Fleiri fréttir

Ekið á barn á reiðhjóli í Njarðvík

Ekið var á barn, sem var á reiðhjóli, á Njarðvíkurbraut. Drengurinn sem um ræðir fann til verkja og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala.

Mótframboð Helgu Völu kom Heiðu Björgu á óvart

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, segir að mótframboð Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, í embætti varaformanns flokksins hafi komið henni á óvart.

Setja her­lög bæði í Armeníu og Aserbaídsjan

Átök armenskra og aserskra hersveita á landamærunum héldu áfram í nótt. 23 manns hið minnsta féllu í átökunum í gær og hafa herlög tekið gildi í báðum ríkjum. Alls hafa nú 31 maður fallið í átökum síðustu daga.

Mál­verki til minningar látinnar konu stolið

Málverki til minningar látinnar konu var stolið á föstudagsmorgunn úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ. Faðir konunnar segir mjög erfitt að málverkinu hafi verið stolið en það hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir fjölskylduna.

Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni

Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40.

Yuko Takeuchi látin

Japanska leikkonan Yuko Takeuchi fannst látin á heimili sínu í Tókýó. Hún var fertug.

Mannfall í hernaðarátökum Asera og Armena

Bæði Aserar og Armenar segjast hafa orðið fyrir mannfalli í skærum ríkjanna um Nagorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í júlí.

Strax grunur um að fólkið ætlaði ekki að virða sóttkví

Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Grunur kviknaði strax um að fólkið myndi ekki virða sóttkví við komuna til landsins.

Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga

Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu.

Sjá næstu 50 fréttir