Fleiri fréttir

Kapp lagt á að hefta útbreiðslu kóleru

Yfirvöld í Mósambík berjast við að hefta útbreiðslu kóleru í norðurhluta landsins í kjölfar fellibylsins Kenneth og úrhellis síðustu dagana. Í síðustu viku var lýst yfir að kóluerufaraldur geisaði á hamfarasvæðunum eftir að tilvikum sjúkdómsins fjölgaði ört.

Til skoðunar að lækka hámarkshraða á Snorrabraut, Langholtsvegi og víðar

Meirihluti þeirra sem látast eða slasast alvarlega í umferðarslysum í borginni eru hjólandi og gangandi vegfarendur. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir það vera til skoðunar að lækka hámarkshraða víða í borginni. Þannig megi draga úr líkum á því að þeir sem verði fyrir bílum hljóti alvarleg meiðsl.

Sjálfsagt að karlmenn tækju ríkan þátt

Það getur haft margvísleg áhrif á líkamann að nota getnaðarvarnir. Flestar innihalda þær tvö hormón, estrógen og gestagen. Áhrif og einkenni sem konur geta fundið fyrir við notkun hormónaríkra getnaðarvarna eru margar.

Löng og erfið fæðing karlapillunnar

Vísindamenn telja að getnaðarvarnarpilla fyrir karla komi á markað innan tíu ára. Slíkar hugmyndir hafa verið kannaðar síðan hormónagetnaðarvarnir fyrir konur komu á markað um miðja síðustu öld.

Innflutningur blóma mengandi og óþarfur

Íslensk blómaframleiðsla gæti staðið undir öllum blómamarkaði hér á landi. Þó eru flutt inn um 300 þúsund afskorin blóm á ári, jafnvel þótt blóm af sömu tegund séu ræktuð hér á landi.

Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum

Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran.

Af­glæpa­væða of­skynjunar­sveppi

Stjórnvöld í Denver borg í Bandaríkjunum hafa ákveðið að afglæpavæða ofskynjunarsveppi en borgarbúar samþykktu ályktun þess efnis í nótt með afar tæpum meirihluta í atkvæðagreiðslu.

Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld

Skólaráð Brekkuskóla telur kennsluaðstæður í íþróttum lélegar þar sem bærinn setji menntaskólanemendur í íþróttir á sama tíma. Frístundaráð Akureyrarbæjar svaraði skólanum fullum hálsi og telur erindið fráleitt.

Skammaði Breta fyrir mögulegt samstarf við Huawei

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skammaði Breta, einhverja helstu bandamenn Bandaríkjanna, þegar hann flutti ræðu í London í dag, vegna mögulegrar samvinnu þeirra við Kína og tæknirisann Huawei.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga og ágangs manna að mati Þorleifs Eiríkssonar dýrafræðings Rætt verður við Þorleif í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30.

Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“

"Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári.

Umsóknarfrestur um ungmennaráð heimsmarkmiðanna að renna út

Eftir fáeina daga rennur út umsóknarfrestur um fulltrúa í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Opnað var fyrir umsóknir í síðasta mánuði á vef Stjórnarráðsins og óskað er eftir umsóknum frá ungmennum á aldrinum 13 til 18 ára. Umsóknarfrestur er til og með 13. maí.

171 hús enn í snjóflóðahættu

Þrátt fyrir að áætlað hafi verið að ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna fyrir árið 2010 á enn eftir að reisa tæplega helming varnarvirkjanna. Ofanflóðasérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga á áhættusvæðum hafa sent áskorun til ríkisstjórnarinnar að ljúka verkinu á næstu tíu árum enda sé enn hundraðsjötíuogeitt hýbýli á hættusvæði víðs vegar um landið.

Lágmarksaldur í ófrjósemisaðgerð lækkar

Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt.

Sjá næstu 50 fréttir