Fleiri fréttir

Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín.

Evrópumálin verða send Alþingi til úrlausnar

Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman.

Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn?

Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar.

„Þetta er engin óskastaða fyrir okkur“

Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins.

Geimrusl féll til jarðar í Myanmar

Talið er að hluturinn, sem er 4,5 metra langur og 1,2 metra breiður, sé úr eldflaug sem skotið var á loft í Kína á miðvikudaginn

„Þeir óttast raddir okkar“

Fjöldi kvenna hafa gengið til liðs við YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi til að hefna fyrir framferði ISIS gagnvart konum.

Reiknað með að Bjarni hrökkvi eða stökkvi í dag

Allt bendir til að formaður Sjálfstæðisflokksins geri forseta Íslands grein fyrir því í dag hvort honum hafi tekist að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum um myndun meirihluta á Alþingi eða ekki.

Leonard Cohen er látinn

Kanadíski söngvarinn og ljóðskáldið Leonard Cohen er látinn, áttatíu og tveggja ára að aldri.

Stormurinn varir fram yfir hádegi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu beinir því til foreldra að fylgjast vel með veðri þar sem veðurspá sýni að börn gætu átt erfitt með að ganga í skólann.

Þurfa að sækja læknisþjónustu í Kópavog

Frá og með 1. febrúar 2017 munu Mosfellingar þurfa að sækja sér læknisþjónustu á Læknavaktina á Smáratorgi utan dagvinnutíma og um helgar. Þetta kemur fram á mosfellingur.is.

Flokksfélagi skipaður í stjórn flugþróunarsjóðs

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins hefur skipað Fróða Kristinsson, fyrrverandi stjórnarmann Sambands ungra Framsóknarmanna, í stjórn Flugþróunarsjóðs.

Sjá næstu 50 fréttir