Lögreglan bylti hugsun sinni um afbrot Sveinn Arnarsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 "Lögreglumenn í Bretlandi fá tveggja daga kennslu í sálrænum veikindum, það er ófullnægjandi,“ segir Barry Loveday. vísir/auðunn Menntun lögreglumanna þarf að umbylta að mati Barry Loveday, rannsóknarprófessors við Háskólann í Portsmouth á Englandi. Að hans mati eru lögreglumenn illa í stakk búnir að takast á við nýjar tegundir glæpa á internetinu auk þess sem þekking þeirra á geðrænum vandamálum einstaklinga er ekki nægjanleg. Loveday heldur erindi á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri í dag og fer yfir rannsóknir sínar um vanda lögreglumanna í breyttri heimsmynd. Barry Loveday er rannsóknaprófessor við Rannsóknastofnun í réttarfræði við Háskólann í Portsmouth. Hann vinnur að rannsóknum á áhrifum nýrra tegunda fjársvika og netglæpa á störf lögreglunnar. Loveday hefur varið nær öllum sínum ferli í rannsóknir á glæpum, aðallega á Englandi og í Wales, en einnig hefur hann gert samanburðarrannsóknir á afbrotum á Norður-Írlandi og í Ástralíu. „Afbrot á internetinu hafa, allt fram á síðustu ár, ekki verið mikið rannsökuð af lögreglunni á Englandi. Hægt er að leiða að því líkur að það megi segja um önnur svæði Evrópu einnig. Lögreglan er ekki í stakk búin til að rannsaka netglæpi að neinu ráði,“ segir Loveday. Lögreglumenn hafi ekki menntun til að rannsaka þennan nýja vanda. „Ef lögreglan ætlar ekki að viðurkenna þennan stóra brotaflokk mun hún eiga í vanda.“ Loveday nefnir að um leið og afbrot eigi sér stað á heimilum fólks sé það næsta víst að lögreglan komi á vettvang, kanni aðstæður og rannsaki innbrotið. Hins vegar, ef brotist sé inn á bankareikning fólks og ævisparnaði þess stolið, sé iðulega fyrsta svar lögreglunnar að tala við bankann.Barry Loveday.vísir/auðunn„Það sem skiptir miklu máli er að telja þetta vera lögbrot þar sem eigandi bankareikningsins er brotaþoli. Þetta er ekki mál milli bankans og viðskiptavinar.“ Að mati Lovedays þarfnast lögreglan einnig mun meiri menntunar í andlegum krankleika einstaklinga. Þekking lögreglumanna sé af skornum skammti þegar kemur að sálrænum veikindum fólks sem þeir þurfa að kljást við. „Lögreglumenn virðast ekki, samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef skoðað, fá nægilega kennslu í þeim efnum. Lögreglan er „hin dulda félagsþjónusta“ þar sem rannsóknir hafa sýnt að á milli 25 og 40 prósent af tíma lögreglumanna er varið í að eiga við andlega veikt fólk,“ segir Loveday. Prófessorinn bendir réttilega á að þeir einstaklingar sem sitja bak við lás og slá séu einstaklingar í lægri þrepum samfélagsins sem búi við erfiðar félagslegar aðstæður, litla menntun og lítið læsi. Loveday fagnar þeim breytingum sem orðið hafa á lögreglunáminu á Íslandi með því að taka það út úr sérstökum lögregluskóla og láta lögreglumenn sitja tíma með öðrum. „Það skiptir miklu máli að lögreglumenn kenni ekki öðrum lögreglumönnum. Lögreglumenn verða að öðlast skilning á samfélagi sínu og sitja tíma með öðrum nemendum. Þannig öðlast þeir víðsýni til að geta orðið góðir lögreglumenn. Að mínu mati virðist Háskólinn á Akureyri sýna þessum hlutum mikinn skilning og það er öllum til góða,“ segir Loveday. Netglæpir eru oftar en ekki framdir af vel menntuðu fólki en hefðbundnari glæpir framdir af minna menntuðum einstaklingum í lægri þrepum samfélagsins. „Í Bretlandi er meðalfangi með lestrarhæfni á við tíu ára barn. Þessu þurfum við að breyta og við verðum að hjálpa þessum hópi manna að mennta sig. Læsi og menntun eru lykillinn að því,“ segir Barry Loveday.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Menntun lögreglumanna þarf að umbylta að mati Barry Loveday, rannsóknarprófessors við Háskólann í Portsmouth á Englandi. Að hans mati eru lögreglumenn illa í stakk búnir að takast á við nýjar tegundir glæpa á internetinu auk þess sem þekking þeirra á geðrænum vandamálum einstaklinga er ekki nægjanleg. Loveday heldur erindi á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri í dag og fer yfir rannsóknir sínar um vanda lögreglumanna í breyttri heimsmynd. Barry Loveday er rannsóknaprófessor við Rannsóknastofnun í réttarfræði við Háskólann í Portsmouth. Hann vinnur að rannsóknum á áhrifum nýrra tegunda fjársvika og netglæpa á störf lögreglunnar. Loveday hefur varið nær öllum sínum ferli í rannsóknir á glæpum, aðallega á Englandi og í Wales, en einnig hefur hann gert samanburðarrannsóknir á afbrotum á Norður-Írlandi og í Ástralíu. „Afbrot á internetinu hafa, allt fram á síðustu ár, ekki verið mikið rannsökuð af lögreglunni á Englandi. Hægt er að leiða að því líkur að það megi segja um önnur svæði Evrópu einnig. Lögreglan er ekki í stakk búin til að rannsaka netglæpi að neinu ráði,“ segir Loveday. Lögreglumenn hafi ekki menntun til að rannsaka þennan nýja vanda. „Ef lögreglan ætlar ekki að viðurkenna þennan stóra brotaflokk mun hún eiga í vanda.“ Loveday nefnir að um leið og afbrot eigi sér stað á heimilum fólks sé það næsta víst að lögreglan komi á vettvang, kanni aðstæður og rannsaki innbrotið. Hins vegar, ef brotist sé inn á bankareikning fólks og ævisparnaði þess stolið, sé iðulega fyrsta svar lögreglunnar að tala við bankann.Barry Loveday.vísir/auðunn„Það sem skiptir miklu máli er að telja þetta vera lögbrot þar sem eigandi bankareikningsins er brotaþoli. Þetta er ekki mál milli bankans og viðskiptavinar.“ Að mati Lovedays þarfnast lögreglan einnig mun meiri menntunar í andlegum krankleika einstaklinga. Þekking lögreglumanna sé af skornum skammti þegar kemur að sálrænum veikindum fólks sem þeir þurfa að kljást við. „Lögreglumenn virðast ekki, samkvæmt þeim rannsóknum sem ég hef skoðað, fá nægilega kennslu í þeim efnum. Lögreglan er „hin dulda félagsþjónusta“ þar sem rannsóknir hafa sýnt að á milli 25 og 40 prósent af tíma lögreglumanna er varið í að eiga við andlega veikt fólk,“ segir Loveday. Prófessorinn bendir réttilega á að þeir einstaklingar sem sitja bak við lás og slá séu einstaklingar í lægri þrepum samfélagsins sem búi við erfiðar félagslegar aðstæður, litla menntun og lítið læsi. Loveday fagnar þeim breytingum sem orðið hafa á lögreglunáminu á Íslandi með því að taka það út úr sérstökum lögregluskóla og láta lögreglumenn sitja tíma með öðrum. „Það skiptir miklu máli að lögreglumenn kenni ekki öðrum lögreglumönnum. Lögreglumenn verða að öðlast skilning á samfélagi sínu og sitja tíma með öðrum nemendum. Þannig öðlast þeir víðsýni til að geta orðið góðir lögreglumenn. Að mínu mati virðist Háskólinn á Akureyri sýna þessum hlutum mikinn skilning og það er öllum til góða,“ segir Loveday. Netglæpir eru oftar en ekki framdir af vel menntuðu fólki en hefðbundnari glæpir framdir af minna menntuðum einstaklingum í lægri þrepum samfélagsins. „Í Bretlandi er meðalfangi með lestrarhæfni á við tíu ára barn. Þessu þurfum við að breyta og við verðum að hjálpa þessum hópi manna að mennta sig. Læsi og menntun eru lykillinn að því,“ segir Barry Loveday.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira