Vannæring aldraðra þarf athygli frá öllum Svavar Hávarðsson skrifar 16. nóvember 2016 06:45 Allt samfélagið þarf að halda vöku sinni hvað varðar vannæringu gamals fólks – sem getur verið erfitt að greina. vísir/gva Nærtækt væri að huga að næringarástandi gamals fólks þegar það leitar læknis eða á samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Staðfesting á vannæringu gamals fólks sem liggur inni á sjúkrastofnunum, sem og þeirra sem dvelja heima, er alvarlegt vandamál sem verðskuldar sérstaka athygli samfélagsins.Þetta segir Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis, en sterkar vísbendingar eru um að vannæring aldraðra á íslenskum sjúkrastofnunum sé algengt vandamál. Hún segir, en Embætti landlæknis hefur samkvæmt lögum eftirlit með því að heilbrigðisþjónustan uppfylli faglegar kröfur, að í grunninn séu aldraðir áhættuhópur hvað vannæringu varðar. Ábyrgðin liggi óumdeilanlega hjá sjúkrastofnunum að fylgjast með næringarástandi þeirra sem þar dvelja. Embættið hafi gert úttektir á hjúkrunarheimilum og eitt af því sem er skoðað sérstaklega eru matseðlar hvers heimilis, hvort boðið sé upp á sérfæði svo og niðurstöður þeirra gæðavísa sem snúa að næringu. Fagleg ábyrgð hvíli jafnframt á þeim sem annast heimahjúkrun að vakta næringarástand umbjóðenda sinna. Laura segir að tíðindin frá Landakoti, og staðan í heild, hafi í raun ekki komið embættinu sérstaklega á óvart. Áður hafi komið fram vísbendingar um að gamalt fólk fái ekki nægilega mikið að borða, eða rétt fæði. Ekki síst eigi það við um rannsóknir erlendis frá. „Þetta er ein af grunnþörfum mannsins og mikilvægt að þessu sé vel sinnt. Einn af viðurkenndum gæðavísum fyrir sjúkrastofnanir er hvort mat sé gert á næringarástandi þeirra sem eru í áhættuhópi. Það er ákveðinn mælikvarði á gæði þeirrar þjónustu sem stofnun veitir að næringarástand áhættuhópa sé metið,“ segir Laura. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að beðið hafi verið um sérstakar leiðbeiningar frá landlækni um fæði til þess hóps sem um ræðir – veikra aldraðra en þeirri beiðni hafi ekki verið sinnt. Laura segir að sérþekkingu á þessu tiltekna atriði sé ekki að finna hjá embættinu en gefin hafi verið út handbók um mataræði aldraðra árið 2008. Handbókin er aðallega ætluð þeim sem vinna við að skipuleggja matseðla og útbúa mat fyrir aldraða eða vinna við hjúkrun aldraðra. Í handbókinni er stuttlega talað um næringu sjúkra aldraðra.Laura Scheving Thorsteinssonvísir/vilhelmLaura segir að þegar fólk er orðið veikt þurfi einatt sértæka þekkingu varðandi næringu og erfitt að gefa út leiðbeiningar sem ná til þessa hóps í heild. Erfitt sé svo að vita hvort vannæringin sé tilkomin heima eða á stofnuninni sem viðkomandi dvelur á – vandamálið sé margþætt og kalli á vitundarvakningu. „Vandinn er slíkur að margir þurfa að taka höndum saman. Ég held, þegar einstaklingur leitar til heilbrigðiskerfisins, hvort sem það er í heimahjúkrun, heilsugæslu, á hjúkrunarheimilum eða á sjúkrahúsunum, sé mjög mikilvægt að starfsfólkið sé vakandi fyrir næringarástandi fólksins og bregðist við því. Það væri hægt að nota það tækifæri til að meta þennan þátt. Það er örugglega gert en kannski má nota þetta tækifæri enn betur til að huga að þeim möguleika að fólk sé vannært,“ segir Laura sem hefur jafnframt áhyggjur af manneklu í heilbrigðiskerfinu, aðstöðuleysi og fjárskorti, í þessu samhengi. Eins ætti að vera sjálfsagt að næringarfræðingar störfuðu innan heimahjúkrunar og heilsugæslunnar, sem ekki er í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamalt veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að vannæring gamals fólks sé alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsókn á Landakoti sýndi að svo átti við um tvo af hverjum þrem. Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki mat fyrr en það er í raun of seint. 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Nærtækt væri að huga að næringarástandi gamals fólks þegar það leitar læknis eða á samskipti við heilbrigðisstarfsfólk. Staðfesting á vannæringu gamals fólks sem liggur inni á sjúkrastofnunum, sem og þeirra sem dvelja heima, er alvarlegt vandamál sem verðskuldar sérstaka athygli samfélagsins.Þetta segir Laura Sch. Thorsteinsson, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis, en sterkar vísbendingar eru um að vannæring aldraðra á íslenskum sjúkrastofnunum sé algengt vandamál. Hún segir, en Embætti landlæknis hefur samkvæmt lögum eftirlit með því að heilbrigðisþjónustan uppfylli faglegar kröfur, að í grunninn séu aldraðir áhættuhópur hvað vannæringu varðar. Ábyrgðin liggi óumdeilanlega hjá sjúkrastofnunum að fylgjast með næringarástandi þeirra sem þar dvelja. Embættið hafi gert úttektir á hjúkrunarheimilum og eitt af því sem er skoðað sérstaklega eru matseðlar hvers heimilis, hvort boðið sé upp á sérfæði svo og niðurstöður þeirra gæðavísa sem snúa að næringu. Fagleg ábyrgð hvíli jafnframt á þeim sem annast heimahjúkrun að vakta næringarástand umbjóðenda sinna. Laura segir að tíðindin frá Landakoti, og staðan í heild, hafi í raun ekki komið embættinu sérstaklega á óvart. Áður hafi komið fram vísbendingar um að gamalt fólk fái ekki nægilega mikið að borða, eða rétt fæði. Ekki síst eigi það við um rannsóknir erlendis frá. „Þetta er ein af grunnþörfum mannsins og mikilvægt að þessu sé vel sinnt. Einn af viðurkenndum gæðavísum fyrir sjúkrastofnanir er hvort mat sé gert á næringarástandi þeirra sem eru í áhættuhópi. Það er ákveðinn mælikvarði á gæði þeirrar þjónustu sem stofnun veitir að næringarástand áhættuhópa sé metið,“ segir Laura. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að beðið hafi verið um sérstakar leiðbeiningar frá landlækni um fæði til þess hóps sem um ræðir – veikra aldraðra en þeirri beiðni hafi ekki verið sinnt. Laura segir að sérþekkingu á þessu tiltekna atriði sé ekki að finna hjá embættinu en gefin hafi verið út handbók um mataræði aldraðra árið 2008. Handbókin er aðallega ætluð þeim sem vinna við að skipuleggja matseðla og útbúa mat fyrir aldraða eða vinna við hjúkrun aldraðra. Í handbókinni er stuttlega talað um næringu sjúkra aldraðra.Laura Scheving Thorsteinssonvísir/vilhelmLaura segir að þegar fólk er orðið veikt þurfi einatt sértæka þekkingu varðandi næringu og erfitt að gefa út leiðbeiningar sem ná til þessa hóps í heild. Erfitt sé svo að vita hvort vannæringin sé tilkomin heima eða á stofnuninni sem viðkomandi dvelur á – vandamálið sé margþætt og kalli á vitundarvakningu. „Vandinn er slíkur að margir þurfa að taka höndum saman. Ég held, þegar einstaklingur leitar til heilbrigðiskerfisins, hvort sem það er í heimahjúkrun, heilsugæslu, á hjúkrunarheimilum eða á sjúkrahúsunum, sé mjög mikilvægt að starfsfólkið sé vakandi fyrir næringarástandi fólksins og bregðist við því. Það væri hægt að nota það tækifæri til að meta þennan þátt. Það er örugglega gert en kannski má nota þetta tækifæri enn betur til að huga að þeim möguleika að fólk sé vannært,“ segir Laura sem hefur jafnframt áhyggjur af manneklu í heilbrigðiskerfinu, aðstöðuleysi og fjárskorti, í þessu samhengi. Eins ætti að vera sjálfsagt að næringarfræðingar störfuðu innan heimahjúkrunar og heilsugæslunnar, sem ekki er í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gamalt veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að vannæring gamals fólks sé alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsókn á Landakoti sýndi að svo átti við um tvo af hverjum þrem. Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki mat fyrr en það er í raun of seint. 11. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Gamalt veikt fólk sveltur Sterkar vísbendingar eru um að vannæring gamals fólks sé alvarlegt vandamál hér á landi. Rannsókn á Landakoti sýndi að svo átti við um tvo af hverjum þrem. Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki mat fyrr en það er í raun of seint. 11. nóvember 2016 07:00