Fleiri fréttir

Grímur tekur aftur við miðlægri rannsóknardeild lögreglu

Grímur Grímsson, sem undanfarin þrjú ár hefur starfað sem tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol, tekur við sem yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu í apríl. Grímur staðfestir þetta við Mbl.is í dag.

Óttast að stjórnarskrárkreppa leiði til frekara ofbeldis

Mikil skothríð hefur heyrst í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, í morgun og hefur komið til átaka milli öryggissveita og mótmælenda sem vilja kosningar. Vitni segja sveitir sem stóðu vörð um leiðtoga stjórnarandstöðunnar hafa skipst á skotum við öryggissveitir þegar kröfuganga fór fram.

Dómar í Bitcoin-málinu mildaðir allir sem einn

Landsréttur mildaði í dag dóma yfir fimm mönnum sem sakfelldir voru í svokölluðu Bitcoin-máli í héraðsdómi. Sindri Þór Stefánsson, sem saksóknari taldi höfuðpaur í málinu, var dæmdur í 3,5 árs fangelsi í dag en hafði hlotið 4,5 árs fangelsi í héraði. Refsing hinna fjögurra var stytt um meira en helming.

Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar

Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár.

Sakaður um að brjóta á konu sem var undir áhrifum svefnlyfja

Karlmaður nokkur sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir húsbrot og nauðgun með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 20. apríl 2018 ruðst í heimildarleysi inn í íbúð konu í Reykjavík og haft við hana önnur kynferðismök en samræði án hennar samþykkis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum.

Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær.

Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar

Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur.

„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“

Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum.

Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar

Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu.

List­haug sækist eftir að leiða Fram­fara­flokkinn

Sylvi Listhaug, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála Noregs, hefur sagst reiðubúin að taka við formennsku í Framfaraflokknum, treysti flokksmenn henni til þess. Siv Jensen tilkynnti um afsögn sína sem formaður í gær og að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum næsta haust.

85 prósent landsmanna töldu Skaupið gott

Áramótaskaupið 2020 var það besta sem sést hefur yfir síðasta áratug að mati landsmanna en 85 prósent þátttakenda í könnun MMR sögðu að þeim hafi þótt Áramótaskaupið mjög gott eða gott. Töldu 64 prósent svarenda Skaupið 2020 hafa verið mjög gott, 21 prósent sögðu það frekar gott, níu prósent bæði og, þrjú prósent frekar slakt og þrjú prósent mjög slakt.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þá staðrreynd að Fiskistofa hefur staðið fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en allt árið í fyrra.

Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax

Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur.

„Ég ætla ekki að svara þessari spurningu aftur“

Breska tónlistarkonan FKA Twigs segir að ekki eigi að spyrja þolendur heimilisofbeldis að því hvers vegna þeir hættu ekki fyrr í sambandi með ofbeldismanninum. Frekar eigi að spyrja þann sem beiti ofbeldi hvers vegna hann haldi manneskju í gíslingu með ofbeldi.

Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð

Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent.

Lægð nálgast landið

Lægð nálgast nú landið úr suðri og fylgir henni vaxandi norðaustanátt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu eftir hádegi. Skýjað með köflum en þurrt að kalla að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Næsta kynslóð bílastæðakerfa í borginni

Nýjasta kynslóð bílastæðakerfa er á leið í öll sjö bílastæðahús Reykjavíkurborgar. Bílastæðakerfin eru þegar komin upp og hafa verið gerð virk í Kolaporti, Vitatorgi og Stjörnuporti og uppsetning á kerfunum stendur yfir í Traðarkoti og Vesturgötu.

Mis­jafnt hvort at­vinnu­lausir og ör­yrkjar greiði lægri leik­skóla­gjöld

Akureyri og Garðabær eru einu sveitarfélögin sem bjóða upp á lægri leikskólagjöld fyrir atvinnulausa af þeim fimmtán sveitarfélögum sem úttekt verðlagseftirlits ASÍ náði til. Ekkert þeirra sveitarfélaga er með lægri skóladagvistunargjöld fyrir atvinnulausa en í Hafnarfirði og Mosfellsbæ eru afslættir af leikskólagjöldum reiknaðir út frá tekjuviðmiðum og geta atvinnulausir fallið undir þau viðmið.

Per­serverance lent á Mars

Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni.

Fleiri flug­vélar lentu á Akur­eyri en á Kefla­víkur­flug­velli

Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. 

Sætir gagn­rýni fyrir frí á meðan vetrar­stormar ganga yfir ríkið

Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna.

Sauðfjárbóndi skammar sauðfjárbændur

„Sauðfjárbændur hafa gloprað niður allri sinni markaðssetningu með kjötið sitt og eru því í þeirri stöðu sem þeir eru í dag“ segir sauðfjárbóndi á Suðurlandi. Svínakjöt selst nú í fyrsta skipti betur en lambakjöt.

Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni

Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir.

Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður

Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið.

Sjá næstu 50 fréttir