Fleiri fréttir

Ófært um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs

Súðavíkurhlíð er ófær vegna snjóflóðs að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þá er Holtavörðuheiðin einnig ófær sem og Brattabrekka, Þröskuldar og vegurinn yfir Þverárfjall samkvæmt korti Vegagerðarinnar. Þungfært er á Mývatnsöræfum og skafrenningur.

Líkur á að frí­verslunar­samningur náist hverfandi

Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum.

Fyrstu skammtarnir komnir til Bretlands

Fyrstu skammtar af bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech komu til Bretlands í kvöld. Birgðirnar voru fluttar í „sérstaka miðstöð á ótilgreindum stað“ og verður nú dreift um landið til bólusetningar.

Lýsir á­hrifunum sem Moderna-sprautan hafði á hann

Bandarískur karlmaður sem tók þátt í bóluefnisrannsókn lyfjafyrirtækisins Moderna kveðst hafa fengið vægar aukaverkanir eftir seinni skammt. Hann segir reynsluna ekki beint „dans á rósum“ en kveðst hiklaust myndu láta sprauturnar aftur yfir sig ganga.

Lést af slysförum í Árnessýslu

Maður sem féll ofan í vök í Árnessýslu á sjöunda tímanum var úrskurðaður látinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi.

Vand­ræði við bólu­efna­fram­leiðslu Pfizer

Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu.

Heitara vatn í pípunum og fólk gæti því varúðar

Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu eykst nú stöðugt með kólnandi veðri. Búist er við að álagsmet verði slegið á laugardag. Brugðist hefur verið við auknu álagi með því að hækka hitastig á vatninu og er fólk því hvatt til að gæta varúðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.

25 nýir hrútar að störfum – Guðni og Sammi eru þar á meðal

Tuttugu og fimm nýir hrútar hafa tekið til starfa á Sauðfjársæðingastöðvunum á Suðurlandi og Vesturlandi og verða þeir að gefa sæði fram að jólum. Af þeim eru þrettán hyrndir, níu kollóttir, einn feldhrútur, einn forystu hrútur og svo ferhyrndur hrútur.

Fór niður um vök í grennd við Selfoss

Lögregla og björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna slyss sem varð fyrir utan Selfoss. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu féll manneskja niður um vök.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir bólusetningar við kórónuveirunni geta hafist í fyrstu vikum næsta árs og hjarðónæmi myndist fljótt. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs

Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi.

Sonurinn var ekki fangi móður sinnar

Kona á áttræðisaldri, sem talin var hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í Haninge suður af Stokkhólmi í nær þrjá áratugi, er ekki lengur grunuð um saknæmt athæfi. Ekki hafa fundist neinar vísbendingar um að syninum hafi verið haldið í íbúðinni gegn vilja sínum.

Flugvél í árekstri við bíl eftir nauðlendingu

Flugmaður einkaflugvélar lenti í miklum vandræðum í Minnesota í Bandaríkjunum í gærkvöldi og þurfti hann að framkvæma nauðlendingu á hraðbraut hjá borgunum Minneapolis og Saint Paul.

Ólafur Helgi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, er kominn í leyfi frá störfum sínum í dómsmálaráðuneytinu. Ólafur Helgi hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssasksóknara að meintu broti á þagnarskyldu hjá lögreglunni á Suðurnesjum.

Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót

Ríkismiðlar Kína segja að geimfarið Chang'e 5 sé nú á leið aftur til jarðarinnar eftir að hafa lent á tunglinu og tekið þaðan sýni. Geimfarið lenti á tunglinu fyrr í vikunni.

Þing­hald verður opið í Bræðra­borgar­stígs­málinu

Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu.

Öryrkjar fagna hugmyndum Brynjars um rannsókn

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist fagna hugmyndum Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að rannsaka bótasvik í almannatryggingakerfinu og aðbúnað öryrkja almennt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Þuríður Harpa sendir fyrir hönd ÖBÍ.

Mikil sprenging nærri Bristol sögð mannskæð

Slökkvilið, lögregla og aðrir eru með mikinn viðbúnað eftir stóra sprengingu í bænum Avonmouth, nærri Bristol í Bretlandi. Sprengingin varð í efnatanki við vatnshreinsistöð. 

Framtíðarsýnin að konur geti sjálfar tekið strok

Frá 4. janúar 2021 munu konur geta pantað tíma í skimun fyrir leghálskrabbameini á heilsuvera.is eða á næstu heilsugæslustöð. Þá munu þær sem sækja reglubundna skimun vegna krabbameins í brjóstum getað pantað tíma hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana frá 6. janúar nk.

Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum

Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19.

Íslandi þakkaður stuðningur við Flóttamannastofnun

Í október tilkynnti utanríkisráðuneytið um 80 milljóna króna framlag til Flóttamannastofnunar vegna ástandsins í Níger, Malí og Búrkina Fasó. Hvergi í heiminum flosnar fólk upp í jafn miklum mæli og í þessum heimshluta í Vestur-Afríku

Telur yfirdeild MDE ganga of langt í gagnrýni á Hæstarétt

Deildarforseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík þykir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu ganga býsna langt í gagnrýni á Hæstarétt. Það gæti farið svo að Landsréttarmálið í heild sinni verði hluti af námsefni laganema næstu áratugina því lögfræðilegu álitamálin séu fjölmörg.

Ekkert skyggni á Akureyri en rólegt hjá viðbragðsaðilum

Stíf norðanátt hefur verið á Akureyri undanfarin sólahring eða svo og talsverð snjókoma. Lítið skyggni er innanbæjar en búið er að ryðja helstu leiðir. Lögregla biður fólk um að fresta langferðum ef hægt er en dagurinn hefur verið rólegur hjá lögreglu og björgunarsveitum á svæðinu.

Salman Tamimi er látinn

Salman Tamimi lést í gær 65 ára gamall. Hann er forstöðumaður Félags múslima á Íslandi.

Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns

Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun.

Alþjóðasamtök gyðinga fordæma íslenska útgáfu nasistabókar

Samtökin World Jewish Congress fordæma íslenska útgáfu nasistabókarinnar Tröllasaga tuttugustu  aldarinnar. Samtökin beina spjótum sínum að Fibut, að þeim beri skylda til að henda bókinni út úr Bókatíðindum því um sé að ræða hatursorðræðu.

Sigldu til hafnar eftir að skipverji fékk einkenni

Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 sigldi í nótt úr Ísafjarðardjúpi og til hafnar í Hafnarfirði. Ástæðan eru einkenni skipverja sem fór í sýnatöku í morgun. Aðrir skipverjar bíða niðurstöðu og líður vel að sögn skipstjórans.

Ákærður fyrir að stefna lífi starfsmanna í hættu með húsnæði

Eigandi starfsmannaleigunnar 2findjob ehf. hefur verið ákærður fyrir hættubrot og brot gegn lögum um brunavarnir með því að hafa látið starfsmenn leigunnar búa í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík án tilskilinna leyfa og fullnægjandi brunavarna. Hann er sakaður um að hafa stofnað lífi og heilsu starfsmannanna í háska í ábataskyni.

Byggja nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdar er um þrír milljarðar króna sem skiptist á þann veg að ríkið greiðir 85% og Akureyrarbær greiðir 15%.

Sjá næstu 50 fréttir