Minnst 230 látnir eftir hryðjuverkaárás í Mogadishu Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. október 2017 17:53 Eyðileggingin og manntjónið er gríðarlegt í Mogadishu. Vísir/AFP Að minnsta kosti 230 eru látnir eftir öfluga sprengju í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þá eru hundruðir slasaðir. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur fyrir utan hótel á fjölförnum stað í borginni í gær. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu í áratug. Talið er að al-Shabab hryðjuverkasamtökin hafi verið að verki. Forseti landsins, Mohamed Abdullahi Farmajo Mohamed hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg fyrir fórnarlömb árásarinnar. Ibrahim Mohamed, lögreglustjórinn í Mogadishu, sagði við AFP fréttaveituna að fjöldi látinna ætti að öllum líkindum eftir að hækka. „Það eru rúmlega þrjú hundruð særðir, sumir alvarlega,“ sagði Ibrahim. Lögregluyfirvöld hafa einnig staðfest að tveir létust í annarri sprengjuárás í Madina-hverfi borgarinnar.Leitað af líkum í rústunum.Vísir/AFPHverjir eru al-Shabab?Al-Shabab, eða Harakat al-Shabaab al-Mujahideen, eru hryðjuverkasamtök íslamista sem berjast gegn ríkisstjórn Sómalíu sem nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins. Hafa þeir ítrekað framið hryðjuverk í landinu sem og nágrannaríkinu, Kenía. Hópurinn sem hefur tenginu við Al-Qaeda hafði eitt sinni yfirráð yfir stórum hlutum landsins en hefur misst yfirráðin með tímanum. Íbúum stafar þó stöðug ógn af tíðum árásum þeirra. Árið 2015 létust um 150 háskólanemar í Kenía er samtökin gerðu árás á háskóla í borginni Garissa. Hópurinn styður svokallaða Wahhabi túlkun á íslamskri trú en flestir íbúar Sómalíu eru súfar. Á síðasta ári sendi Bandaríkjaher sérveitarmenn til Sómalíu þar sem þeir tóku þátt í áhlaupi á þjálfunarbúðir samtakanna. Einnig féllu um 150 vígamenn al-Shabab í loftárás bandaríkjahers í fyrra. Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Vísir/AFPÍsland ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríkiÁrið 2008 gáfu samtökin það út að Ísland væri ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki. „Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rúslandi, Salómseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ sagði talsmaður samtakanna. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Að minnsta kosti 230 eru látnir eftir öfluga sprengju í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þá eru hundruðir slasaðir. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur fyrir utan hótel á fjölförnum stað í borginni í gær. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu í áratug. Talið er að al-Shabab hryðjuverkasamtökin hafi verið að verki. Forseti landsins, Mohamed Abdullahi Farmajo Mohamed hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg fyrir fórnarlömb árásarinnar. Ibrahim Mohamed, lögreglustjórinn í Mogadishu, sagði við AFP fréttaveituna að fjöldi látinna ætti að öllum líkindum eftir að hækka. „Það eru rúmlega þrjú hundruð særðir, sumir alvarlega,“ sagði Ibrahim. Lögregluyfirvöld hafa einnig staðfest að tveir létust í annarri sprengjuárás í Madina-hverfi borgarinnar.Leitað af líkum í rústunum.Vísir/AFPHverjir eru al-Shabab?Al-Shabab, eða Harakat al-Shabaab al-Mujahideen, eru hryðjuverkasamtök íslamista sem berjast gegn ríkisstjórn Sómalíu sem nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins. Hafa þeir ítrekað framið hryðjuverk í landinu sem og nágrannaríkinu, Kenía. Hópurinn sem hefur tenginu við Al-Qaeda hafði eitt sinni yfirráð yfir stórum hlutum landsins en hefur misst yfirráðin með tímanum. Íbúum stafar þó stöðug ógn af tíðum árásum þeirra. Árið 2015 létust um 150 háskólanemar í Kenía er samtökin gerðu árás á háskóla í borginni Garissa. Hópurinn styður svokallaða Wahhabi túlkun á íslamskri trú en flestir íbúar Sómalíu eru súfar. Á síðasta ári sendi Bandaríkjaher sérveitarmenn til Sómalíu þar sem þeir tóku þátt í áhlaupi á þjálfunarbúðir samtakanna. Einnig féllu um 150 vígamenn al-Shabab í loftárás bandaríkjahers í fyrra. Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Vísir/AFPÍsland ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríkiÁrið 2008 gáfu samtökin það út að Ísland væri ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki. „Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rúslandi, Salómseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ sagði talsmaður samtakanna.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira