Fleiri fréttir

Herþota týnd í Jemen

Einnar af herþotum Sameinaða arabíska furstadæmisins er saknað eftir að hún sneri ekki til baka úr árásarferð gegn Houthi uppreisnarmönnum í Jemen í nótt. Ekki er ljóst hvort bilun hafi komið upp í vélinni eða hvort hún hafi verið skotin niður. Furstadæmin hafa tekið þátt í árásum á Jemen, undir forystu Sáda, í ár. Rúmlega sexþúsund manns hafa farist í stríðinu.

Enn hættuástand á Patreksfirði

Hættuástand er enn á Patreksfirði og rýming enn í gildi, en þar var tuttugu og eitt hús rýmt í gærkvöldi vegna hættu á krapaflóðum úr hlíðunum fyrir ofan. Ekki hefur þó frést af slíku í nótt, en aðstæður verða kannaðar nánar í birtingu. Annars ríkir óvissustig á öllum sunnanverðum Vestfjörðum, en tíu metra breið aur- og krapaskriða féll úr hlíðinni fyrir ofan Bíldudal og hafnaði hluti hennar á íbúðarhúsi. Skriðan féll alveg niður í sjó.

Trump segir Sanders bera ábyrgð á ofbeldi á framboðsfundum

Donald Trump, frambjóðandi í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, segir að óeirðirnar sem brutust út á framboðsfundi hans í Chicago síðastliðið föstudagskvöld og á laugardaginn séu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali demókrata, að kenna.

Háskólaprófessor útnefndur Kona ársins

Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við Háskóla Reykjavíkur, hlaut á laugardag viðurkenninguna Kona ársins hjá þingi Bandalags kvenna í Reykjavík.

Bjarni Benediktsson nýtur mests trausts

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, nýtur mests trausts allra ráðherra í ríkisstjórninni. Margir nefndu Ólöfu Nordal og Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Mesta athygli vekur þó að einungis þriðjungur aðspurðra nefnir einn r

Þýskir þjóðernissinnar eflast á fylkisþingunum

Niðurstaða fylkiskosninga í Þýskalandi þykir áfall fyrir Merkel og áfellisdómur yfir frjálslyndri innflytjendastefnu hennar. AfD-flokkurinn á nú fulltrúa á átta af sextán fylkisþingum Þýskalands. Berjast fyrir strangari innflytjendalöggjöf.

Fasteignagjöld á túristagistingu

Sveitarstjórn Ölfuss hefur ákveðið í framhaldi af mikilli aukningu á útleigu á húsnæði til ferðamanna að leggja fasteignaskatt á umræddar eignir í samræmi við ákvæði laga.

Hóta að stefna Þýskalandi

Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, segir Svíþjóð og fleiri lönd kunna að stefna þýskum stjórnvöldum fyrir Evrópudómstólinn vegna ákvörðunar um að taka ekki á móti flóttamönnum sem sendir eru til baka á grunni Dyflinnar-reglugerðarinnar.

Fólki fækkar mest á Vestfjörðum

Íslendingum fjölgaði um eitt prósent í fyrra eða um 3.429 manns og eru orðnir 332.529 talsins. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Fjölgunin er í takt við meðalfólksfjölgun í heiminum sem er 1,2 prósent samkvæmt Alþjóðabankanum.

Einelti algengt meðal sjómanna

Af 132 sjómönnum sem tóku þátt í nýlegri rannsókn höfðu tæplega 40 prósent orðið fyrir eða upplifað ­einelti frá vinnufélögum um borð. Sama rannsókn í stóru verslunarfyrirtæki sýndi tíu sinnum lægra hlutfall.

Kosningabandalag spennandi kostur

Formaður Vinstri grænna segir óheppilegt ef Samfylkingin og Píratar ætli að taka afstöðu gegn tillögum stjórnarskrárnefndar áður en þær eru tilbúnar. Kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna fyrir þingkosningar á næsta ári sé spennandi kostur.

Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk

Kári Stefánsson segir það skemmdarverk af hálfu forsætisráðherra að leggja til breytingar á staðsetningu nýs Landspítala á þessari stundu. Undirskriftarsöfnun hans fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins er nú orðin sú stærsta í Íslandssögunni.

Sjá næstu 50 fréttir