Innlent

„Notum sólina til gleði en ekki skaða“

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
bresk rannsókn bendir til þess að þeir sem eru með fleiri en ellefu fæðingarbletti á hægri handlegg eru í meiri hættu en aðrir að fá sortuæxli. Notast var við rannsóknir á þrjúþúsund tvíburum á Bretlandseyjum og kom í ljós að með því að telja aðeins fæðingarbletti á hægri hendinni má áætla um heildarfjölda slíkra bletta á öllum líkamanum.

Að meðaltali greinast 43 einstaklingar með sortuæxli á ári og árlega látast um 11 einstaklingar af sömu orsökum.

Baldur Tumi Baldursson, húðlæknir, hvetur alla til að nota sólina til gleði en ekki skaða: „Myndirðu draga Chesterfield sófasettið þitt út til að vera í sólinni í heilan dag þannig að það upplitast og eyðileggst? Ég efast um það – en fólk er ekkert hrætt við að eyðileggja húðina á sjálfum sér“.


Tengdar fréttir

Fjöldi fæðingarbletta gefur vísbendingar um hættuna á sortuæxli

Ný bresk rannsókn bendir til þess að þeir sem eru með fleiri en ellefu fæðingarbletti á hægri handlegg eru í meiri hættu en aðrir að fá sortuæxli. Greint er frá niðurstöðunum í nýjasta hefti læknatímaritsins British Journal of Dermatology.

Algengasta krabbamein ungra kvenna

Í dag er árveknisdagur sortuæxla en tíðni sjúkdómsins hefur aukist á Íslandi á undanförnum árum. Þessi tegund krabbameins hefur verið algengasta krabbameinið hjá ungum konum en nýleg rannsókn leiddi í ljós nýjan áhættuhóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×