Fleiri fréttir

Gular við­varanir víðast hvar vegna vinds

Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi á norðan- og austanverðu landinu í dag, en heldur hægari vindi suðvestantil. Víða verður rigning og talsverð sums staðar á norðvestan- og vestanverðu landinu, en styttir upp austantil er líður á daginn.

Toyota var með flestar nýskráningar í október

Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin.

Enn enginn sigurvegari og Biden þarf að treysta á „bláa vegginn“

Endanleg úrslit í bandarísku forsetakosningunum liggja enn ekki fyrir. Donald Trump forseti virðist hafa sigrað í öllum þeim ríkjum þar sem munaði litlu á honum og Joe Biden í könnunum. Biden þarf nú að treysta á ríkin í norðanverðu landinu sem voru lykillinn að sigri Trump fyrir fjórum árum.

ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni

Hryðjuverkasamtökin birtu mynd af árásarmanninum, Kujtim Fejzulai, undir dulnefninu Abu Dujana al-Albani og segja hann hafa verið „hermann kalífadæmisins“.

Víðir ráðinn í stöðu Víðis

Guðmundur Víðir Reynisson, betur þekktur sem Víðir Reynisson, hefur verið ráðinn í stöðu yfirlögregluþjóns almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra.

Hákarlar við Ísland lifa lengst allra hryggdýra

Hákarlar við Ísland virðast verða elstir allra hryggdýra á jörðinni, 200-300 ára gamlir. Og það sem meira er: Rannsókn á heila eins þeirra sýndi engin merki öldrunar þótt sá væri orðinn 245 ára gamall.

Katrín segir nýja herstöð ekki koma til greina

Forsætisráðherra segir hugmyndir um varanlega viðveru Bandaríkjahers hér á landi og eða nýja herstöð á Austurlandi ekki hafa verið ámálgaðar við íslensk stjórnvöld. Þær komi heldur ekki til greina að hennar hálfu og þyrfti að ræða fyrir opnum tjöldum á Alþingi kæmu þær formlega fram.

Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof

Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins.

Forseti Íslands kominn í sóttkví

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Nýr veruleiki tók á móti grunnskólabörnum í dag eftir að skólahaldi var breytt vegna hertari sóttvarnaraðgerða. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Finnst furðulegt að Víðir leggi mat á faraldurinn í fjölmiðlum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum.

Eiga ekki að leika við aðra en bekkjarfélaga

Embætti landlæknis og Almannavarnir minna forráðamenn barna á að draga úr tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þeim hertu aðgerðum sem eru í gangi í skólum og íþróttafélögum.

45 á­bendingar til með­ferðar vegna grímu­lausra vagn­stjóra

Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn.

Átta smitaðir í hópsýkingu í Hvassaleiti

Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti í síðustu viku. Tekin verða sýni hjá öllum íbúum á morgun.

Ou­attara hlaut 94 prósent at­kvæða

Stjórnarandstæðingar hvöttu kjósendur í landinu til að sniðganga kosningarnar, en þeir vilja meina að Ouwttara hafi ekki verið heimilt að bjóða sig fram til endurkjörs.

Ráðherra segir biðtímann óboðlegan

Dómsmálaráðherra segir óboðlegt að fjölskyldan frá Senegal, sem vísa á úr landi, hafi beðið í sex ár eftir að fá niðurstöðu í máli sínu. Málið sýni mikilvægi þess að veita fólki utan EES atvinnuleyfi.

Nýr fræðsluvefur UN Women um loftslagsbreytingar

Loftslagsbreytingar af manna völdum bitna á okkur á ólíkan hátt eftir búsetu, stöðu og kyni. Útrýming fátæktar og menntun kvenna er grunnforsenda þess að hægt sé að snúa áhrifum loftslagsbreytinga, segir á nýjum fræðsluvef UN Women

Sjá næstu 50 fréttir