Fleiri fréttir

Fólk læri af hafnar­björguninni í Eyjum 1973 og treysti sér­fræðingum

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að af fréttum síðustu daga mætti ætla að þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokksins væru upp til hópa að rísa gegn ákvörðunum sóttvarnayfirvalda. Hann segir að hver tali þar fyrir sig en að hann vilji hafa það á hreinu að það gildi ekki um sig.

John Lennon hefði orðið áttræður í dag

John Ono Lennon hefði orðið áttræður í dag hefði hann lifað og er þess minnst með ýmsum hætti um allan heim. Tendrað verður á Friðarsúlunni í Viðey klukkan níu í kvöld og verður sent út beint frá athöfninni á vef borgarinnar og listaverksins sjálfs.

97 greindust smitaðir innanlands í gær

97 greindust smitaðir innanlands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. 54 voru í sóttkví við sýnatöku. Þá voru átta sem greindust með smit á landamærunum í gær.

Dagdvöl Hrafnistu á Sléttuvegi lokað vegna smits

Dagdvalargestur í Röst, á Hrafnistu Sléttuvegi, hefur verið greindur með COVID-19 smit. Af þeirri ástæðu þurfa allir gestir dagdvalar sem umgengust viðkomandi gest að fara í sóttkví ásamt starfsfólki deildarinnar.

Lægð í örum vexti

Í dag er útlit fyrir norðan- og norðvestanátt á landinu, fimm til þrettán metra á sekúndu en þrettán til átján í vindstrengjum á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Kín­verjar til liðs við CO­VAX

Kínverjar hafa nú ákveðið að ganga til liðs við COVAX-verkefnið, sem er samstarf þjóða heims um að dreifa væntanlegu bóluefni jafnt á meðal ríkja, óháð efnahag.

Mercedes-Benz EQS kemur á markað á næsta ári

Lúxusrafbíllinn Mercedes-Benz EQS mun koma á markað á næsta ári og verður hann flaggskip rafbílaflota þýska lúxusbílaframleiðandans. Mercedes-Benz kemur fram með nýjan arkitektúr á næsta ári sem byggir á rafmagni.

Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu

Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands.

Lýsa yfir „full­komnu van­trausti“ á Vega­gerðina

Stjórn Snigla bifhjólasamtaka lýsir yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar og forstjóra hennar, Bergþóru Þorkelsdóttur, í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um ástand vegakerfis á Íslandi í kvöld.

Æðislegt að hafa hænur

Kona sem hefur haft heimilishænur í fjögur ár segir það æðislegt. Þær sjái heimilinu fyrir eggjum og éti alla afganga.

Guðmundi dæmdar 5,6 milljónir í bætur

Íslenska ríkið var í sumar dæmt til að greiða Guðmundi R. Guðlaugssyni 5,6 milljónir króna í skaðabætur vegna tekjutaps sem hann varð fyrir eftir gæsluvarðhaldsvistun árið 2010.

Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf

Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi.

Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan

Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins.

Sjá næstu 50 fréttir