Fleiri fréttir

Ekkert sem mælir gegn því að pissa í sturtu

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni.

Össur strætóbílsstjóri stoppaði vagninn og fékk farþega til að taka húið

Strætóbílstjóri sem hefur skreytt vagninn sinn í áraraðir fyrir landsleiki í knattspyrnu segist elska liðið. Draumur hans er að hitta landsliðið og fá í strætó til sín. Þetta er í eina skipti sem þið fáið tækifæri til að vera með hávaða í strætó sagði hann við farþega í dag þegar hann fékk þá til að gera Hú-ið með sér.

Stúlkur geta allt - líka breytt heiminum

Dagur stúlkubarnsins var víða haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag, 11. október. Að þessu sinni var þema dagsins: Kraftur stelpna – óskrifaður og óstöðvandi.

Drottningin lýsti stefnuskrá Boris Johnson

Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að nota drottninguna til að koma á framfæri kosningaloforðum sínum fyrir þingkosningar sem búist er við að verði á næstunni.

Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands.

Hyundai Nexo hreinsar loft í akstri

Í tilraun Hyundai til að athuga hversu mikið loft rafknúni vetnisbíllinn Nexo hreinsar af lofti í akstri á mánaðartímabili kom í ljós að hann hreinsar rúmlega 900 kg.

Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur

Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.

K-popp­stjarnan Sulli fannst látin

Sulli var með rúmlega fimm milljónir fylgjenda á Instagram og var áður liðsmaður K-poppsveitarinnar F(x) til ársins 2015.

„Við erum bara ekki dætur“

Systurnar Ingibjörg Sædís og Eydís Rán ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og hafa ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja nú hætta að kenna sig við hann og taka upp nýtt nafn en gagnrýna þröngar skorður sem mannanafnalög setja þeim.

Enn ein sprengingin á Amager

Enn ein sprenging varð á Amager í Kaupmannahöfn í nótt þegar handsprengju var kastað á kaffihús í borginni.

Leið­togar Kata­lóna fá þunga fangelsis­dóma

Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið.

Assad-liðar mættir á átakasvæði

Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands.

Lög og réttlæti lýsir yfir sigri

Samkvæmt fyrstu tölum fékk flokkurinn, sem er íhaldssamur og þjóðernissinnaður, rúmlega 40 prósent atkvæða og mun að óbreyttu auka þingstyrk sinn í neðri deild pólska þingsins.

Brexit-viðræður ganga hægt

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin.

Vill stefnumótun um samskipti á íslensku

Fordómar í garð þeirra sem ekki tala íslensku hafa slæm áhrif á viðhorf þeirra sömu til tungumálsins. Framkvæmdastjóri Retor segir íslenskuna ekki erfiðari en önnur tungumál. Fólk þurfi bara sanngjarnt tækifæri til að tala hana.

Vilja samráð um bankana

Lýðræðisfélagið Alda skorar á stjórnvöld að hafa lýðræðislegt samráð um framtíðarskipan bankakerfisins.

Undrast tómlæti um Landsrétt

Dómsmálaráðherra hefur enn ekki brugðist við tillögum Dómstólasýslunnar um fjölgun dómara við Landsrétt. Þó að tillagan gæti leyst vanda Landsréttar og sparað ríkissjóði kostnað er hún ekki óumdeild.

Sjá næstu 50 fréttir