Fleiri fréttir

Drottningin fékk lögum breytt til að sveipa auðæfi sín leyndarhjúp

Elísabetu drottningu tókst að fá stjórnvöld til að gera breytingar á lagafrumvarpi til að koma í veg fyrir að almenningur fengi upplýsingar um persónuleg auðæfi hennar. Þetta kemur fram í minnisblöðum sem blaðamenn Guardian fundu í breska þjóðskjalasafninu.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um leitina að John Snorra Sigurjónssyni og félögum hans. Leitaraðgerðir báru ekki árangur í dag en leitað var á meðan dagsbirtu naut.

Leit að mestu lokið í dag

Tekið er að rökkva í Pakistan. Klukkan er að ganga níu að kvöldi og því er leit að John Snorra og samferðamönnum hans að mestu lokið í dag. Gert er ráð fyrir að þyrlur muni aftur leita á svæðinu á morgun.

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu

Mikil þörf er að byggingu hjúkrunarheimilis í uppsveitum Árnessýslu og því hafa sveitarfélögin á svæðinu sett á laggirnar vinnuhóp til að koma málinu í gegn. Horft hefur verið til Laugarvatns hvað varðar staðsetningu heimilisins.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um leitina að John Snorra Sigurjónssyni og félögum hans sem saknað er á fjallinum K2.

Einn greindist innanlands

Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví við greiningu.

Skóla­stjórinn í Ás­lands­skóla í ó­tíma­bundið leyfi

Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga.

Halda leitinni áfram

Áfram verður leitað að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans, þeim Ali Sadpra og JP Mohr, á meðan aðstæður leyfa í dag. Leitin hófst að nýju þegar tók að birta í morgun.

Mót­mælin halda á­fram þrátt fyrir net­leysi

Mótmælendur í Mjanmar halda áfram að mótmæla í Yangon þrátt fyrir að herforingjastjórnin, sem tók völdin í vikunni sem leið, hafi lokað á Internet-tenginu landsins sem og helstu samfélagsmiðla. Ákvað herinn að loka á netið svo mótmælendur gætu ekki skipulagt sig.

Leit heldur áfram í birtingu

Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans sem leitað hefur verið að á K2 í dag. Leit pakistanska hersins verður haldið áfram í dögun en um ríflega tveir sólarhringar eru liðnir síðan síðast heyrðist frá þeim. Aðstæður í fjallinu eru gríðarlega erfiðar og hefur frost farið vel yfir fjörutíu gráður í dag.

„Everest er eiginlega bara túristafjall miðað við þetta fjall“

„Þetta er bara agalegt í rauninni. Maður gerir sér enga grein fyrir hvernig staðan er hjá þeim og hvar þeir eru og hvort þeir séu þarna einhvers staðar í vari. Það er eiginlega það sem maður er að vonast eftir,“ segir Kári G. Schram, kvikmyndagerðarmaður í samtali við Vísi.

Flúðir – „Nafli alheimsins,“ segir oddvitinn

Framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi á Flúðum eru nú að hefjast en mikill skortur er á leiguhúsnæði og minni íbúðum í þorpinu. Auk íbúða verða í nýja hverfinu söfn og ferðatengd þjónusta.

Vöðva­bólgan reyndist vera heila­blæðing eftir að hún vaknaði blóðug á gólfinu

Hin 39 ára Kidda Svarfdal vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fann allt í einu fyrir yfirþyrmandi verk í höfðinu. Eftir að hafa verið greind með slæma vöðvabólgu í kjölfarið vaknaði hún nokkrum dögum síðar blóðug á gólfinu heima hjá sér. Kom þá í ljós að heilablæðing skýrði þá miklu verki sem hún hafi þurft að þola og henni komið skjótlega í skurðaðgerð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um leitina að fjallgöngumanninum John Snorra Sigurjónssyni sem er saknað á fjallinu K2. Ekkert hefur spurst til John Snorra og félaga hans í einn og hálfan sólarhring. 

Kannast ekki við að hafa fengið boð um að­stoð frá Ís­landi

Lögreglan á Austur-Jótlandi kannast ekki við að hafa fengið boð frá íslensku lögreglunni um aðstoð í tengslum við rannsóknina á morði Freyju Egilsdóttur Mogensen. Það sé þó ekki útilokað að óskað verði eftir aðstoð íslensku lögreglunnar á seinni stigum málsins.

Borgarlína og Sundabraut lifi góðu lífi saman

Borgarlínan og Sundabraut geta vel þrifist saman að mati forstjóra Vegagerðarinnar. Tillögur að Borgarlínu og Sundabrautinni gera báðar ráð fyrir nýjum brúm, sem myndu þvera Kleppsvík og Elliðaárvog.

Blaðamyndir ársins 2020

Verðlaun voru afhent fyrir bestu myndir ársins í Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan tvö í dag. Verðlaun voru veitt í sjö flokkum, auk myndar ársins.

Björgunar­sveitir kallaðar út vegna konu sem datt á Grímans­­felli

Björgunarsveitir voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynning barst frá göngufólki á Grímansfelli í Mosfellsdal vegna konu sem hafði dottið og slasast á fæti ofarlega í hlíðum fjallsins. Björgunarsveitarfólk úr sveitum í Mosfellsbæ og Reykjavík hefur verið sent á staðinn auk sjúkraflutningamanna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Samferðamaður Johns og Ali kominn í grunnbúðirnar

Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Sajid sneri við úr fjórðu búðum fjallsins eftir að súrefniskútur hans hætti að virka og fékk hann aðstoð við að komast niður í grunnbúðirnar nú í morgun.

Allar til­tækar bjargir notaðar við leitina

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur nú til meðferðar mál fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað er í Pakistan og er starfsfólk borgaraþjónustunnar í sambandi við fjölskyldu hans.

Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé á­stæða til að vera bjart­sýn enn þá

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá.

Telur Trump ekki eiga að fá minnis­blöð um þjóðar­öryggis­mál

Joe Biden Bandaríkjaforseti telur óráðlegt að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fái aðgang að minnisblöðum um þjóðaröryggismál. Hefð er fyrir því að fyrrum forsetar fái upplýsingar um þjóðaröryggismál, en að mati Biden er Trump of óútreiknanlegur.

Sjá næstu 50 fréttir