Fleiri fréttir

Vill Navalní úr haldi tafarlaust

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald í dag. Utanríkisráðherra fer fram á að honum verði tafarlaust sleppt úr haldi.

„Smitskömm er óþörf og getur jafnvel valdið skaða“

Það tekur smitrakningateymi lengri tíma nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að ná utan um smit og smitkeðjur en áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort smitskömm sé meiri nú en þá. 

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni framhjá samningum ESB að sögn sóttvarnalæknis. Hann bindur ennþá vonir við að Ísland taki þátt í bólusetningarrannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fox krafðist þagnar um sáttina fram yfir kosningar

Forsvarsmenn Fox News gerðu það að skilyrði sáttar þeirra við foreldra Seth Rich, sem var myrtur árið 2016, að ekki mætti segja frá sáttinni fyrr en eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember.

Ríkisendurskoðun tekur út starfsemi Vegagerðarinnar

Alþingi samþykkti í dag að fela ríkisendurskoðanda að gera úttekt á starfsemi Vegagerðarinnar. Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata, fór fram á úttektina sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fyrsta þingfundi eftir jólafrí í dag.

Svavar Gestsson er látinn

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítalans aðfararnótt 18. janúar. Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní 1944, sonur hjónanna Guðrúnar Valdimarsdóttur og Gests Sveinssonar. Svavar var elstur átta systkina.

Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra

Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi.

„Eins og að segja: Étið það sem úti frýs“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hóf fyrsta óundirbúna fyrirspurnatíma Alþingis á nýju ári á því að spyrja félagsmálaráðherra hvort til skoðunar væri að framlengja tímabil atvinnuleysisbóta úr þrjátíu mánuðum.

Breskir útgerðarmenn brjálaðir vegna Brexit

Forsvarsmenn skoskra skelfisksfyrirtækja mótmæltu aðstæðum á mörkuðum þeirra með því að leggja fjölda flutningabíla við þingið í London og ráðuneyti. Þeir segja úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, og skilyrði sem því fylgja vera að kæfa fyrirtækin og kalla eftir breytingum.

Viðurkenndu að hafa brotið reglur um sóttkví

Lögreglan á Austurlandi segir að tveir einstaklingar, sem grunaðir voru um brot á sóttkví, hafi nú játað brot sín. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá því í síðustu viku.

Heilbrigðisráðherra standi ekki einn í rokinu

Vonir standa til að hægt verði að afgreiða sóttvarnalög úr velferðarnefnd í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir ekki liggja eins mikið á flýtiafgreiðslu þar sem stjórnvöld telji lagagrundvöll fyrir því að skylda fólk í tvöfalda skimun á landamærunum. 

Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald

Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð.

Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni

Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.

Býst við hærra spennustigi í aðdraganda kosninga

Bankasala, miðhálendisþjóðgarður og breytingar á stjórnarskrá eru meðal stórra mála sem bíða umfjöllunar hjá Alþingi sem kemur saman í dag eftir jólafrí. Forsætisráðherra býst við hærra spennustigi nú í aðdraganda kosninga og reiknar með að það hafi áhrif á þingstörfin.

Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim

Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra.

Mörg dæmi um Ís­lendinga í vand­ræðum á landa­mærum víða um heim

Almannavarnir og sóttvarnalæknir mæla ekki með því að fólk fari til útlanda nema brýna nauðsyn beri til. Yfirvöld hafa heyrt mörg dæmi um Íslendinga sem eru að lenda í vandræðum á landamærum erlendis þótt þeir séu til dæmis með vottorð sem sýnir neikvætt kórónuveirupróf.

Fimm og tíu þúsund krónur hurfu endurtekið úr sjóðsvél Olís

Kona á sextugsaldri hefur verið dæmt í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa sem starfsmaður þjónustustöðvar Olís við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ dregið sér peninga úr sjóðsvél verslunarinnar í þrettán skipti.

Játaði leynilega upptöku af ungum stúlkum inni á baðherbergi

Karlmaður búsettur í Mosfellsbæ hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið upp myndskeið á símann sinn af tveimur ólögráða stúlkum sem voru þar naktar eða hálfnaktar að skipta um föt. Þá þarf karlmaðurinn að greiða hvorri stúlku fyrir sig eina milljón króna í miskabætur.

Selja aðgang að Trump til auðugra glæpamanna sem vilja náðun

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, er að íhuga að náða eða fella niður dóma rúmlega hundrað manns á síðustu klukkustundum forsetatíðar sinnar. Meðal annarra er forsetinn sagður íhuga að veita sjálfum sér, börnum sínum og ráðgjöfum náðanir.

56 launakröfur upp á ríflega 46 milljónir króna

Alls voru 186 ný mál skráð á Kjaramálasviði Eflingar á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs að því er fram kemur í nýútkominni ársfjórðungskýrslu sviðsins. Af heildarfjölda mála eru 56 launkröfur upp á ríflega 46 milljónir króna.

Rannsaka bakgrunn þúsunda þjóðvarðliða

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú bakgrunn þeirra 25 þúsund þjóðvarðliða sem væntanlegir eru til Washington-borgar í vikunni til þess að gæta öryggis þegar Joe Biden sver embættiseið sinn sem forseti Bandaríkjanna. Innsetningin verður á miðvikudag.

„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga.

Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði

Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum.

Olís opnar hraðhleðslustöð á Reyðarfirði

Olís hefur opnað nýja hraðhleðslustöð fyrir rafbíla á þjónustustöð félagsins á Reyðarfirði. Hraðhleðslustöðvar Olís eru þar með orðnar fjórar; í Álfheimum í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði, Siglufirði og Reyðarfirði.

Norðanáttin ríkjandi á landinu næstu daga

Það verður norðaustan kaldi eða stinningskaldi á landinu í dag og mun norðanáttin vera ríkjandi á landinu næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí

Alþingi kemur saman til funda á ný í dag eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15. Á dagskránni eru óundirbúnar fyrirspurnir, beiðni frá Söru Elísu Þórðardóttur, þingmanni Pírata, um skýrslu frá ríkisendurskoðanda um starfsemi Vegagerðarinnar og þá flytur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, munnlega skýrslu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Sótt­varnar­brot á veitinga­stað þar sem voru hátt í fimm­tíu gestir

Laust eftir klukkan sex í gær fór lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á veitingastað út af sóttvarnarbroti. Í dagbók lögreglu segir að veitingastaðurinn sé í umdæmi lögreglustöðvar þrjú, sem er þá annað hvort í Kópavogi eða Breiðholti, en ekki er nánar tilgreint hvar staðurinn er.

Finnur fyrir aukinni eftir­sókn hjá Seyð­firðingum eftir sál­rænum stuðningi

Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála.

Mun færri mót­mæla en búist var við

Mun færri hafa mótmælt í höfuðborgum Bandaríkjanna í dag en búist var við. Lögregluyfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu um helginna vegna viðbúinna mótmæla í höfuðborgum ríkjanna 50.

Al­­gjör ó­­þarfi að tor­velda líf hreyfi­hamlaðra með mannanna verkum

„Það kemur mjög oft fyrir að einhver hittingur, mannfögnuður, athöfn, eða bara staður sem mig langar á er ekki aðgengilegur. Það er auðvitað sárt í hvert einasta skipti en það sem gerist yfir lengri tíma er að fólk einangrast. Það byrjar sjálft að velja sig út úr hlutum, jafnvel þó það sé kannski aðgengilegt, vegna þess að það verður svolítið félagsfælið og kvíðið yfir því að það komi upp einhver vandamál.“

Kalla eftir því að Naval­ní verði sleppt úr haldi

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter.

Sjá næstu 50 fréttir