sjúklinga, þannig að ég bíð,“ segir Þórólfur. 10.4.2021 08:00 Enn ein sprungan opnaðist í nótt Sérfræðingar Veðurstofu Íslands telja líklegt að enn ein gossprungan hafi opnast á Reykjanesi í nótt. Talið er að nýjasta sprungan liggi miðja vegu milli gosstöðvanna sem opnuðust á hádegi á öðrum degi páska og sprungu sem opnaðist aðfaranótt miðvikudags. 10.4.2021 07:13 Rannsaka árás á hótelstarfsmann í Reykjavik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú árás á hótelstarfsmann í Reykjavík í gærkvöldi. Meintur árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en hún er sögð hafa upplýsingar um hann. 10.4.2021 07:06 Nissan Leaf - Ekki ætlað að vera sportbíll Nissan Leaf var einn af fyrstu fjöldaframleiddu rafbílunum. Framleiðsla fyrstu kynslóðar hófst árið 2010. Árið 2017 hófst svo framleiðsla annarrar kynslóðar af Nissan Leaf. Blaðamaður reynsluók bíl af þeirri kynslóð nýlega. 10.4.2021 07:00 Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9.4.2021 23:22 „Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9.4.2021 21:42 Koma mjaldursins afar óvenjuleg Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð. 9.4.2021 21:33 Nýjar sprungur gætu opnast án fyrirvara Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 9.4.2021 21:12 Þak í eigu bæjarins skapar mikinn vanda fyrir íbúa á Eiðistorgi Íbúi á Eiðistorgi hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaks yfir torginu í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bærinn segist ekki hafa fengið ósk um kostnaðarþátttöku en húsfélag krafðist þess að bærinn færi í framkvæmdir á þakinu árið 2019. 9.4.2021 21:00 Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. 9.4.2021 20:30 Drottningarmaður í tæp sjötíu ár Filippus Bretaprins lést í morgun, 99 ára að aldri. Margir syrgja prinsinn, sem var giftur Elísabetu drottningu í 73 ár. 9.4.2021 20:00 Meintur mannræningi var búsettur á Íslandi Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi vegna mannrána- og líkamsárása í Björgvin í Noregi var búsettur hér á landi. Bróðir hans og annar maður hlutu fangelsisdóma vegna brotanna. 9.4.2021 20:00 Malta borgar ferðamönnum til að koma í sumar Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins. 9.4.2021 19:26 „Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9.4.2021 18:43 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra segir skoðað þegar nær dregur mánaðamótum hvort umdeilt litakóðunarkerfi verði tekið upp á landamærunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum líka í dómsmálaráðherra sem vill slaka á sóttvarnaaðgerðum innanlands. 9.4.2021 18:21 Flugvél Emirates þurfti að losa sig við eldsneyti fyrir lendingu í Keflavík Boeing 777 flugvél flugfélagsins Emirates, sem var á leið frá Dubai til Toronto í Kanada, þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis. Vélin þurfti að losa sig við eldsneyti til að létta vélina svo að hún fengi að lenda á flugvellinum og gerði það yfir Hafnarfirði. 9.4.2021 18:08 Stærsti bólusetningardagurinn til þessa Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19. 9.4.2021 17:54 „Pabbi, við ætlum ekki að stoppa því mamma stoppaði aldrei“ Hinn 42 ára gamli Shreeraj Laturia, sem missti eiginkonu sína og ungbarn í bílslysi við Núpsvötn, segir að langhlaup hafi hjálpað honum mikið við að vinna úr sorginni sem fylgdi þessum mikla missi. 9.4.2021 17:41 Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 9.4.2021 16:55 Fullyrðingar um aðför að sóttvörnum óvarlegar Stjórn Dómarafélags Íslands segir að ummæli sem komið hafa fram um Héraðsdóm Reykjavíkur séu sum til þess fallin að grafa undan stoðum réttarríkisins. Er því meðal annars beint að Læknafélagi Íslands, en einnig hafa ráðherra og sóttvarnalækni talað um vonbrigði með dóm dómstóla. 9.4.2021 16:03 Styrkur til að nýta jarðvarma til kælingar á eplum Í fjallahéraðinu Kinnaur í norðurhluta Indlands er að finna lághita jarðvarma sem rannsaka á hvort nýta megi sem orkugjafa. 9.4.2021 16:00 Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi um páskana hefur samþykkt að vera framseldur til Noregs. Maðurinn er grunaður um aðild að alræmdu mannráns- og líkamsárásmáli í Noregi fyrir sex árum. 9.4.2021 15:38 Náði myndbandi af mjaldri í Reykjavíkurhöfn Mjaldur sást að leik í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Myndband af mjaldrinum í höfninni má nálgast neðar í fréttinni en sérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum. 9.4.2021 15:22 Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. 9.4.2021 15:00 Norðmenn breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki á smitkorti sínu fyrir Evrópu. Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi þurfa því nú að fara í tíu daga sóttkví. Smituðum hefur fjölgað hér á landi síðustu daga sem skýrir ákvörðun norskra stjórnvalda. 9.4.2021 14:34 Krefjast ekki lengur varðhalds vegna mannsláts í Kópavogi Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 7. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í Kópavogi á föstudaginn langa. 9.4.2021 14:19 Standa í því að innheimta laun leikskólastarfsmanna Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins að því er kemur fram í fyrstu ársfjórðungsskýrslu Kjaramálasviðs fyrir yfirstandandi ár. 9.4.2021 14:01 Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9.4.2021 14:01 Grófu glataða gullaldarborg upp úr sandinum í Egyptalandi Fornleifafræðingar í Egyptalandi tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið þrjú þúsunda ára gamla borg sem hefur legið grafið undir sandi. Fundurinn er sagður einn sá stærsti frá því að gröf Tútankamons faraós fannst á fyrri hluta 20. aldar. 9.4.2021 14:00 Rada Miasta przygotowała wytyczne dla pracowników basenów w sprawie osób transpłciowych „Obawy” ludzi co do samej obecności osób transpłciowych w przestrzeni publicznej są oparte na dezinformacji i taktykach zastraszania. 9.4.2021 13:09 Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9.4.2021 12:54 Ekki hægt að bjóða upp á útivist strax án þess að ógna öryggi gesta Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, óttast að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu foknar út í veður og vind með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra birti síðdegis í gær. Hann býst við umtalsvert fleiri gestum vegna strangari skilyrða fyrir heimasóttkví. 9.4.2021 12:52 Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 9.4.2021 12:42 Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9.4.2021 12:42 Sjá næstu 50 fréttir
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Að óbreyttu verður opið fyrir umferð að gossvæðinu til klukkan 21 í kvöld. Rætt er við náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum. 10.4.2021 11:40
Í gæsluvarðhald grunaður um umfangsmikla kannabisræktun Karlmaður á þrítugsaldri var í gær úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla kom upp um umfangsmikla þurrkun kannabisefna í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á fimmtudag. 10.4.2021 11:22
Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. 10.4.2021 10:59
Einn greindist í gær og var í sóttkví Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. 10.4.2021 10:43
Klúður í Tyrklandsheimsókn rænir forseta leiðtogaráðsins svefni Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist missa svefn vegna þess að hann lét hjá líða að mótmæla því að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fengi ekki sæti með þeim Recep Erdogan, forseta Tyrklands, í heimsókn þeirra í vikunni. 10.4.2021 10:31
Hraun frá fjórðu sprungunni virðist renna í Geldingadali Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. 10.4.2021 10:10
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10.4.2021 10:02
Eldur í bílum barst næstum því í nærliggjandi hús Tveir slökkvibílar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fóru í útkall í nótt þar sem logaði í fjórum bifreiðum utandyra í iðnaðarhverfi á Esjumelum. 10.4.2021 09:25
Eðlisfræðingar spenntir yfir niðurstöðum sem storka staðallíkani Niðurstöður úr tveimur ólíkum tilraunum með svonefndar mýeindir eru sagðar gefa vísbendingar um mögulegt frávik frá staðallíkani öreindafræðinnar og hugsanlegt nýtt náttúruafl. Íslenskur eðlisfræðingur segir niðurstöðurnar spennandi en að of snemmt sé að tala um nýja og áður óþekkta víxlverkun. 10.4.2021 09:00
Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. 10.4.2021 08:57
Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10.4.2021 08:08
Þórólfur sýnir fordæmi og þiggur ekki bólusetningu sem læknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ákvað að þiggja ekki boð í bólusetningu sem hann fékk sem heilbrigðisstarfsmaður á dögunum. „Ég er ekki að vinna með sjúklinga, þannig að ég bíð,“ segir Þórólfur. 10.4.2021 08:00
Enn ein sprungan opnaðist í nótt Sérfræðingar Veðurstofu Íslands telja líklegt að enn ein gossprungan hafi opnast á Reykjanesi í nótt. Talið er að nýjasta sprungan liggi miðja vegu milli gosstöðvanna sem opnuðust á hádegi á öðrum degi páska og sprungu sem opnaðist aðfaranótt miðvikudags. 10.4.2021 07:13
Rannsaka árás á hótelstarfsmann í Reykjavik Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú árás á hótelstarfsmann í Reykjavík í gærkvöldi. Meintur árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en hún er sögð hafa upplýsingar um hann. 10.4.2021 07:06
Nissan Leaf - Ekki ætlað að vera sportbíll Nissan Leaf var einn af fyrstu fjöldaframleiddu rafbílunum. Framleiðsla fyrstu kynslóðar hófst árið 2010. Árið 2017 hófst svo framleiðsla annarrar kynslóðar af Nissan Leaf. Blaðamaður reynsluók bíl af þeirri kynslóð nýlega. 10.4.2021 07:00
Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. 9.4.2021 23:22
„Aðgerðir lögreglumannanna leiddu til dauða Floyds“ Aðgerðir lögreglu voru það sem leiddu George Floyd til dauða. Þetta sagði réttarmeinafræðingur í vitnastúku í réttarhöldunum gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin í dag. 9.4.2021 21:42
Koma mjaldursins afar óvenjuleg Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð. 9.4.2021 21:33
Nýjar sprungur gætu opnast án fyrirvara Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 9.4.2021 21:12
Þak í eigu bæjarins skapar mikinn vanda fyrir íbúa á Eiðistorgi Íbúi á Eiðistorgi hefur ekki getað lagfært húsnæði sitt vegna glerþaks yfir torginu í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bærinn segist ekki hafa fengið ósk um kostnaðarþátttöku en húsfélag krafðist þess að bærinn færi í framkvæmdir á þakinu árið 2019. 9.4.2021 21:00
Hraunflæði aukist og enginn endir í augsýn Hraunrennsli í eldgosinu á Reykjanesskaga hefur aukist töluvert undanfarna sólarhringa en venjulega dregur úr hraunflæði með tímanum. 9.4.2021 20:30
Drottningarmaður í tæp sjötíu ár Filippus Bretaprins lést í morgun, 99 ára að aldri. Margir syrgja prinsinn, sem var giftur Elísabetu drottningu í 73 ár. 9.4.2021 20:00
Meintur mannræningi var búsettur á Íslandi Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi vegna mannrána- og líkamsárása í Björgvin í Noregi var búsettur hér á landi. Bróðir hans og annar maður hlutu fangelsisdóma vegna brotanna. 9.4.2021 20:00
Malta borgar ferðamönnum til að koma í sumar Yfirvöld í Möltu stefnir á að greiða erlendum ferðamönnum, sem halda til á eyjunni í meira en þrjá daga í sumar, allt að 200 evrur, sem eru um 30 þúsund íslenskar krónur. Þau segja aðgerðirnar til þess gerðar að koma ferðaþjónustu eyjunnar á réttan kjöl en atvinnugreinin hefur tekið dýfu niður á við vegna kórónuveirufaraldursins. 9.4.2021 19:26
„Mjög erfitt að tryggja fólki útivist ef sóttvarnir eiga að halda“ Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands hafa lýst yfir áhyggjum af reglugerð heilbrigðisráðherra og hafa gefið sér tvo sólarhringa til þess að uppfylla hana - án þess að skerða sóttvarnir. Þau hafa nú skilað af sér áliti til sóttvarnalæknis 9.4.2021 18:43
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Heilbrigðisráðherra segir skoðað þegar nær dregur mánaðamótum hvort umdeilt litakóðunarkerfi verði tekið upp á landamærunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum líka í dómsmálaráðherra sem vill slaka á sóttvarnaaðgerðum innanlands. 9.4.2021 18:21
Flugvél Emirates þurfti að losa sig við eldsneyti fyrir lendingu í Keflavík Boeing 777 flugvél flugfélagsins Emirates, sem var á leið frá Dubai til Toronto í Kanada, þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis. Vélin þurfti að losa sig við eldsneyti til að létta vélina svo að hún fengi að lenda á flugvellinum og gerði það yfir Hafnarfirði. 9.4.2021 18:08
Stærsti bólusetningardagurinn til þessa Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19. 9.4.2021 17:54
„Pabbi, við ætlum ekki að stoppa því mamma stoppaði aldrei“ Hinn 42 ára gamli Shreeraj Laturia, sem missti eiginkonu sína og ungbarn í bílslysi við Núpsvötn, segir að langhlaup hafi hjálpað honum mikið við að vinna úr sorginni sem fylgdi þessum mikla missi. 9.4.2021 17:41
Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. 9.4.2021 16:55
Fullyrðingar um aðför að sóttvörnum óvarlegar Stjórn Dómarafélags Íslands segir að ummæli sem komið hafa fram um Héraðsdóm Reykjavíkur séu sum til þess fallin að grafa undan stoðum réttarríkisins. Er því meðal annars beint að Læknafélagi Íslands, en einnig hafa ráðherra og sóttvarnalækni talað um vonbrigði með dóm dómstóla. 9.4.2021 16:03
Styrkur til að nýta jarðvarma til kælingar á eplum Í fjallahéraðinu Kinnaur í norðurhluta Indlands er að finna lághita jarðvarma sem rannsaka á hvort nýta megi sem orkugjafa. 9.4.2021 16:00
Meintur mannræningi handtekinn á Íslandi Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi um páskana hefur samþykkt að vera framseldur til Noregs. Maðurinn er grunaður um aðild að alræmdu mannráns- og líkamsárásmáli í Noregi fyrir sex árum. 9.4.2021 15:38
Náði myndbandi af mjaldri í Reykjavíkurhöfn Mjaldur sást að leik í Reykjavíkurhöfn um hádegisbil í dag. Myndband af mjaldrinum í höfninni má nálgast neðar í fréttinni en sérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum. 9.4.2021 15:22
Sprengigos hafið á eyjunni Sankti Vinsent Sprengigos er hafið í eldfjallinu La Soufrière á eyjunni Sankti Vinsent í Karíbahafi. Mikið öskufall er á nærliggjandi svæði en ekki hafa borist tilkynningar um manntjón. 9.4.2021 15:00
Norðmenn breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki á smitkorti sínu fyrir Evrópu. Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi þurfa því nú að fara í tíu daga sóttkví. Smituðum hefur fjölgað hér á landi síðustu daga sem skýrir ákvörðun norskra stjórnvalda. 9.4.2021 14:34
Krefjast ekki lengur varðhalds vegna mannsláts í Kópavogi Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 7. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í Kópavogi á föstudaginn langa. 9.4.2021 14:19
Standa í því að innheimta laun leikskólastarfsmanna Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna fyrir hönd 103 Eflingarfélaga vegna vangreiddra launa á fyrstu þremur mánuðum ársins að því er kemur fram í fyrstu ársfjórðungsskýrslu Kjaramálasviðs fyrir yfirstandandi ár. 9.4.2021 14:01
Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 9.4.2021 14:01
Grófu glataða gullaldarborg upp úr sandinum í Egyptalandi Fornleifafræðingar í Egyptalandi tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið þrjú þúsunda ára gamla borg sem hefur legið grafið undir sandi. Fundurinn er sagður einn sá stærsti frá því að gröf Tútankamons faraós fannst á fyrri hluta 20. aldar. 9.4.2021 14:00
Rada Miasta przygotowała wytyczne dla pracowników basenów w sprawie osób transpłciowych „Obawy” ludzi co do samej obecności osób transpłciowych w przestrzeni publicznej są oparte na dezinformacji i taktykach zastraszania. 9.4.2021 13:09
Hefðu ekki átt að setja upp tjald þar sem ný sprunga myndaðist Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að eftir á að hyggja hafi ekki verið gott að staðsetja björgunarsveitartjald þar sem líkur voru á að ný sprunga ætti eftir að myndast. 9.4.2021 12:54
Ekki hægt að bjóða upp á útivist strax án þess að ógna öryggi gesta Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, óttast að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu foknar út í veður og vind með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra birti síðdegis í gær. Hann býst við umtalsvert fleiri gestum vegna strangari skilyrða fyrir heimasóttkví. 9.4.2021 12:52
Þórólfur ekki eins bjartsýnn og Áslaug Grunnskólanemi á höfuðborgarsvæðinu var einn þeirra þriggja sem greindust með kórónuveiruna á Íslandi í gær. Nemandinn var utan sóttkvíar, en smitaðist ekki í skólanum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 9.4.2021 12:42
Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9.4.2021 12:42