Fleiri fréttir

Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa

Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið.

Fangi stunginn á Kvíabryggju

Lögreglan á Vesturlandi rannsakar árás fanga á samfanga sinn á Kvíabryggju í dag. Fanginn sem særðist var fluttur á heilbrigðisstofnun þar sem hlúið var að sárum hans.

Merkel fordæmir árásina í Hanau

Öfgaþjóðernishyggjumaður er grunaður um að hafa myrt níu manns á tveimur skemmtistöðum í bænum Hanau, nærri Frankfurt, í Þýskalandi í gærkvöldi áður en hann stytti sér aldur. Angela Merkel kanslari fordæmdi árásina í dag og sagði kynþáttahatur eitur fyrir þýskt samfélag.

Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán

Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áfhrif verkfalls Eflingarfólks á skólastarf, vopnað rán í Reykjanesbæ og kynjakvótar í stjórnum fyrirtækja er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Vinur Trump dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi

Trump forseti hafði sett mikinn þrýsting á dómsmálaráðuneytið, dómara og saksóknara vegna máls vinar sína, Rogers Stone. Saksóknarar sem fóru upphaflega með málið sögðu sig frá því vegna inngrips ráðuneytisins í síðustu viku.

Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF

Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni.

SGS og ríkið náðu samkomulagi

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins (SGS) og samninganefnd ríkisins náðu í gær samkomulagi um „útlínur“ á nýjum kjarasamningi.

Grunur beinist að lykil­vitni í rann­sókninni á morðinu á Olof Palme

Skandia-maðurinn svokallaði var einn af fyrstu mönnunum á vettvang þegar Olof Palme, þáverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, var skotinn til bana árið 1986. Nú, 34 árum síðar, beinast grunsemdir manna að því að þetta lykilvitni hafi mögulega verið sá sem banaði Palme.

„Ég er örugglega frekur karl“

Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði.

Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð

Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan.

Byssurnar á loft á stefnumótskvöldi

Hjónin Chase og Nicole McKeown voru úti að borða Í Louisville í Kentucky um helgina þegar þau urðu vör við að verið var að ræna skyndibitastaðinn sem þau voru á.

Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað

Um fimmtíu manns á vegum Eflingar, með Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann í broddi fylkingar, mættu við Jafnréttisþingið í Hörpu klukkan tíu til að mótamæla því sem þau kalla "virðingarleysi samfélagsins gagnvart umönnunarstörfum“.

Bein útsending: Jafnrétti í breyttum heimi

Jafnréttisþing fer fram í Hörpu í dag undir yfirskriftinni "Jafnrétti í breyttum heimi: Kyn, loftslag og framtíðin“. Sýnt verður frá þinginu í beinni útsendingu.

Baunuðu á Bloomberg

Sex forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins komu saman í kappræðum í Nevada í gærkvöldi. Kvöldið einkenndist af því að allir fóru gegn auðjöfrinum Mike Bloomberg í baráttu það hver etur kappi við Bernie Sanders um tilnefningu Demókrataflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir