Bílar

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Model 3 á hleðslubás við Staðarskála.
Tesla Model 3 á hleðslubás við Staðarskála.

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina.

Stöðin er á planinu við N1 Staðarskála og er með átta ofurhleðslu bása. Hver þeirra getur boðið upp á allt að 250 kW. Staðarskáli er vinsæll áningarstaður á leiðinni á milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Tesla ætlar sér með þessu að tengja saman norður- og suðurhluta landsins. Stöðin á að gera ferðir rafbíla mögulegar um áður ótroðnar slóðir.

Nýja hleðslustöðin við Staðarskála.

Frekari áætlanir um ofurhleðslustöðvar

Tesla hefur metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu hleðslustöðva á Íslandi. Samkvæmt korti frá Tesla eru uppi áætlanir um að setja upp stöðvar á Akureyri og Egilsstöðum á þessu ári. Enn er ekki komin dagsetning á hvenær slík stöð opnar á Kirkjubæjarklaustri, en það er í kortunum, bókstaflega.

Hleðslubásarnir átta.

Þriðju kynslóðar hleðslutækni

Ofurhleðslan er fyrst og fremst hugsuð til notkunar á ferðalögum. Stöðvarnar sem eru af þriðju kynslóð geta eins og áður segir hlaðið af miklu afli, eða allt að 250kW. Dagleg hleðsla ætti alla jafna að fara fram í hefðbundnum hleðslustöðum. Hægt er að setja af stað ferli í bílnum þegar stefnan er tekin á ofurhleðslustöð sem tryggir að bíllinn komi á stöðina með rafhlöðurnar í sem ákjósanlegustu hitastigi. Þetta getur dregið úr hleðslutíma um allt að 25%.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.