Fleiri fréttir

Banaslys á Ingjaldssandsvegi

Stjórnandi veghefils sem var við störf á Ingjaldssandvegi á Sandheiði í Gerðhamradal á Vestfjörðum lést í gær þegar veghefillinn hafnaði utan vegar.

Duterte hótar andstæðingum sínum fangelsi

Ásakanir hafa verið á lofti um að Durterte Filippseyjaforseti hafi brotið á stjórnarskrá landsins. Hann manar andstæðinga sína til að kæra sig fyrir embættisbrot því hann muni fangelsa þá.

Kári er í forréttindastarfi

Kári Viðarsson, eigandi Frystiklefans í Rifi, situr sannarlega ekki auðum höndum og segir engan tilgang í því að hætta. Mikil dagskrá verður í Frystiklefanum í sumar.

Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum

Hiti fór víða yfir fjörutíu stig í álfunni í gær. Hitamet fallið og enn gæti hitnað yfir helgina. Ástandið rakið til vinda frá Norður-Afríku og þurrar jarðar. Loftslagsbreytingar sagðar gera ástandið enn verra. Skógareldar á Spáni.

Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum

Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi.

Vaknaði með spúandi hver í garðinum

Íbúi í nýsjálenska bænum Rotorua vaknaði aðfaranótt miðvikudags við dynki og ókyrrð – og gerði strax ráð fyrir að jarðskjálfti stæði yfir.

Vinnuskólakrakkar mótmæla í hádeginu

Hópur nemenda í Vinnuskóla Reykjavíkur tekur frí frá hefðbundnum störfum á morgun til að taka þátt í mótmælum. Móðir segir koma á óvart að hafa ekki verið látin vita. Skólastjóri segir að enginn sé hvattur til að taka þátt.

Rignir áfram í næstu viku

Í dag verður vestlæg átt og lítilsháttar úrkoma en bjart með köflum suðaustanlands og hiti svipaður í dag og var í gær.

Rauð viðvörun vegna hitans

Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu.

Helmingur íbúa vill úr landi

Nærri helmingur Marokkómanna, eða 44 prósent, vill flytja úr landi. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Arab Barometer gerði fyrir BBC News Arabic.

Útlit fyrir að Íran brjóti gegn samningnum

Ef fram heldur sem horfir mun Íran gerast brotlegt við ákvæði JCPOA-kjarnorkusamningsins innan fáeinna daga og eiga meira auðgað úran en samningurinn heimilar. Þetta hafði Reuters eftir erindrekum sem vitnuðu til gagna rannsakenda á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Hæfisnefndin sætir harðri gagnrýni

Minnst sjö umsækjendur andmæltu mati hæfisnefndar um skipun seðlabankastjóra. Furða sig á að matið taki ekki til greina sameiningu Seðlabankans og FME. Telja jafnræðisregluna brotna.

Miðflokkurinn kominn á mikið flug

Miðflokkurinn nálgast kjörfylgi sitt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins dalar hins vegar. Vinstri græn bæta við sig fylgi ein stjórnarflokka. Píratar eru stærstir í stjórnarandstöðu.

Demókratar samþykktu landamærafrumvarp með semingi

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem mun verða til þess að 4, 6 milljörðum dala verður veitt til að takast á við þann mannfjölda sem freistar þess að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna.

Játaði morðið á Lübcke

Karlmaður, þekktur sem Stephan E., hefur játað að hafa myrt þýska stjórnmálamanninn Walter Lübcke fyrir utan heimili Lübcke í byrjun mánaðarins.

Grænt ljós gefið á framkvæmdir Fram í Úlfarsárdal

Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022.

Lögreglan með allar klær úti í vændis- og mansalsmálum

Í nýrri afbrotaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram kynferðisbrotamálum hafi fjölgað töluvert í maímánuði. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir allar klær vera úti í vændis- og mansalsmálum sem útskýri fjölgunina.

Kanslarinn nötraði aftur í Berlín

Angela Merkel kanslari Þýskalands fékk skjálftakast á viðburði í Berlín í morgun. Þetta er í annað skipti á átta dögum sem Merkel sést skjálfa eins og hrísla við opinber störf.

Sjá næstu 50 fréttir