Minnst 230 látnir eftir hryðjuverkaárás í Mogadishu Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. október 2017 17:53 Eyðileggingin og manntjónið er gríðarlegt í Mogadishu. Vísir/AFP Að minnsta kosti 230 eru látnir eftir öfluga sprengju í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þá eru hundruðir slasaðir. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur fyrir utan hótel á fjölförnum stað í borginni í gær. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu í áratug. Talið er að al-Shabab hryðjuverkasamtökin hafi verið að verki. Forseti landsins, Mohamed Abdullahi Farmajo Mohamed hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg fyrir fórnarlömb árásarinnar. Ibrahim Mohamed, lögreglustjórinn í Mogadishu, sagði við AFP fréttaveituna að fjöldi látinna ætti að öllum líkindum eftir að hækka. „Það eru rúmlega þrjú hundruð særðir, sumir alvarlega,“ sagði Ibrahim. Lögregluyfirvöld hafa einnig staðfest að tveir létust í annarri sprengjuárás í Madina-hverfi borgarinnar.Leitað af líkum í rústunum.Vísir/AFPHverjir eru al-Shabab?Al-Shabab, eða Harakat al-Shabaab al-Mujahideen, eru hryðjuverkasamtök íslamista sem berjast gegn ríkisstjórn Sómalíu sem nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins. Hafa þeir ítrekað framið hryðjuverk í landinu sem og nágrannaríkinu, Kenía. Hópurinn sem hefur tenginu við Al-Qaeda hafði eitt sinni yfirráð yfir stórum hlutum landsins en hefur misst yfirráðin með tímanum. Íbúum stafar þó stöðug ógn af tíðum árásum þeirra. Árið 2015 létust um 150 háskólanemar í Kenía er samtökin gerðu árás á háskóla í borginni Garissa. Hópurinn styður svokallaða Wahhabi túlkun á íslamskri trú en flestir íbúar Sómalíu eru súfar. Á síðasta ári sendi Bandaríkjaher sérveitarmenn til Sómalíu þar sem þeir tóku þátt í áhlaupi á þjálfunarbúðir samtakanna. Einnig féllu um 150 vígamenn al-Shabab í loftárás bandaríkjahers í fyrra. Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Vísir/AFPÍsland ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríkiÁrið 2008 gáfu samtökin það út að Ísland væri ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki. „Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rúslandi, Salómseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ sagði talsmaður samtakanna. Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Sjá meira
Að minnsta kosti 230 eru látnir eftir öfluga sprengju í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu. Þá eru hundruðir slasaðir. Vörubíll hlaðinn sprengiefni var sprengdur fyrir utan hótel á fjölförnum stað í borginni í gær. Um er að ræða mannskæðustu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu í áratug. Talið er að al-Shabab hryðjuverkasamtökin hafi verið að verki. Forseti landsins, Mohamed Abdullahi Farmajo Mohamed hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg fyrir fórnarlömb árásarinnar. Ibrahim Mohamed, lögreglustjórinn í Mogadishu, sagði við AFP fréttaveituna að fjöldi látinna ætti að öllum líkindum eftir að hækka. „Það eru rúmlega þrjú hundruð særðir, sumir alvarlega,“ sagði Ibrahim. Lögregluyfirvöld hafa einnig staðfest að tveir létust í annarri sprengjuárás í Madina-hverfi borgarinnar.Leitað af líkum í rústunum.Vísir/AFPHverjir eru al-Shabab?Al-Shabab, eða Harakat al-Shabaab al-Mujahideen, eru hryðjuverkasamtök íslamista sem berjast gegn ríkisstjórn Sómalíu sem nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins. Hafa þeir ítrekað framið hryðjuverk í landinu sem og nágrannaríkinu, Kenía. Hópurinn sem hefur tenginu við Al-Qaeda hafði eitt sinni yfirráð yfir stórum hlutum landsins en hefur misst yfirráðin með tímanum. Íbúum stafar þó stöðug ógn af tíðum árásum þeirra. Árið 2015 létust um 150 háskólanemar í Kenía er samtökin gerðu árás á háskóla í borginni Garissa. Hópurinn styður svokallaða Wahhabi túlkun á íslamskri trú en flestir íbúar Sómalíu eru súfar. Á síðasta ári sendi Bandaríkjaher sérveitarmenn til Sómalíu þar sem þeir tóku þátt í áhlaupi á þjálfunarbúðir samtakanna. Einnig féllu um 150 vígamenn al-Shabab í loftárás bandaríkjahers í fyrra. Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Um 22.000 friðargæsluliðar á vegum Afríkusambandsins eru í Sómalíu til að ráða niðurlögum samtakanna.Vísir/AFPÍsland ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríkiÁrið 2008 gáfu samtökin það út að Ísland væri ekki undanskilið í áformum þeirra um útbreiðslu á hinu íslamska ríki. „Við munum stofna Íslamskt ríki frá Alaska, Síle, Suður Afríku, Japan, Rúslandi, Salómseyjum og alla leið til Íslands. Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma,“ sagði talsmaður samtakanna.
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð