Innlent

Árásarmaðurinn óhæfur til yfirheyrslu

Snærós Sindradóttir skrifar
Skotið var í gegnum rúðu í forstofu íbúðarinnar. Konan sem þar á heima var þar stuttu áður með tveggja ára dóttur sinni.
Skotið var í gegnum rúðu í forstofu íbúðarinnar. Konan sem þar á heima var þar stuttu áður með tveggja ára dóttur sinni. Fréttablaðið/Sveinn
Maður sem hóf skothríð á heimili nágrannakonu sinnar á Akureyri í fyrrinótt var með leyfi fyrir skotvopninu sem hann notaði.

Skotmaðurinn var yfirbugaður þegar sérsveit Ríkislögreglustjóra kom frá Reykjavík.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var nágrannakonan í forstofunni með dóttur sinni skömmu áður en skothríðin hófst.

„Málið kom upp um hálf tvö. Þá um leið fór sérsveitarmaður frá Ríkislögreglustjóra á staðinn því þeir eru nokkrir staðsettir á Akureyri. Síðan lenti þyrla með aukamannskap frá sérsveit Ríkislögreglustjóra um fimm,“ segir Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri.

Kristján segir að maðurinn hafi í kjölfarið fljótlega gengið út úr íbúð sinni skotvopnalaus og gefið sig fram.

Maðurinn stríðir við geðrænan vanda að sögn lögreglu sem kveðst ekki hafa vísbendingar um að árásin hafi beinst að einhverjum sérstökum.

„Það er enn verið að finna úrræði fyrir manninn í gegnum heilbrigðiskerfið. Vegna veikinda hans hefur lögregla ekki getað yfirheyrt hann í dag,“ segir Kristján.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×