Fleiri fréttir

Trudau hættir loftárásum á ISIS

Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi.

Kínverjar fjármagna kjarnorkuver í Bretlandi

Bretar og Kínverjar munu síðar í dag skrifa undir samning um byggingu nýs kjarnorkuvers í Bretlandi, en það verður fyrsta kjarnorkuverið sem byggt er í landinu í áratugi.

Stöðvaður á stolnum bíl

Lögreglunni á Suðurlandi var í gærkvöldi tilkynnt um að númerum hafi verið stolið af bíl sem stóð fyrir utan verkstæði á Selfossi. Skömmu síðar sást svipaður bíll aka í gegnum bæinn og halda til Vesturs. Lögreglan stöðvaði hann undir Ingólfsfjalli og var búið að setja stolnu númerin á hann, auk þess sem þeim bíl hafði líka verið stolið. Þessu til viðbótar fannst stolið númer í bílnum og ökumaðurinn reyndist undir áhrifum fíkniefna.

Bílvelta í Víkurskarði

Tvennt var flultt á sjúkrahús á Akureyri til skoðunar og aðhlynningar eftir að bíll valt efst í Víkurskarði í gærkvöldi. Þar hafði snjóað og var bíllinn á slitnum sumardekkjum. Fólkið meiddist ekki alvarlega og fékk að fara hem að skoðun lokinni, en bíllinn er mikið skemmdur.

Einn fékk hæli en 25 synjun

Einum Líbýumanni var veitt hæli sem flóttamanni síðastliðinn föstudag þegar Útlendingastofnun birti ákvarðanir í 26 málum. Tuttugu og fimm var synjað um hæli. Þetta staðfestir Skúli Á. Sigurðsson, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun.

Frambjóðendum demókrata fækkar vestanhafs

Jim Webb, sem sóst hefur eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs í Bandaríkjunum, dró sig í gær úr kosningabaráttunni. Ástæðuna sagði hann ósætti við flokkinn, sem hann segir hafa gefist upp á Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli

Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna.

Slóvenar kalla eftir liðsauka

Slóvensk stjórnvöld segjast ekki ráða við þann mikla straum flóttamanna inn til landsins og hafa óskað eftir frekari aðstoð frá Evrópusambandinu.

Sameining ríkisbanka útilokuð

Sérfræðingur í samkeppnisrétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík telur sameiningu Íslandsbanka og Landsbanka útilokaða í ljósi samþjöppunar á bankamarkaði.

38 leðurblökur hafa komið til landsins frá 2012

Vitað er um 38 leðurblökur sem hafa komið hingað til lands frá árinu 2012 en Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þess að nýlega fundust leðurblökur í flutningaskipi sem kom til Siglufjarðar.

Sjá næstu 50 fréttir