Fleiri fréttir

Komu til landsins í þremur flugvélum

Fólkið sem greinst hefur með kórónuveiruna á landamærunum á síðustu dögum eftir að hafa dvalið í Póllandi kom hingað til lands í þremur hópum.

Vilja taka 5G-samsæriskenningar fastari tökum

Fimmtán aðildarríki Evrópusambandsins hvetja til þess að sambandið móti áætlun til þess að takast á við upplýsingafals um 5G-væðingu fjarskiptakerfa. Annars telja þau að efnahagsbata og þróun fjarskiptakerfi verði stefnt í voða.

Sagðir hafa hótað drengnum ofbeldi með ostaskera og pinna

Landsréttur hefur vísað frá kröfu annars þeirra sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í tengslum við frelssissviptingarmál á Akureyri í síðustu viku, þess efnis að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yrði felldur úr gildi

Handtekinn fyrir að hafa hrópað að ungmennum og berað sig

Að minnsta kosti tvívegis hefur lögregla þurft að handtaka ölvaðan karlmann á fertugsaldri í Laugardalnum sem ýmist hefur hrópað að krökkum að leik eða berað sig fyrir þeim. Umræddur maður hefur ítrekað snúið til baka, síðast á laugardag.

Biðja fólk að halda sig heima í vetrarfríinu

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks nú að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins.

Fauci kom ekkert á óvart að Trump smitaðist

Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi.

42 greindust innan­lands

42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 smit greindust á landamærum og er niðurstaða mótefnamælingar beðið í nítján tilvikum. Þrjú virk smit greindust í seinni landamæraskimun.

Lést í eldsvoðanum í Borgarfirði

Kona lést í eldsvoða í íbúðarhúsi í uppsveitum Borgarfjarðar í gær. Við komu slökkviliðs og lögreglu á vettvang var íbúðarhúsið alelda.

Allt bendir til öruggs sigurs sósíalista í Bólivíu

Allt bendir til þess að Luis Arce, frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum sem fram fóru í Bólivíu um helgina, hafi unnið öruggan sigur, þannig að ekki þurfi að kjósa á ná á milli tveggja efstu manna.

Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic

Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu.

„Erfitt að geta ekki sýnt þetta mannlega“

Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á.

Ekkert mál að rækta epli úti á Íslandi

Jón Þórir Guðmundsson, eplabóndi og garðyrkjumaður á Akranesi reiknar með að uppskera um 500 epli af eplatrjánum sínum í haust en trén ræktar hann öll úti í garði hjá sér.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar klukkan 18:30 ræðum við við formann MS-félagsins segir mannréttindi konu með MS hafa verið fótum troðin þegar henni var synjað um heimaþjónustu og húsnæði.

„Hann var bara að skemmta sér“

Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana.

Fjögur vopnuð rán á þremur dögum

Ungur karlmaður er grunaður um að hafa framið þrjú vopnuð rán á tveimur dögum. Maðurinn var handtekinn í gær eftir að hafa framið vopnað rán í Pylsuvagninum.

MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar

MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 

Sjá næstu 50 fréttir