Innlent

38 leðurblökur hafa komið til landsins frá 2012

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Leðurblökur geta borið með sér ýmsa sjúkdóma.
Leðurblökur geta borið með sér ýmsa sjúkdóma. vísir/getty
Vitað er um 38 leðurblökur sem hafa komið hingað til lands frá árinu 2012 en Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þess að nýlega fundust leðurblökur í flutningaskipi sem kom til Siglufjarðar.

Með tilkynningunni vill stofnunin vekja athygli á því að leðurblökur geta borið með sér „ýmsa hættulega sjúkdóma, bæði í menn og skepnur, og því er ástæða til að fara varlega þegar þær eru handsamaðar. Stofnunin vill jafnframt benda á að þegar aflífa þarf leðurblökur, skal það gert með skjótum og sársaukalausum hætti eins og önnur dýr. Tilkynna skal um leðurblökur til viðkomandi héraðsdýralæknis Matvælastofnunar eða Náttúrufræðistofnunar Íslands.“

Á meðal sjúkdóma sem þekkjast í leðurblökum og hafa ekki fundist hér á landi eru hundaæði og ebólu og þrátt fyrir að „ekki sé nema örlítill hluti leðurblakna með hættuleg smitefni í sér er ástæða til að hafa varann á, sér í lagi ef leðurblökurnar haga sér einkennilega, s.s. ef þær liggja á jörðinni, geta ekki flogið eða fljúga á veggi og álíka.“

Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér á vef MAST.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×