Fleiri fréttir

Hiti víða 8 til 15 stig

Hiti mun ná allt að 20 stigum suðaustanlands í dag og verður bjartviðri á Suðurlandi. Hins vegar verður skýjað norðaustantil og við vesturströndina með lítilsháttar vætu.

Einn mikilvægasti bíll Aston Martin kominn í framleiðslu

Framleiðsla á fyrsta Aston Martin DBX kláraðist í gær og mun afhending á fyrstu eintökunum hefjast seinna í júlí. Bíllinn er einn mikilvægasti bíll í sögu Aston Martin og miklar vonir eru bundnar við sölu á DBX.

Á­liti ríkis­lög­reglu­stjóra verður and­mælt

Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt.

Áreitti fólk á Austurvelli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í mjög annarlegu ástandi við Austurvöll upp úr klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá hafði verið að áreita fólk.

Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum

Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember.

Síma­mótið spilað á 37 völlum

Símamótið fer fram í Kópavogi á morgun og um helgina. Að hámarki fimm hundruð manns mega koma saman í einu samkvæmt sóttvarnareglum en von er á tæplega 2500 þátttakendum á mótinu. Þeim fylgja þó foreldrar, dómarar og aðrir gestir.

Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu

Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu.

Báru kennsl á líkams­leifar sem TikTok-notendur fundu

Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga sem fundust í síðasta mánuði af unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok.

Vísar á­sökunum um van­rækslu gjafa á bug

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vísar á bug ásökunum um að skólinn hafi svívirt minningu konu hvers afkomendur ánöfnuðu Háskólanum jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr landi um Leifstöð í júní. Af erlendum ferðamönnum voru Þjóðverjar og Danir fjölmennastir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Jarðskjálfti við Grindavík að stærð 3,3

Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist klukkan korter yfir fjögur síðdegis um 3,5 kílómetra norðaustan við Grindavík. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.

Hreinsun langt komin í Hrísey

Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum.

Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“

Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.

Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar.

Svona var 84. upplýsingafundurinn

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2.

Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri

Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Lýst eftir borgarstjóra Seúl

Lögregla leitar nú að hinum 64 ára gamla Park Won-soon borgarstjóra suður-kóresku höfuðborgarinnar Seúl en hann mætti ekki til vinnu í ráðhúsinu í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir