Fleiri fréttir Samningur um leghálssýnarannsóknir í höfn og enginn skortur á sýnaglösum Verið er að leggja lokahönd á samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn um rannsóknir á íslenskum leghálssýnum. Búið er að ná samningum og aðeins eftir að klára formsatriði. 12.2.2021 06:16 Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11.2.2021 23:30 BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11.2.2021 23:15 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11.2.2021 22:38 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11.2.2021 22:30 Býður sig ekki fram til formanns að nýju Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, hyggst ekki gefa kost á sér í kjöri til formanns á aðalfundi BHM sem haldinn verður í lok maí. Þórunn hefur gengt embætti formanns BHM frá árinu 2015, í sex ár, en formaður bandalagsins má mest sitja í átta ár. 11.2.2021 22:21 Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. 11.2.2021 21:25 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11.2.2021 21:02 Nær öllum húsum Borgarbyggðar í Brákarey lokað vegna slæmra brunavarna Nær öllu húsnæði í eigu Borgarbyggðar í Brákarey verður lokað frá og með morgundeginum vegna alvarlegra athugasemda eldvarnareftirlits og byggingafulltrúa. Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sín á morgun og var þeim tilkynnt þetta í dag. 11.2.2021 20:08 Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. 11.2.2021 20:00 Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11.2.2021 19:21 Fóru úr landi eftir að þeir brutu sóttkví Fjórir ferðamenn sem grunaðir eru um að hafa brotið reglur um sóttkví við komuna til landsins hafa yfirgefið landið. Mennirnir voru hér á vegum fyrirtækis sem sendi þá úr landi eftir að stjórnendur fréttu af brotunum. RÚV greinir frá. 11.2.2021 19:09 Enginn Öskudagur í Kringlunni í ár Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki. 11.2.2021 18:53 Fyrirspurnum um rasslyftingu hefur fjölgað Rúmmálsaukandi aðgerðum á rasskinnum hefur fjölgað um 77,6 prósent á heimsvísu frá árinu 2015 og segir íslenskur lýtalæknir aðgerðunum einnig hafa fjölgað hér á landi. Margir vilja rekja vinsældir þessara aðgerða til raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, sem hefur verið ófeimin við að sýna stóran og myndarlegan rassinn. 11.2.2021 18:13 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11.2.2021 18:09 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram ítarlegri umfjöllun um sjávarútveginn en ljóst er að útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. 11.2.2021 18:00 Hæstiréttur segir ríkið skaðabótaskylt gagnvart dómurum við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni 8,5 milljónir króna í skaðabætur og þá var skaðabótaskylda ríkisins gagnvart Eiríki Jónssyni viðurkennd. 11.2.2021 17:58 Bein útsending: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Þriðji dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, stendur nú yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. 11.2.2021 17:01 Lætur ekki undan þrýstingi en ætlar sér formennsku Helgi Pétursson, tónlistarmaður og einn forsvígsmanna Gráa hersins, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Landssambandi eldri borgara. Hann segir engan hafa skorað á sig að gefa kost á sér til formennsku. 11.2.2021 16:55 Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11.2.2021 16:21 Fékk loksins að hitta mömmu Guðmundur Felix Grétarsson fékk loks að hitta móður sína eftir að undanþága þess efnis fékkst frá sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem hann liggur eftir að hafa gengist undir handaágræðslu í janúar. 11.2.2021 16:15 Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11.2.2021 16:01 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11.2.2021 15:55 Guðbergur sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi Guðbergur Reynisson sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 29. maí. Hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og hefur setið í stjórn þess frá árinu 2012 og sem formaður síðan 2016. 11.2.2021 14:35 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11.2.2021 14:32 Fangi dæmdur fyrir hótanir og árás á samfanga á Litla-Hrauni Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn í eldhúsi á Litla-Hrauni og sömuleiðis fyrir að hafa hótað öðrum manni ofbeldi. 11.2.2021 14:14 Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. 11.2.2021 14:04 Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim í kvöld á RÚV. 11.2.2021 13:55 Dzień islandzkiego języka migowego Dziesięć lat temu parlament przyjął ustawę o języku islandzkim i islandzkim języku migowym. Od tego czasu w kraju obchodzony jest dzień islandzkiego języka migowego. 11.2.2021 13:45 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11.2.2021 13:31 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11.2.2021 12:34 Óvenjuleg byrjun á fundinum í tilefni dagsins Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag þann 11. febrúar. Af því tilefni hófu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reglubundinn upplýsingafund vegna kórónuveirunnar á því að heilsa landsmönnum á táknmáli og bjóða góðan daginn. 11.2.2021 12:03 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum greinum við frá þeim merku tímamótum að enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki innanlands, né á landamærunum. 11.2.2021 11:40 Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11.2.2021 11:29 Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. 11.2.2021 11:21 Bein útsending: 112 dagurinn 112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári. 11.2.2021 11:00 Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 11.2.2021 10:54 Konferencja poświęcona COVID-19 Konferencja prasowa po polsku poświęcona najnowszym informacjom dotyczącym koronawirusa w kraju. 11.2.2021 10:54 Svona var 161. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 11.2.2021 10:15 Bein útsending: Ráðherra kynnir skýrslu um fæðuöryggi Íslands Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun í dag kynna nýja skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands um fæðuöryggi á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi og hefst hann klukkan 10:15. 11.2.2021 09:56 Settir í sex ára bann eftir að hafa þóst sigra Everest Nepölsk yfirvöld hafa bannað tveimur indverskum fjallgöngumönnum og leiðangursstjóra þeirra að stunda fjallamennsku í landinu í sex ár. Ákvörðunin kemur í kjölfar rannsóknar þar sem í ljós kom að þau hafi logið því til að hafa klifið Everest, hæsta fjall heims, árið 2016. 11.2.2021 08:47 Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11.2.2021 07:40 Stinningskaldi, skúrir og él Það er spáð suðaustan kalda eða stinningskalda í dag, lítilsháttar skúrum eða éljum og hita á bilinu núll til fimm stig. Vindur verður hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi en frost þar núll til fimm stig. 11.2.2021 07:00 Lögregla beitti piparúða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitt skömmu fyrir klukkan tvö í nótt piparúða til þess að ná stjórn á vettvangi í Hafnarfirði. 11.2.2021 06:23 Starfsmenn barnaverndar kærðir til lögreglu: „Þarna er hreinn og klár ásetningur“ Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur og Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafa verið kærð til lögreglu fyrir brot á hegningarlögum. Í kærunni eru starfsmenn barnaverndar sakaðir um að hafa ítrekað og endurtekið haldið fram ósannindum og rangindum í skýrslum og nefndin sökuð um að byggja ákvarðanir á umræddum gögnum. 11.2.2021 06:15 Sjá næstu 50 fréttir
Samningur um leghálssýnarannsóknir í höfn og enginn skortur á sýnaglösum Verið er að leggja lokahönd á samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn um rannsóknir á íslenskum leghálssýnum. Búið er að ná samningum og aðeins eftir að klára formsatriði. 12.2.2021 06:16
Lögmenn Trumps ljúka málflutningi sínum á morgun Verjendur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í réttarhöldunum yfir honum í öldungadeild Bandaríkjaþings, segjast ætla að klára málflutning sinn á morgun, föstudag. Það þýðir að lögmannateymi hans mun aðeins nýta sér tæpa tvo daga til þess að flytja mál sitt fyrir þinginu. 11.2.2021 23:30
BBC bannað í Kína Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína. 11.2.2021 23:15
Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11.2.2021 22:38
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11.2.2021 22:30
Býður sig ekki fram til formanns að nýju Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, hyggst ekki gefa kost á sér í kjöri til formanns á aðalfundi BHM sem haldinn verður í lok maí. Þórunn hefur gengt embætti formanns BHM frá árinu 2015, í sex ár, en formaður bandalagsins má mest sitja í átta ár. 11.2.2021 22:21
Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur sagt sig úr flokknum og frá varaþingmennsku. Hún segir í bréfi sem hún sendi framkvæmdastjórn og stjórn flokksins í dag mikil vonbrigði að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafi boðið nýliðum þrjú af fjórum efstu sætum á lista hennar til Alþingiskosninga. 11.2.2021 21:25
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11.2.2021 21:02
Nær öllum húsum Borgarbyggðar í Brákarey lokað vegna slæmra brunavarna Nær öllu húsnæði í eigu Borgarbyggðar í Brákarey verður lokað frá og með morgundeginum vegna alvarlegra athugasemda eldvarnareftirlits og byggingafulltrúa. Fjórtán rekstraraðilar munu þurfa að yfirgefa húsnæði sín á morgun og var þeim tilkynnt þetta í dag. 11.2.2021 20:08
Útgerðin segir alrangt að veiðigjald hafi lækkað með núverandi lögum Útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. Útgerðin telur rangt að veiðigjöld hafi lækkað síðustu ár með tilkomu nýrra laga. 11.2.2021 20:00
Stjórnarskrárfrumvarp gagnrýnt úr mörgum áttum Forseti Alþingis segir stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur fela í sér skýrari ákvæði um stöðu þingsins í stjórnskipaninni. Þingmenn eru langt í frá einhuga í afstöðu sinni til frumvarpsins. 11.2.2021 19:21
Fóru úr landi eftir að þeir brutu sóttkví Fjórir ferðamenn sem grunaðir eru um að hafa brotið reglur um sóttkví við komuna til landsins hafa yfirgefið landið. Mennirnir voru hér á vegum fyrirtækis sem sendi þá úr landi eftir að stjórnendur fréttu af brotunum. RÚV greinir frá. 11.2.2021 19:09
Enginn Öskudagur í Kringlunni í ár Engin skipulögð dagskrá verður í Kringlunni á Öskudag og sælgæti verður heldur ekki í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar fyrir börn í nammileit. Stefnt var að því að börn í nammileit yrðu boðin velkomin og dagskrá yrði fyrir þau en svo verður ekki. 11.2.2021 18:53
Fyrirspurnum um rasslyftingu hefur fjölgað Rúmmálsaukandi aðgerðum á rasskinnum hefur fjölgað um 77,6 prósent á heimsvísu frá árinu 2015 og segir íslenskur lýtalæknir aðgerðunum einnig hafa fjölgað hér á landi. Margir vilja rekja vinsældir þessara aðgerða til raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, sem hefur verið ófeimin við að sýna stóran og myndarlegan rassinn. 11.2.2021 18:13
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11.2.2021 18:09
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 höldum við áfram ítarlegri umfjöllun um sjávarútveginn en ljóst er að útgerðin hefði greitt um tíu milljörðum minna í veiðigjöld á árunum 2011 til 2017 ef núgildandi lög um veiðigjöld hefðu gilt á tímabilinu. 11.2.2021 18:00
Hæstiréttur segir ríkið skaðabótaskylt gagnvart dómurum við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni 8,5 milljónir króna í skaðabætur og þá var skaðabótaskylda ríkisins gagnvart Eiríki Jónssyni viðurkennd. 11.2.2021 17:58
Bein útsending: Þriðji dagur réttarhaldanna yfir Trump Þriðji dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, stendur nú yfir í öldungadeild Bandaríkjaþings. 11.2.2021 17:01
Lætur ekki undan þrýstingi en ætlar sér formennsku Helgi Pétursson, tónlistarmaður og einn forsvígsmanna Gráa hersins, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Landssambandi eldri borgara. Hann segir engan hafa skorað á sig að gefa kost á sér til formennsku. 11.2.2021 16:55
Enginn með virkt smit á Landspítalanum og gleðin allsráðandi Þeim árangri hefur verið náð í baráttunni gegn kórónuveirunni innanlands að nú liggur enginn inni á Landspítalanum með virkt COVID-19 smit. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar spítalans, segir að í hugum heilbrigðisstarfsfólksins sé þetta afar sérstakur dagur og skyldi engan undra því starfsfólk spítalans hefur borið hitann og þungann af þeirri erfiðisvinnu sem felst í því að hlúa að þeim sem verst hafa orðið fyrir barðinu á veirunni. 11.2.2021 16:21
Fékk loksins að hitta mömmu Guðmundur Felix Grétarsson fékk loks að hitta móður sína eftir að undanþága þess efnis fékkst frá sjúkrahúsinu í Lyon í Frakklandi, þar sem hann liggur eftir að hafa gengist undir handaágræðslu í janúar. 11.2.2021 16:15
Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11.2.2021 16:01
Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11.2.2021 15:55
Guðbergur sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi Guðbergur Reynisson sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer þann 29. maí. Hann er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ og hefur setið í stjórn þess frá árinu 2012 og sem formaður síðan 2016. 11.2.2021 14:35
Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11.2.2021 14:32
Fangi dæmdur fyrir hótanir og árás á samfanga á Litla-Hrauni Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt fanga í tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn í eldhúsi á Litla-Hrauni og sömuleiðis fyrir að hafa hótað öðrum manni ofbeldi. 11.2.2021 14:14
Hneig niður í hjartastoppi þar sem þær sátu og spjölluðu Sólveig Ásgeirsdóttir bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar, Súsönnu Helgadóttur, í júlí síðastliðnum þegar Súsanna fór í skyndilegt hjartastopp á heimili sínu. Tveggja ára sonur Súsönnu lá sofandi í herbergi sínu þegar atvikið varð. Sólveig var í dag útnefnd skyndihjálparmaður ársins 2020. 11.2.2021 14:04
Stóra myndin: COVID og heimsbyggðin Guðrún Sóley Gestsdóttir og Logi Pedro Stefánsson skoða áhrif COVID-19 víða um heim í kvöld á RÚV. 11.2.2021 13:55
Dzień islandzkiego języka migowego Dziesięć lat temu parlament przyjął ustawę o języku islandzkim i islandzkim języku migowym. Od tego czasu w kraju obchodzony jest dzień islandzkiego języka migowego. 11.2.2021 13:45
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11.2.2021 13:31
Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11.2.2021 12:34
Óvenjuleg byrjun á fundinum í tilefni dagsins Dagur íslenska táknmálsins er haldinn hátíðlegur í níunda sinn í dag þann 11. febrúar. Af því tilefni hófu þeir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reglubundinn upplýsingafund vegna kórónuveirunnar á því að heilsa landsmönnum á táknmáli og bjóða góðan daginn. 11.2.2021 12:03
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum greinum við frá þeim merku tímamótum að enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki innanlands, né á landamærunum. 11.2.2021 11:40
Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. 11.2.2021 11:29
Stefna á leit í dag og gefa sér tvo mánuði til aðgerða Stefnt er að því að hefja leit að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 síðan á föstudag, á ný í dag. Vonast er til að hægt verði að senda herflugvél útbúna hitamyndavélum til leitarinnar. Ferðamálaráðherra á svæðinu segir að yfirvöld muni gefa sér tvo mánuði til leitarstarfs. 11.2.2021 11:21
Bein útsending: 112 dagurinn 112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári. 11.2.2021 11:00
Enginn greindist innanlands og enginn á landamærum Annan daginn í röð greindist enginn með kórónuveiruna innanlands í gær. Enginn greindist heldur á landamærum. 11.2.2021 10:54
Konferencja poświęcona COVID-19 Konferencja prasowa po polsku poświęcona najnowszym informacjom dotyczącym koronawirusa w kraju. 11.2.2021 10:54
Svona var 161. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til reglulegs upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 11.2.2021 10:15
Bein útsending: Ráðherra kynnir skýrslu um fæðuöryggi Íslands Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun í dag kynna nýja skýrslu Landbúnaðarháskóla Íslands um fæðuöryggi á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi og hefst hann klukkan 10:15. 11.2.2021 09:56
Settir í sex ára bann eftir að hafa þóst sigra Everest Nepölsk yfirvöld hafa bannað tveimur indverskum fjallgöngumönnum og leiðangursstjóra þeirra að stunda fjallamennsku í landinu í sex ár. Ákvörðunin kemur í kjölfar rannsóknar þar sem í ljós kom að þau hafi logið því til að hafa klifið Everest, hæsta fjall heims, árið 2016. 11.2.2021 08:47
Greiða atkvæði um lista Samfylkingarinnar í Reykjavík á laugardag Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur lokið störfum og mun kynna tillögu sínar að framboðslistum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar á allsherjarfundi Samfylkingarfélaganna í Reykjavík á laugardag. Kjördæmisráð flokksins í borginni mun svo greiða atkvæði um tillöguna. 11.2.2021 07:40
Stinningskaldi, skúrir og él Það er spáð suðaustan kalda eða stinningskalda í dag, lítilsháttar skúrum eða éljum og hita á bilinu núll til fimm stig. Vindur verður hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi en frost þar núll til fimm stig. 11.2.2021 07:00
Lögregla beitti piparúða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beitt skömmu fyrir klukkan tvö í nótt piparúða til þess að ná stjórn á vettvangi í Hafnarfirði. 11.2.2021 06:23
Starfsmenn barnaverndar kærðir til lögreglu: „Þarna er hreinn og klár ásetningur“ Starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur og Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafa verið kærð til lögreglu fyrir brot á hegningarlögum. Í kærunni eru starfsmenn barnaverndar sakaðir um að hafa ítrekað og endurtekið haldið fram ósannindum og rangindum í skýrslum og nefndin sökuð um að byggja ákvarðanir á umræddum gögnum. 11.2.2021 06:15