Bílar

Olís opnar hraðhleðslustöð á Reyðarfirði

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Örn Franzson, Jón Ólafur Halldórsson, Sigurður Ástgeirsson og Jón Árni Ólafsson við hraðhleðslustöð Olís.
Örn Franzson, Jón Ólafur Halldórsson, Sigurður Ástgeirsson og Jón Árni Ólafsson við hraðhleðslustöð Olís.

Olís hefur opnað nýja hraðhleðslustöð fyrir rafbíla á þjónustustöð félagsins á Reyðarfirði. Hraðhleðslustöðvar Olís eru þar með orðnar fjórar; í Álfheimum í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði, Siglufirði og Reyðarfirði.

Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Olís.

„Fjölgun hraðhleðslustöðva er liður í aukinni þjónustu fyrir okkar viðskiptavini. Rafbílum fer ört fjölgandi og við viljum að sjálfsögðu fylgja rafbílaþróuninni eftir og geta boðið rafbílaeigendum að hlaða bíla sína á þjónustustöðvum Olís. Við bjóðum upp á hraðvirkir og notendavænar hraðhleðslustöðvar þar sem aðgengi er þægilegt og snyrtilegt. Það er ánægjulegt að opna nýja hraðhleðslustöð á Reyðarfirði sem er mikilvæg stöð fyrir okkur. Með henni komum við til móts við rafbílaeigendur á Reyðarfirði og nágrenni og fleiri sem munu ferðast á rafbílum um Austurland. Olís hefur um árabil unnið skipulega að umhverfismálum og fjölgun hraðhleðslustöðva er hluti af Grænum skrefum Olís,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.

Tímagjaldið á hraðhleðslustöðvum Olís (50 kW) er nú 45 kr. kWst. Mínútugjaldið byrjar að telja eftir 30 mínútur frá upphafi hleðslu og er þá 10 kr./mín. Tímagjaldið á hæghleðslustöðvum Olís (22kW) er nú 23 kr. kWst og mínútugjaldið er 1 kr./mín. eftir fyrstu 30 mínúturnar. Mínútugjaldið byrjar því ekki að telja fyrstu 30 mínúturnar í hleðslu bæði á hrað- og hæghleðslustöðvum Olís.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×