Fleiri fréttir

Bíll ölvaðs manns rann á lög­reglu­bíl

Bíll ölvaðs manns rann á lögreglubíl í vesturbæ Reykjavíkur eftir að ökumaðurinn hafði sleppt því að ganga tryggilega frá bílnum þegar hann hafði verið stöðvaður af lögreglu og stigið út úr bílnum.

Jöklarnir tapa um fjórum milljörðum tonna af ís á ári

Íslenskir jöklar hafa tapað um fjórum milljörðum tonna af ís að meðaltali á ári undanfarin 130 ár og er rýrnun þeirra ein sú mesta á jörðinni utan heimskautanna. Um helmingur massatapsins hefur átt sér stað síðasta aldarfjórðunginn.

Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara.

Vill rannsaka hvort öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist finna mjög til með fólki sem eru allar bjargir bannaðar. Hins vegar þurfi þeir sem ekki eru í þeirri stöðu að bera sjálfir einhverja ábyrgð. Fjöldi öryrkja og fólks á atvinnuleysisbótum sé allt of mikill.

Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala

Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala.

Járnfrúin vekur enn heitar tilfinningar

Margaret Thatcher vekur enn heitar tilfinningar meðal Breta en ákvörðun bæjarráðsins í heimabæ hennar Grantham um að verja 100.000 pundum í athöfn þar sem stytta af „Járnfrúnni“ verður afhjúpuð hefur myndað gjá meðal íbúa.

„Mínar björtustu vonir hafa ræst“

Prófessor í ónæmisfræði vonar að hægt verði að klára að bólusetja fyrstu sex forgangshópa fyrir kórónuveirunni hér á landi í lok febrúar. Hann kveðst himinlifandi yfir fréttum dagsins frá Bretlandi og segir þróun bóluefnis hafa verið í takt við sínar björtustu vonir. 

Gáttuð á niður­lægingu vinnu­fé­laganna gagn­vart föður hennar

Dóttir manns sem mætti til vinnu eftir þrálát veikindi í fyrradag kveðst gáttuð og sorgmædd yfir móttökunum sem hann fékk hjá vinnufélögum sínum. Hún segir þá hafa niðurlægt föður sinn og ekkert skeytt um heilsufar hans og aðstæður. Fyrirtækið hefur brugðist við málinu og beðist afsökunar.

Menn ekki á eitt sáttir um ákvörðun og meint afrek Breta

Bretar þurfa ekki lengur að vona að daglegt líf verði eins og áður var í vor; núna geta þeir verið þess fullvissir. Þetta segir forsætisráðherrann Boris Johnson en bresk heilbrigðisyfirvöld stefna á að hefja bólusetningar í næstu viku.

Hjálpræðisherinn stefnir á opnun á nýjum stað eftir helgi

Flokksleiðtogi Hjálpræðishersins í Reykjavík vonar að hægt verði að hefja starfsemi í nýjum herkastala strax eftir helgi. Mikil þörf sé á þjónustu við þá sem minnst megi sín en reiknað sé með að allt að átta hundruð manns sæki þjónustu til hersins í viku hverri.

Dómarakapall í Landsrétti

Þrír af fjórum dómurum við Landsrétt sem þáverandi dómsmálaráðherra færði upp á lista hæfnisnefndar hafa fengið nýja skipun við réttinn. Dómararnir sögðu ekki af sér samkvæmt fyrri skipunum fyrr en eftir að þeir voru skipaðir á nýjan leik. Nú er staða við réttinn laus til umsóknar.

Fimm og sex og sjö og... svindl?

Getraunayfirvöld í Suður-Afríku rannsaka nú hvort nokkuð misjafnt hafi átt sér stað þegar lottótölurnar í PowerBall lottóinu þar í landi voru dregnar út á dögunum.

Enginn landshluti sleppur

Enginn landshluti sleppur við hvassviðrið sem gengur nú yfir landið í kvöld og næstu daga, að sögn veðurfræðings. Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu og búast má við hviðum allt að 45 m/s á Suðausturlandi. Þá verða næstu dagar litaðir miklu kuldakasti, sem til að mynda verður trúlega það mesta á höfuðborgarsvæðinu í sjö ár.

Ný úrræðaleitarvél á eittlif.is

Sérsniðin leitarvél er nú aðgengileg á vefnum eittlif.is en henni er m.a. ætlað að auka sýnileika úrræða fyrir ungmenni í vanda og auðvelda þeim og aðstandendum þeirra að finna upplýsingar og aðstoð.

Grunaði aldrei að nokkur annar byggi í íbúðinni

Kona sem grunuð er um að hafa haldið syni sínum föngnum í íbúð sinni í grennd við Stokkhólm var sleppt úr haldi lögreglu eftir að sonur hennar var yfirheyrður í dag. Konan liggur þó enn undir grun í málinu. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar hér á landi í janúar. Hún reiknar með að bóluefni sem nægir fyrir alla landsmenn komi í einni sendingu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjáumst eftir fjögur ár!

Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf þeim fregnum byr undir báða vængi í gær að hann hefði mögulega hug á því að bjóða sig aftur fram til forseta árið 2024.

Séra Skírnir stefnir Agnesi og þjóðkirkjunni

Fyrrverandi héraðsprestur á Suðurlandi hefur stefnt biskupi Íslands og þjóðkirkjunni og fer fram á tæplega tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur. Hann telur þau bera ábyrgð á skaða sem hann hafi hlotið vegna færslu í embætti árið 2015, í kjölfar kvörtunar hans vegna eineltis, og svo brottrekstri úr kirkjunni fyrr á árinu. 

Afganir og Talibanar ná sínu fyrsta samkomulagi

Samningamenn Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa komist að þeirra fyrsta samkomulagi. Samkomulagið snýr að grunni áframhaldandi viðræðna og þar af leiðandi því að binda mögulega enda á átökin í landinu en einungis er um fyrsta skrefið af mörgum að ræða.

„Við berum okkar ábyrgð“

Þingmenn hafa streymt upp í pontu Alþingis í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag til að ræða Landsréttardóminn.

Vilja að beðist verði afsökunar

Þrettán þing­menn tveggja flokka hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að samþykkja máls­höfðun gegn fjór­um ráðherr­um í september 2010 vegna starfa þeirra í rík­is­stjórn Íslands fyr­ir efna­hags­hrunið. Auk þess eigi ráðherr­arn­ir skilið af­sök­un­ar­beiðni.

Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum

Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið.

Anna Aurora bakvörður ætlar í mál við íslenska ríkið og fleiri

Anna Aurora Waage Óskarsdóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna handtöku hennar á Vestfjörðum í apríl þar sem hún var grunuð um að villa á sér heimildir sem bakvörður á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þá ætlar hún að stefna fjölmiðlum og einstaklingum sömuleiðis. Lögmaður hennar segir mikla vinnu framundan að hreinsa mannorð skjólstæðings síns.

Neyðar­skýlin opin allan sólar­hringinn vegna kulda­kastsins

Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er.

Þungvopnaðir ræningjar létu greipar sópa í tveimur bæjum Brasilíu

Hópur þungvopnaðra bankaræningja myrti gísl og átti í skotbardaga við lögreglumenn á götum smábæjar í Brasilíu í dag. Svipað bankarán þar sem ræningjar beittu skotvopnum og sprengjum var framið í annarri brasilískri borg í gær. Í báðum tilvikum voru ræningjarnir á þriðja tug.

Rak skúffu vörubíls í brú

Umferðaróhapp varð á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar skömmu eftir klukkan átta í morgun þegar skúffa vörubíls rakst í brúna þegar ekið var undir hana.

Ræktað kjöt samþykkt í fyrsta sinn

Matvælaeftirlitið í Singapúr hefur gefið græna ljósið á „kjúklingabita“ bandaríska fyrirtækisins Eat Just. Bitarnir eru úr raunverulegu kjúklingaprótíni en eru ræktaðir á tilraunastofu og því þarf ekki að slátra kjúklingi fyrir kjötið.

Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður

Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. 

Áratugurinn sem er að líða sá hlýjasti í sögunni

Útlit er fyrir að árið 2020 verði á meðal þriggja hlýjustu ára frá því að mælingar hófust og verður áratugurinn sem nú er að líða sé hlýjasti frá upphafi. Áætlað er að um tíu milljónir manna hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna veðuröfga og náttúruhamfara á þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir