Fleiri fréttir

Japanir gefa Landspítalanum lyf sem sýnt hefur virkni gegn kórónuveirunni

Japönsk stjórnvöld tilkynntu síðastliðinn mánudag áform sín um að gefa Landspítalanum rúmlega 12 þúsund töflur af japanska veirulyfinu Favipiravir, sem sýnt hefur virkni við meðhöndlun Covid-19 sjúklinga. Sýnatökupinnar og sýnaglös eru einnig væntanleg til landsins frá Japan.

Björguðu hnúfubak úr neti

Áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði í dag hnúfubak sem hafði fest sig í veiðarfærum fiskibáts suður af Langanesi. Landhelgisgæslunni barst tilkynning um málið á ellefta tímanum í morgun og var varðskipið sent á vettvang.

„Hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir“

Kristófer Oliversson, formaður FHG - Fé­lags fyr­ir­tækja í hót­el­rekstri og gistiþjón­ustu og fram­kvæmda­stjóri Center hotels, segir að þær efnahagsaðgerðir sem stjórnvöld kynntu í gær til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum nýtist vafalaust minnstu hótelum og gististöðum.

Atvinnurekendur undirbúa uppsagnir um mánaðamótin

Viðbrögð við öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar hafa verið sterk í dag. Atvinnurekendur í ferðaþjónustu og veitingageiranum eru uggandi yfir komandi vikum og mánuðum. Margir hverjir undirbúa nú uppsagnir fyrir næstu mánaðamót.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Bretar gætu verið komnir með bóluefni við kórónuveirunni í september, gangi áætlanir þeirra eftir. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir þetta gleðilegar fréttir en varar þó við bjartsýni.

Vinna að leiðbeiningum fyrir tjaldstæði í sumar

Starfsmenn sóttvarnalæknis vinna nú að leiðbeiningum um þrif og sóttvarnir fyrir tjaldstæði og almenningssalerni vegna kórónuveirufaraldursins til að hægt verði að halda úti starfsemi í sumar þegar fólk ferðast innanlands.

Konur verði þungamiðja viðbragðsáætlana vegna faraldursins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fjarfund kvenleiðtoga í vikunni þar sem ítrekað var mikilvægi þess að konur og stúlkur verði þungamiðja viðbragðsáætlana og aðgerðaáætlana í bataferli heimsbyggðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins.

Hegðun einstaklinga veigamest í að draga úr hættu á seinni bylgju

Einstaklingsbundin hegðun skiptir mestu máli til að koma í veg fyrir að kórónuveirusmit blossi upp aftur síðar. Sóttvarnalæknir segir að einstaklingar verði að hafa tilmæli um hreinlæti og smitvarnir í heiðri út þetta ár og jafnvel alltaf héðan í frá.

Skipafélögin hafa aðlagað sig ástandinu

Eimskip og Samskip hafa gripið til ráðstafana til að tryggja inn og útflutning. Matvælaflutningar ganga vel en ber á minni innflutningi á bílum, vélum og byggingavörum.

Efast um að „inneignarnótuúrræði“ standist eignaréttarákvæði stjórnarskrár

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir hið svokallaða „inneignarnótuúrræði“ fyrir ferðaskrifstofur koma illa niður á neytendum og að verið sé að velta vandanum yfir á neytendur sem, margir hverjir, hafi misst lífsviðurværi sitt í heimsfaraldrinum sem nú geisar. Hann telur úrræðið ganga gegn eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Fimm frumvörp og upplýsingaóreiða

Fjögur frumvörp um aðgerðir vegna kórónuveirunnaFrestun á skatt­greiðslum er vara­samt sprengju­svæðir sem kosta munu ríkissjóð 60 milljarða og fjáraukalagafrumvarp til að tryggja þau úrgjöld verða rædd á Alþingi í allan dag.

Sjö ný smit og fækkar á sjúkrahúsum

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.785 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um sjö á milli daga. Þeim sem liggja á sjúkrahúsum fækkaði um sex á milli daga.

„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“

Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur.

Saka íslenskan karlmann um morð á Flórída

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og sakaður um morð í Pensacola á Flórída í Bandaríkjunum á mánudag. Maðurinn er sagður hafa skotið gest á heimili hans til bana.

Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari

Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja „óhugsandi“álag á heilbrigðiskerfið.

Ekkert minnst á heimilin í öðrum aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar

Félagsmálaráðherra segir að aðgerðir í húsnæðismálum og til að tryggja heimilin í landinu verði kynnt í næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. Hann reiknar með því að allt að tuttugu og fimm prósent vinnumarkaðarins komi, með einum eða örðum hætti, inn í atvinnuleysisbótakerfið þegar mest verður.

Ætla að slaka á útgöngubanni á Spáni í seinni hluta maí

Spænsk stjórnvöld stefna nú að því að byrja að slaka á útgöngubanni þar vegna kórónuveirufaraldursins í seinni hluta maí. Útgöngubannið er eitt það strangasta í heiminum og hefur börnum verið bannað að yfirgefa heimili sín.

Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin

Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun.

Sjóaranum síkáta aflýst í ár

Sjóaranum síkáta, sjómanna- og fjölskylduhátíð Grindvíkinga, hefur verið aflýst í ár vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Sjá næstu 50 fréttir