Fleiri fréttir

Húsmæður vilja ekta vambir og meira blóð

Húsmóðir í Smáíbúðahverfinu er ósátt við gervivambir og vill meira blóð í sláturgerðina. Dregið hefur úr sláturgerð á íslenskum heimilum. Máltíðin kostar rúmar 100 krónur fyrir einn. Fréttablaðið kannaði verð og úrval í yfirstandandi sláturtíð.

Rjúpnaveiði með sama sniði og síðustu ár

Rjúpnaveiðitímabilið hefst daginn fyrir kjördag, þann 27. október. Tímabilið í ár er eins og á því síðasta, þar sem veitt er fjórar samfelldar helgar frá föstudegi til sunnudags.

Ráðherra vill meiri launahækkun til kvennastétta en annarra

Þorsteinn Víglundsson telur æskilegt að kvennastéttir fái launahækkun í komandi kjaraviðræðum umfram aðra hópa. Formaður BHM segir gott að ráðherra sé kominn í lið með sér hvað það varðar. Hugmyndirnar séu þó augljóslega komnar fram núna í ljósi komandi kosninga.

Ráðherra fái drög að samningi í vikunni

Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu.

Telma segir frá áreitni þriggja manna

"Þjóð veit þá þrír vita,“ hvíslaði virtur kennari og vinur þegar hann ítrekað leitaði á mig 17 eða 18 ára gamla og vildi eiga "ævintýri“ sem þoldi ekki dagsljósið.“

Flugi til Cork aflýst vegna Ófelíu

Flugi Wow Air til Cork á Írlandi á morgun hefur verið aflýst sökum fellibylsins Ófelíu. Ekki er búist við því að veðrið hafi áhrif á áætlunarflug til og frá Dublin.

Hornfirðingar fá hitaveitu

Hornfirðingar geta leyft sér að hlakka til; þeir fá hitaveitu. Fundist hefur heitt vatn í sveitinni sem dugar til að hita upp öll húsin í bænum.

Tímamótasamningur við UMFÍ

Þetta er fyrsti samningurinn sem stjórnvöld gera við félagasamtök og er til lengra tíma en eins árs í senn.

Komu í veg fyrir tjón í Elliðaám

Með skjótum viðbrögðum tókst að aftra meiriháttar tjóni þegar olía lak í Grófarlæk í Fossvogsdal í gær. Unnið verður að hreinsun lækjarins næstu daga, en heilbrigðisfulltrúi segir að blessunarlega hafi lítið af olíu borist niður í Elliðaár.

Ný mið gætu opnast í Norður-Íshafi

Íslendingar gætu haft hagsmuni af fiskveiðum í Norður-Íshafi í framtíðinni. Þetta segir sérfræðingur hjá Utanríkisráðuneytinu, en hafsvæðið tekur nú miklum breytingum samhliða hlýnun jarðar.

Mætt aftur tíu árum síðar til að hvetja fólk áfram

Við viljum þakka fyrir okkur og hvetja fólk áfram. Þetta segir formaður söfnunarátaksins Göngum saman, en átakið fagnar tíu ára afmæli í ár. 45 manna hópur Íslendinga er nú staddur í New York í Avon krabbameinsgöngunni svokölluðu, en þar hófst einmitt íslenska átakið fyrir tíu árum síðan.

Útgönguspár benda til sigurs hjá flokki Kurz

Austurríkismenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu til þings og lauk atkvæðagreiðslu nú klukkan fimm. Útgönguspár sýna að flokkur Sebastian Kurz, Kristilegir demókratar, mælast með mest fylgi eða 30,2 prósent atkvæða.

Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi

Ásmundur Friðriksson segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem gagnrýna málflutning hans um hælisleitendur og séu með krummafót í kosningabaráttunni.

Kveikt í leikkastala í Langholtshverfi

Kveikt var í leikkastala á lóð leikskólans Sunnuás á Dyngjuvegi á níunda tímanum í gærkvöldi. Var slökkvilið sent á staðinn en engin hætta varð af völdum íkveikjunnar.

Fannst heill á húfi

Pilturinn sem lögregla lýsti eftir í gær er fundinn heill á húfi.

Woody Allen sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein

Bandaríski leikstjórinn Woody Allen segist sorgmæddur vegna máls Harvey Weinstein en á þriðja tug kvenna hafa stigið fram á undanförnum dögum og sakað hann um að hafa beitt þær kynferðislegu ofbeldi.

Sjá næstu 50 fréttir