Barði sig í hausinn með gosflösku til að vakna Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2016 09:51 Gunnar Hrafn: Það er ekkert sérstaklega gaman að vakna til meðvitundar semi-lamaður með brjálaðar ofskynjanir og geta ekki öskrað. visir/stefán/getty/ Gunnar Hrafn Jónsson alþingismaður birti nýverið frásögn á Facebooksíðu sinn sem hefur vakið mikla athygli. En þar segir hann frá kasti sem hann fékk að næturlagi, en hann þjáist af því sem heitir „Sleep Paralysis“ eða svefnlömun.Hér má lesa sig nánar til, hvað um ræðir.Brjálaðar ofskynjanir milli svefns og vöku „Ég hef um nokkurn tíma þjáðst af sérstöku afbrigði af því sem er almennt kallað "sleep paralysis" en hef aldrei fengið eins slæmt kast og í nótt og í morgun,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og heldur svo áfram frásögn sinni sem er vissulega hrollvekjandi: „Eftir langa baráttu við að skilja á milli raunveruleika og óraunveruleika tókst mér með einhverju móti að grípa í gosflösku á náttborðinu og berja mig ítrekað í höfuðið þar til restin af líkamanum vaknaði. Margir mannfræðinga telja að þetta ákaflega ógnvekjandi ástand hafi sennilega átt sinn þátt í að móta hjátrú og hryllingssögur fyrr á öldum, og skyldi engan undra. Það er ekkert sérstaklega gaman að vakna til meðvitundar semi-lamaður með brjálaðar ofskynjanir og geta ekki öskrað,“ skrifar Gunnar Hrafn og setur inn merki þess efnis að sér sé brugðið.Kristaltær skelfing Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og í ljós kemur að fjöldi manna kannast við þetta fyrirbæri og hafa lent í hliðstæðum köstum. „Já, þetta virðist algengara en ég hélt,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Hann segist spurður hingað til hafa talið að þetta væri nokkuð sem hefði gert vart við sig á síðustu árum. „En eftir að ég fór að stúdera þetta aðeins á netinu í gær sýnist mér að þetta útskýri líka martraðir sem ég var með í æsku.“ Gunnar Hrafn segist ekki hafa leitað sér hjálpar vegna þessa en hann hefur reynt að lesa sig til um þetta á netinu. „Þannig að ég vissi að þetta var ekki hættulegt og líklegt tengt svefnmynstri, þannig að ég reyni bara að sofa reglulega. Annars er fyndið hversu getur verið yfirvegaður með þetta strax á eftir, á meðan á þessu stendur er það kristaltær skelfing.“Hálffull flaska af Kristal varð honum til bjargar Ekki verður hjá því komist að spyrja Gunnar Hrafn hvers konar kókflaska þetta var sem hann notaði til að lemja sjálfan sig í hausinn til að komast út úr þessu ástandi. Þá kemur reyndar á daginn að þingmaðurinn hafði aðeins fært í stílinn. Um var að ræða um það bil hálffull plastflaska af Kristal, sítrónu.Hitt er nú óneitanlega „Píratalegra“? „Já,“ segir Gunnar Hrafn sem hikar hvergi við að gantast með þetta þó um sé að ræða alvarlegan atburð, alvarlegt ástand. „Eitthvað svona Coke Xtra Caffeine dæmi hefði verið meira í anda Pírata sennilega.“ Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson alþingismaður birti nýverið frásögn á Facebooksíðu sinn sem hefur vakið mikla athygli. En þar segir hann frá kasti sem hann fékk að næturlagi, en hann þjáist af því sem heitir „Sleep Paralysis“ eða svefnlömun.Hér má lesa sig nánar til, hvað um ræðir.Brjálaðar ofskynjanir milli svefns og vöku „Ég hef um nokkurn tíma þjáðst af sérstöku afbrigði af því sem er almennt kallað "sleep paralysis" en hef aldrei fengið eins slæmt kast og í nótt og í morgun,“ skrifar Gunnar Hrafn. Og heldur svo áfram frásögn sinni sem er vissulega hrollvekjandi: „Eftir langa baráttu við að skilja á milli raunveruleika og óraunveruleika tókst mér með einhverju móti að grípa í gosflösku á náttborðinu og berja mig ítrekað í höfuðið þar til restin af líkamanum vaknaði. Margir mannfræðinga telja að þetta ákaflega ógnvekjandi ástand hafi sennilega átt sinn þátt í að móta hjátrú og hryllingssögur fyrr á öldum, og skyldi engan undra. Það er ekkert sérstaklega gaman að vakna til meðvitundar semi-lamaður með brjálaðar ofskynjanir og geta ekki öskrað,“ skrifar Gunnar Hrafn og setur inn merki þess efnis að sér sé brugðið.Kristaltær skelfing Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og í ljós kemur að fjöldi manna kannast við þetta fyrirbæri og hafa lent í hliðstæðum köstum. „Já, þetta virðist algengara en ég hélt,“ segir Gunnar Hrafn í samtali við Vísi. Hann segist spurður hingað til hafa talið að þetta væri nokkuð sem hefði gert vart við sig á síðustu árum. „En eftir að ég fór að stúdera þetta aðeins á netinu í gær sýnist mér að þetta útskýri líka martraðir sem ég var með í æsku.“ Gunnar Hrafn segist ekki hafa leitað sér hjálpar vegna þessa en hann hefur reynt að lesa sig til um þetta á netinu. „Þannig að ég vissi að þetta var ekki hættulegt og líklegt tengt svefnmynstri, þannig að ég reyni bara að sofa reglulega. Annars er fyndið hversu getur verið yfirvegaður með þetta strax á eftir, á meðan á þessu stendur er það kristaltær skelfing.“Hálffull flaska af Kristal varð honum til bjargar Ekki verður hjá því komist að spyrja Gunnar Hrafn hvers konar kókflaska þetta var sem hann notaði til að lemja sjálfan sig í hausinn til að komast út úr þessu ástandi. Þá kemur reyndar á daginn að þingmaðurinn hafði aðeins fært í stílinn. Um var að ræða um það bil hálffull plastflaska af Kristal, sítrónu.Hitt er nú óneitanlega „Píratalegra“? „Já,“ segir Gunnar Hrafn sem hikar hvergi við að gantast með þetta þó um sé að ræða alvarlegan atburð, alvarlegt ástand. „Eitthvað svona Coke Xtra Caffeine dæmi hefði verið meira í anda Pírata sennilega.“
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks Sjá meira