Ófaglærðir leiðsögumenn að störfum Sveinn Arnarsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Fagmennska innan stéttarinnar verður að aukast og lögverndun starfsheitisins er liður í því að mati Félags leiðsögumanna. fréttablaðið/vilhelm Fjöldi fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi hefur tæplega tvöfaldast frá hruni. Samt sem áður starfa of margir hér á landi við leiðsögn sem búa ekki yfir menntun til þess og fjöldi fyrirtækja reiðir sig á ómenntaða leiðsögumenn. Laun fagmenntaðra leiðsögumanna eru hræðileg að mati stjórnarmanns í Félagi leiðsögumanna. Árið 2008 voru í Félagi leiðsögumanna 485 fagmenntaðir leiðsögumenn en eru nú rúmlega 900 og hefur fjölgað um 74 frá áramótum.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, segir ótrúlegar sögur af bæði erlendum leiðsögumönnum, sem illa eru að sér um staðhætti, og ómenntuðum íslenskum leiðsögumönnum hafa heyrst síðustu misseri. Miklu máli skiptir að ákveðin þekking sé til staðar og öryggi ferðamanna tryggt. „Það skiptir miklu máli að sýna fagmennsku og við viljum að leiðsögumenn þekki landið, fari um það af virðingu og sinni öryggishlutverki sínu. Hingað koma erlendir leiðsögumenn sem gera ekki greinarmun á helstu jöklum, ám og fossum og sum fyrirtæki reiða sig á ómenntaða leiðsögumenn,“ segir Kári. Kári telur íslenska ferðaþjónustu breytast hratt í átt að því að veita starfsfólki heilsársatvinnu. Hér áður fyrr hafi menn hlaupið í störfin á sumrin en æ fleiri kjósa að starfa við ferðaþjónustu allt árið um kring. „Nú standa yfir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins sem hafa staðið yfir í marga mánuði. Við höfum barist fyrir því að gera laun leiðsögumanna þannig að hægt sé að starfa við það allan ársins hring. Sífellt fleiri leiðsögumenn starfa allt árið um kring og okkar samningaviðræður beinast að því að gera þeim það kleift. Mánaðartaxti nú er um 270 þúsund sem er fyrir neðan allar hellur og flestir leiðsögumenn með háskólamenntun á einn eða annan hátt,“ segir Kári.Markmið leiðsögumannafélagsins er að fá lögverndun á starfsheitið svo ákveðin fagmennska sé tryggð í faginu. „Það er mjög mikilvægt að fá lögverndun á starfsheitið og ákveðin trygging að einungis menntaðir einstaklingar geti kallað sig leiðsögumenn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði á sig mikla vinnu við að setja saman frumvarp sem hann lagði, með þingmönnum allra flokka, fyrir þingið nú í vor. Vegna anna verður það ekki að lögum nú en vonandi verður frumvarpið tekið fyrir á næsta þingi,“ segir Kári. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Fjöldi fagmenntaðra leiðsögumanna á Íslandi hefur tæplega tvöfaldast frá hruni. Samt sem áður starfa of margir hér á landi við leiðsögn sem búa ekki yfir menntun til þess og fjöldi fyrirtækja reiðir sig á ómenntaða leiðsögumenn. Laun fagmenntaðra leiðsögumanna eru hræðileg að mati stjórnarmanns í Félagi leiðsögumanna. Árið 2008 voru í Félagi leiðsögumanna 485 fagmenntaðir leiðsögumenn en eru nú rúmlega 900 og hefur fjölgað um 74 frá áramótum.Kári JónassonKári Jónasson, stjórnarmaður í Félagi leiðsögumanna, segir ótrúlegar sögur af bæði erlendum leiðsögumönnum, sem illa eru að sér um staðhætti, og ómenntuðum íslenskum leiðsögumönnum hafa heyrst síðustu misseri. Miklu máli skiptir að ákveðin þekking sé til staðar og öryggi ferðamanna tryggt. „Það skiptir miklu máli að sýna fagmennsku og við viljum að leiðsögumenn þekki landið, fari um það af virðingu og sinni öryggishlutverki sínu. Hingað koma erlendir leiðsögumenn sem gera ekki greinarmun á helstu jöklum, ám og fossum og sum fyrirtæki reiða sig á ómenntaða leiðsögumenn,“ segir Kári. Kári telur íslenska ferðaþjónustu breytast hratt í átt að því að veita starfsfólki heilsársatvinnu. Hér áður fyrr hafi menn hlaupið í störfin á sumrin en æ fleiri kjósa að starfa við ferðaþjónustu allt árið um kring. „Nú standa yfir kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins sem hafa staðið yfir í marga mánuði. Við höfum barist fyrir því að gera laun leiðsögumanna þannig að hægt sé að starfa við það allan ársins hring. Sífellt fleiri leiðsögumenn starfa allt árið um kring og okkar samningaviðræður beinast að því að gera þeim það kleift. Mánaðartaxti nú er um 270 þúsund sem er fyrir neðan allar hellur og flestir leiðsögumenn með háskólamenntun á einn eða annan hátt,“ segir Kári.Markmið leiðsögumannafélagsins er að fá lögverndun á starfsheitið svo ákveðin fagmennska sé tryggð í faginu. „Það er mjög mikilvægt að fá lögverndun á starfsheitið og ákveðin trygging að einungis menntaðir einstaklingar geti kallað sig leiðsögumenn. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði á sig mikla vinnu við að setja saman frumvarp sem hann lagði, með þingmönnum allra flokka, fyrir þingið nú í vor. Vegna anna verður það ekki að lögum nú en vonandi verður frumvarpið tekið fyrir á næsta þingi,“ segir Kári.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira