Fleiri fréttir

Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur

Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið.

Fjallganga: Tindurinn sigraður með Reyni Trausta

Hvað í ósköpunum dregur þúsundir Íslendinga á fjöll reglulega? Jakob Bjarnar reyndi að finna út úr því í góðum félagsskap Reynis Traustasonar og Ólafs Sveinssonar en þeir gengu á Helgafell nú í vikunni.

Ófaglærðir leiðsögumenn að störfum

Margir ómenntaðir leiðsögumenn eru að störfum á Íslandi í dag. Fjöldi faglærðra leiðsögumanna hefur tvöfaldast frá hruni og eru nú um 900 manns í Félagi leiðsögumanna. Launin eru "fyrir neðan allar hellur“, segir stjórnarmaður í félaginu

Hvetur Grikki til að hafna samningnum

Forsætisráðherra Grikklands vill semja um nýja neyðaraðstoð eftir að kosið verður um samninginn sem liggur fyrir. Hann hvetur Grikki til að samþykkja ekki samninginn. Kanslari Þýskalands segir tilgangslaust að semja eftir atkvæðagreiðsluna.

Gagnrýna afslátt af leið stöðugleikaskatts

InDefence-hópurinn vill gera breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stöðugleikaskatt og -skilyrði. Stöðugleikaskilyrði eigi að vera jafngild 39 prósenta stöðugleikaskatti. Um 400 milljarða króna tekjumunur er sagður vera á leiðunum.

Svona gæti Borgarlínan litið út

Borgarlína, nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, mun tengja kjarna sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins. Kortið sýnir mögulega leið Borgarlínu. Kortið var unnið eftir frumniðurstöðum sem sýndar eru í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits.

Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil

Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan.

Engar rassíur vegna vændis

Norræna módelið gegn vændi og mansali er ekki fullkomið en gefur góðan árangur að mati þingmanna frá fimm löndum sem tóku þátt í málþingi um vændi og mansal á vegum kvennahreyfingar Samfylkingar. Á málþinginu kom fram að á Íslandi væri ýmsu ábótavant eftir að lög um vændiskaup tóku gildi. Sektir ættu að vera hærri, réttarhöld opin og þá skorti lögreglu rannsóknarheimildir.

Ólafur Hannibalsson látinn

Ólafur Hannibalsson andaðist að heimili sínu þriðjudaginn 30. júní 2015, 79 ára að aldri.

Alþingi afgreiðir mál á færibandi

Sextíu og fimm frumvörp og þingsályktunartillögur verða afgreidd áður en Alþingi fer í sumarleyfi á föstudag. Eldhúsdagsumræður eru á þingi í kvöld.

Faðir Dorritar látinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu við útför tengdaföður síns, Shlomo Moussaieff, sem fram fór síðdegis í gær í hæðum Jerúsalem.

Skorar á neytendur að hundsa verslanir

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins skorar á neytendur að hundsa verslanir sem skila hvorki styrkingu krónu né afnámi sykurskatts til neytenda.

Sjá næstu 50 fréttir