Fleiri fréttir

Þórhallur miðill í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

Þórhallur Guðmundsson, betur þekktur sem Þórhallur miðill, hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti þar með dóm Landsréttar frá því í júní í fyrra. Þórhallur var dæmdur fyrir að hafa brotið kynferðislega á ungum karlmanni sem kom til hans í heilunarmeðferð fyrir tíu árum.

Jensen stígur til hliðar

Siv Jensen ætlar að hætta sem formaður norska Framfaraflokksins. Þetta sagði hún á blaðamannafundi í þinghúsinu rétt í þessu.

Dæmdur fyrir að hósta á lög­reglu og hrópa „kóróna“

Hæstiréttur í Danmörku hefur dæmt tvítugan karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa hóstað á tvo lögreglumenn og hrópað „kóróna“. Maðurinn er dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni, en sömuleiðis fyrir að hafa flúið frá lögreglustöð.

Atvinnuleysi á Íslandi það mesta á Norðurlöndunum

Hér á landi mælist atvinnuleysi mest í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar. Atvinnuleysi á Íslandi mældist 11,6% í janúar. Þetta er í fyrsta skipið sem Ísland ber þennan titil í atvinnumálum sé miðað við síðustu áratugi.

Veitu­skurði og varnar­kanti komið fyrir eftir sam­tal við íbúa

Undirbúningur er hafinn við að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin í Botnahlíð á Seyðisfirði, eftir samtal fulltrúa almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi við íbúa. Verða þau í líkingu við þær varnir sem þar hefur þegar verið komið fyrir.

Ætla að lenda á Mars í kvöld

Þrautseigja, nýjasti Mars-jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, á að lenda á Mars stuttu fyrir klukkan níu í kvöld. Hálft ár er frá því jeppanum var skotið á loft.

Umræða um hálendisþjóðgarð þarfnist lengri tíma

Umræða um stofnun hálendisþjóðgarðs þarfnast lengri tíma að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri,“ sagði Þórdís aðspurð um stöðu málsins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Ljósmæður fengu fyrstu köku ársins

Ljósmæður og starfsfólk fæðingarþjónustu Landspítala tóku á móti fyrstu Köku ársins 2021. Landssamband bakarameistara efndi venju samkvæmt til árlegrar keppni um Köku ársins.

John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af

Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar.

Dregur úr fylgi Sjálf­stæðis­flokksins

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,2 prósent í nýrri könnun MMR, rúmlega tveimur prósentustigum lægra en í síðustu könnun sem framkvæmd var í janúar 2021.

Til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli

Reykjavíkurborg er með til skoðunar að opna neyslurými í gistiskýli borgarinnar. Formaður velferðaráðs telur mikilvægt að hafa þjónustuna miðsvæðis og nærri fíkniefnaneytendum.

Konu sleppt úr haldi í gær

Þrír voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald seint í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á morði í Rauðagerði um helgina. Alls eru nú sjö í haldi lögreglu vegna málsins. Kona var handtekin í tengslum við rannsóknina en sleppt úr haldi lögreglu í gær.

Tillögur að tilslökunum um eða eftir helgi

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mun skila Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, tillögum að tilslökunum innanlands um helgina eða fljótlega eftir helgi.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um þórun kórónuveirufaraldursins hér á landi en sjötta daginn í röð greindis enginn smitaður af veirunni innanlands.

Enginn greindist innan­lands sjötta daginn í röð

Sjötta daginn í röð greindist enginn með korónuveiruna innanlands í gær. Tveir greindust með veiruna á landamærum, þar sem annar reyndist vera með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælingar beðið í tilvikum hins.

Svona var 163. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Þar munu Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi.

„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans

Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð.

Handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal

Karlmaður var handtekinn tvo daga í röð á Bíldudal nú í vikunni, annars vegar vegna gruns um að vera valdur að líkamsárás og hins vegar vegna gruns um að hafa ógnað tveimur einstaklingum með hníf.

Marg­faldur Ólympíu­fari tekur við em­bættinu af Mori

Seiko Hashimoto, japanskur ráðherra málefna Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur verið skipuð í embætti forseta undirbúningsnefndar leikanna í kjölfar afsagnar Yoshiro Mori vegna ummæla sinna um að konur tali of mikið.

Facebook lokar á fréttir í Ástralíu

Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn.

Fékk ekki að milli­lenda þrátt fyrir „gull­tryggingu með tveimur mót­efna­mælingum“

Ísold Guðlaugsdóttir er búsett í Svíþjóð. Hún var búin að vera á Íslandi í um tvo mánuði en var snemma í gærmorgun mætt á Keflavíkurflugvöll þar sem hún átti flugmiða heim til Stokkhólms með millilendingu í Kaupmannahöfn. Hún fékk aftur á móti ekki að fara um borð í vélina til Kaupmannahafnar þar sem hvorugt skjalið sem hún var með í höndunum um að hún væri með mótefni gegn covid-19 var tekið gilt. Annað reyndist of gamalt og hitt of nýtt.

Kemur til greina að neyslurými verði færanleg

Heilbrigðisráðherra staðfesti í gær reglugerð þar sem rekstur á neyslurýmum er útfærður nánar. Næstu skref liggja þó ekki alveg skýrt fyrir. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis á vegum Rauða krossins, fagnar skrefinu. Hún bendir á að að dauðsföll af völdum ópíóða og annarra vímuefna, bæði í fyrra og við upphaf þessa árs, séu alvarlegur vitnisburður um mikilvægi úrræðisins.

Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri

Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum.

Stafrænt kynferðisofbeldi nú refsivert: Fjögur prósent landsmanna fórnarlömb slíks ofbeldis

Fjögur prósent landsmanna verða fyrir kynferðislegri myndbirtingu eða hótun um slíkt, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Aðeins fleiri karlar en konur verða fyrir slíkum brotum. Frumvarp sem tekur á stafrænu kynferðisofbeldi var samþykkt samhljóða á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra vonar að löggjöfin verði til þess að eyða því viðhorfi að slíkt sé í lagi.

Verstu vetrarhörkur í manna minnum

Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu.

Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins

Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli.

Al­menningur ekki í hættu vegna morð­málsins

Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins.

Sjá næstu 50 fréttir