Fleiri fréttir

Hver dagur skiptir máli segir stjórnarformaður Sorpu

Ákvörðun Seltjarnarnesbæjar ræður úrslitum um hvort að Sorpa fær milljarða lán til að geta haldið áfram með framkvæmdir við nýja gas-og jarðgerðarstöð. Bæjarstjórinn segir að málið verði tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á morgun. Formaður stjórnar Sorpu segir afar brýnt að niðurstaða fáist sem fyrst, hver dagur skipti máli.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögreglumanna. Þingmenn segja stöðuna grafalvarlega. Ríkislögreglustjóri eigi að víkja.

Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun

Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað.

Átta vilja eina stöðu í Hæstarétti

Átta umsækjendur sóttu um eitt embætti dómara við Hæstarétt sem auglýst var laust til umsóknar þann 6. september síðastliðinn. Þar á meðal eru fimm dómarar við Landsrétt.

Trump lofaði þjóðernishyggju í ræðu sinni hjá SÞ

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um ýmsa aðila í ræðu sinni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og teiknaði hann upp alvarlega mynd af stöðu heimsins og Bandaríkjanna.

Greta Thunberg gagnrýndi þjóðaleiðtoga á loftslagsfundinum

Almennar umræður á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefjast í dag að loknum loftslagsfundi samtakanna í gær þar sem "öll augu hvíldu á Greta Thunberg baráttukonunni sextán ára sem dró ekkert af sér í gagnrýni sinni á leiðtogana

Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar

Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum.

För ökuníðings stöðvuð í Mosfellsbæ

Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í Mosfellsbæ á tólfta tímanum í dag þar sem von var á ökumanni ofan af Akranesi sem ók bíl sínum langt umfram löglegan hámarkshraða.

Rekinn fyrir að handtaka tvö sex ára börn

Lögreglan í Orlando hefur rekið fyrrverandi lögregluþjón sem starfaði sem öryggisvörður skóla og handtók tvö sex ára börn á sama degi í síðustu viku.

Haraldur fer ekki fet

Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu.

Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris

Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei.

Sjá næstu 50 fréttir