Fleiri fréttir

Tveir menn handteknir grunaðir um vopnað rán

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gærkvöldi tvo menn grunaða um aðild að vopnuðu ráni í Apóteki Suðurnesja að Hringbraut 99 í Keflavík, sem framið var klukkan hálf sjö.

Metþátttaka í íbúakosningu

Met hefur verið slegið í íbúakosningu um framkvæmdir á kosningavef Reykjavíkurborgar. Kosningunni lýkur á morgun.

Skúr í Kópavogi eyðilagðist í eldi

Minnstu munaði að eldur kviknaði í íbúðarhúsi við Borgarholtsbraut í Kópavogi upp úr klukkan þrjú í nótt, þegar eldtungur úr logandi skúr á lóðinni voru að teygja sig í húsið.

List um konur í Gömlu höfninni

Halda á samkeppni um listaverk á hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar í Reykjavík um þátttöku kvenna í atvinnulífinu á höfninni.

Kynna app íslenskrar tungu

Smáforritið Orðagull, málörvunarapp fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag í tilefni af degi íslenskrar tungu.

Fangar inn á Hólmsheiði

Formlegur fangelsisrekstur hófst í nýju fangelsi á Hólmsheiði í gær þegar kvennadeild fangelsisins var tekin í notkun.

Lögreglan bylti hugsun sinni um afbrot

Prófessorinn Barry Loveday segir að lögregluyfirvöld víða um heim þurfi að horfast í augu við nýja tíma með nýjum tegundum afbrota. Einnig þurfi lögreglan meiri þekkingu á sálrænum veikindum skjólstæðinga sinna.

Vannæring aldraðra þarf athygli frá öllum

Vannæring gamals fólks er alvarlegt vandamál sem verðskuldar athygli samfélagsins alls, er mat Embættis landlæknis. Nærtækt er að kanna hvort gamalt fólk er vannært þegar það leitar til læknis eða skiptir við heilbrigðisstarfsfólk.

Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur

Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst.

Tíu þúsund Íslendingar á AdultFriendFinder

Tölvuþrjótar brutust inn í gagnagrunn skyndikynnasíðunnar AdultFriendFind­er og stálu upplýsingum hundraða milljóna notenda. Þúsundir Íslendinga eru þar á meðal. Tólf eru með netföng frá Kópavogsbæ og tveir frá Reykjavíkurborg.

Verkfalli allra sjómanna frestað

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur undirrituðu nýjan kjarasamning til tveggja ára nú í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir