Fleiri fréttir

Löfven kominn í sóttkví

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, er kominn í sóttkví eftir að manneskja, sem hann hafði verið í samskiptum við, hafi greinst með Covid-19.

Kvennahrellir sleppur við gæslu

Landsréttur hefur fellt úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um ofbeldi og hótanir í nánu sambandi. Þá er hann grunaður um að hafa kveikt í bíl í eigu þriðja aðila.

Allt útlit fyrir að meirihlutinn haldi í öldungadeildinni

Allt útlit er fyrir það repúblikanar muni áfram vera í meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Demókrötum hefur aðeins tekið að bæta við sig einu sæti en hefðu þurft þrjú til fjögur, eftir því hver sigrar forsetakosningunum, til að ná meirihluta.

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina.

„Lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar“

Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, ávarpaði bandarísku þjóðina rétt í þessu og sagðist þess viss að þegar talningu atkvæða yrði lokið stæði hann uppi sem sigurvegari. „Kæru landar. Í gær sannaðist enn og aftur að lýðræðið er hjartsláttur þessarar þjóðar,“ sagði Biden m.a.

Biden eygir kjörmennina 270 en Trump gæti enn sigrað

Helstu miðlar hafa nú lýst Joe Biden sigurvegara forsetakosninganna í Wisconsin. Það þýðir að Biden nægir að halda naumu forskoti sínu í Michigan og Nevada til að ná 270 kjörmönnum, sem hann þarf til að tryggja sér Hvíta húsið.

Vinnuslys í miðbænum

Vinnuslys varð við nýbyggingu í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tvö í dag.

Harka færist í leikinn - Trump krefst endurtalningar

Donald Trump hefur farið mikinn á Twitter í dag og heldur því nú bæði fram að unnið sé að því að láta atkvæði hverfa og að á sama tíma séu að „finnast“ atkvæði til handa andstæðingi hans í forsetakosningunum, Joe Biden.

„Erum að senda Íslending úr landi“

Ekki er nóg að setja háleit markmið í löggjöf ef ekki er raunverulegur vilji hjá framkvæmdarvaldinu til að framfylgja henni af mannúð, og meta matskennd atriði í þá átt. Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Biden leiðir í ríkjum sem samtals myndu tryggja 270 kjörmenn

Joe Biden, frambjóðandi Demókrata í forsetakosningnum í Bandaríkjunum er nú með forystu í ríkjum sem samtals myndu tryggja honum 270 kjörmenn verði þetta endanleg niðurstaða kosninganna. Enn er þó langt í að hægt sé að skera úr um hvort hann eða Trump hafi borið sigur úr býtum

Covid-19 smit á sambýli fyrir konur með heilabilun

Einn starfsmaður og einn íbúi á Foldabæ, sem er sambýli fyrir konur með heilabilun, hafa greinst með Covid-19. Sjö starfsmenn velferðarsviðs og allir íbúar heimilisins eru í sóttkví.

Fleiri leiðir til sigurs fyrir Joe Biden

Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að staðan daginn eftir kosningar í Bandaríkjunum rími við það sem sérfræðingar í skoðanakönnunum vestan hafs, sem hún taki mark á, hafi sagt fyrir kosningar; að úrslitin myndi alls ekki ráðast strax morguninn eftir.

Biden og Trump sýni að kennitalan skiptir engu máli

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, beindi orðum sínum til eldri borgara á upplýsingafundi Embætti landlæknis og Almannavarna í dag. Hún sagði haustið hafa verið erfitt en eldri borgarar þessa lands væru þrautseigir og myndu tímana tvenna.

Afar mjótt á munum í fjölda ríkja

Enn er ekki ljóst hver vann forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump forseti hefur þó lýst yfir sigri.

Segir hryðju­verka­manninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið

Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS.

Þakklæti frá kirkjunni í Úganda til Íslendinga

Yfirmaður kirkjunnar í Úganda, Stephen Kaziimba erkibiskup, heimsótti sendiráð Íslands í Kampala á dögunum og þakkaði fyrir störf sendiráðsins við uppbyggingu samfélaga í Úganda á vegum íslenskra stjórnvalda og stuðning við menntun

Sjá næstu 50 fréttir