Fleiri fréttir

Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju

Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“

Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi.

Stungu sér til sunds í Reynisfjöru

Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni.

„Sena! Þetta er stórskita!“

Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld.

Fundu bakpoka í flæðarmálinu

Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir.

Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu

Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða einar með maka sínum í fæðingu.

Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.

Eldur í mosa við Grindavík

Slökkviliðið í Grindavík óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logar í mosa í hrauninu við Grindavík.

FBI rannsakar andlát Epsteins

Epstein er talinn hafa framið sjálfsvíg en hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun á tugum stúlkna.

Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna

Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag.

Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll

Snemm-innritun er aðeins hugsuð fyrir stóra hópa sem ætla ekk inn á tónleika Eds Sheeran á sama tíma en keyptu miða saman. Armbandið sem fæst við innritun er ekki nauðsynlegt til þess að komast á tónleikana. Miði er nóg.

Annað barnanna mest slasað

Einstaklingarnir fjórir sem fluttir voru með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi í Eldhrauni í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn. Um var að ræða hjón með tvö börn.

Fullt út úr dyrum í Val­höll

Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum.

Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn

Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki.

Stofnanir og stórfyrirtæki laða til sín færa kokka

Opinberar stofnanir og stórfyrirtæki eru í auknum mæli að ráða til sín færustu kokka landsins. Eftirsótt er að komast í þessar stöður vegna þægilegs vinnutíma og góðra launa. Bitnar það á hótelum og stórum veitingastöðum.

Sjá næstu 50 fréttir