Minnst 230 látnir eftir hryðjuverkaárás í Mogadishu Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. október 2017 17:53 Eyðileggingin og manntjónið er gríðarlegt í Mogadishu. Vísir/AFP Að minnsta kosti 230 eru látnir eftir öfluga sprengju í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þá eru hundruðir slasaðir. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur fyrir utan hótel á fjölförnum stað í borginni í gær. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu í áratug. Talið er að al-Shabab hryðjuverkasamtökin hafi verið að verki. Forseti landsins, Mohamed Abdullahi Farmajo Mohamed hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg fyrir fórnarlömb árásarinnar. Ibrahim Mohamed, lögreglustjórinn í Mogadishu, sagði við AFP fréttaveituna að fjöldi látinna ætti að öllum líkindum eftir að hækka. „Það eru rúmlega þrjú hundruð særðir, sumir alvarlega,“ sagði Ibrahim. Lögregluyfirvöld hafa einnig staðfest að tveir létust í annarri sprengjuárás í Madina-hverfi borgarinnar.Leitað af líkum í rústunum.Vísir/AFPHverjir eru al-Shabab?Al-Shabab, eða Harakat al-Shabaab al-Mujahideen, eru hryðjuverkasamtök íslamista sem berjast gegn ríkisstjórn Sómalíu sem nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins. Hafa þeir ítrekað framið hryðjuverk í landinu sem og nágrannaríkinu, Kenía. Hópurinn sem hefur tenginu við Al-Qaeda hafði eitt sinni yfirráð yfir stórum hlutum landsins en hefur misst yfirráðin með tímanum. Íbúum stafar þó stöðug ógn af tíðum árásum þeirra. Árið 2015 létust um 150 háskólanemar í Kenía er samtökin gerðu árás á háskóla í borginni Garissa. Hópurinn styður svokallaða Wahhabi túlkun á íslamskri trú en flestir íbúar Sómalíu eru súfar. Á síðasta ári sendi Bandaríkjaher sérveitarmenn til Sómalíu þar sem þeir tóku þátt í áhlaupi á þjálfunarbúðir samtakanna. Einnig féllu um 150 vígamenn al-Shabab í loftárás bandaríkjahers í fyrra. Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Vísir/AFPÍsland ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríkiÁrið 2008 gáfu samtökin það út að Ísland væri ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki. „Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rúslandi, Salómseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ sagði talsmaður samtakanna. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Að minnsta kosti 230 eru látnir eftir öfluga sprengju í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þá eru hundruðir slasaðir. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur fyrir utan hótel á fjölförnum stað í borginni í gær. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu í áratug. Talið er að al-Shabab hryðjuverkasamtökin hafi verið að verki. Forseti landsins, Mohamed Abdullahi Farmajo Mohamed hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg fyrir fórnarlömb árásarinnar. Ibrahim Mohamed, lögreglustjórinn í Mogadishu, sagði við AFP fréttaveituna að fjöldi látinna ætti að öllum líkindum eftir að hækka. „Það eru rúmlega þrjú hundruð særðir, sumir alvarlega,“ sagði Ibrahim. Lögregluyfirvöld hafa einnig staðfest að tveir létust í annarri sprengjuárás í Madina-hverfi borgarinnar.Leitað af líkum í rústunum.Vísir/AFPHverjir eru al-Shabab?Al-Shabab, eða Harakat al-Shabaab al-Mujahideen, eru hryðjuverkasamtök íslamista sem berjast gegn ríkisstjórn Sómalíu sem nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins. Hafa þeir ítrekað framið hryðjuverk í landinu sem og nágrannaríkinu, Kenía. Hópurinn sem hefur tenginu við Al-Qaeda hafði eitt sinni yfirráð yfir stórum hlutum landsins en hefur misst yfirráðin með tímanum. Íbúum stafar þó stöðug ógn af tíðum árásum þeirra. Árið 2015 létust um 150 háskólanemar í Kenía er samtökin gerðu árás á háskóla í borginni Garissa. Hópurinn styður svokallaða Wahhabi túlkun á íslamskri trú en flestir íbúar Sómalíu eru súfar. Á síðasta ári sendi Bandaríkjaher sérveitarmenn til Sómalíu þar sem þeir tóku þátt í áhlaupi á þjálfunarbúðir samtakanna. Einnig féllu um 150 vígamenn al-Shabab í loftárás bandaríkjahers í fyrra. Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Vísir/AFPÍsland ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríkiÁrið 2008 gáfu samtökin það út að Ísland væri ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki. „Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rúslandi, Salómseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ sagði talsmaður samtakanna.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira