Fleiri fréttir

Telur sig ekki þurfa að víkja fyrir konu

Upp er komin sú staða að Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, getur ekki hætt sem aðalmaður í ráðinu vegna reglna um kynjakvóta.

Villandi gögn hjá sparisjóði

Lánasafn Sparisjóðs Bolungarvíkur var verulega laskað og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fram í fyrra þegar sjóðurinn sameinaðist Sparisjóði Norðurlands. Niðurfærsla á lánasafninu nemur rúmum 200 milljónum.

Börnum opnast ævintýraheimur

Hópur krakka kom saman í Hörpu í gær til að læra að búa til tónlist með snjallforritum á námskeiði, sem tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík efndi til.

Tillaga um ESB-slit á leiðinni

Vinna við tillögu um að slíta formlega viðræðum við Evrópusambandið (ESB) er á lokametrunum í utanríkisráðuneytinu.

Fá sérfræðinga frá Noregi og Svíþjóð

Tveir sérfræðingar verða á föstudag fengnir til að fara yfir mat á krufningarskýrslu í máli Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar sem gefið er að sök hafa valdið dauða samfanga síns á Litla-Hrauni.

Ók yfir heiðina með mat fyrir krakkana

Jón Heiðar Guðjónsson frá Reykjanesi lagði á sig ferðalag yfir Steingrímsfjarðarheiði með 150 samlokur til handa ungmennunum 57 úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sem sátu föst í rútu í 17 klukkustundir. Þau eru komin til síns heima.

Fá ekki nauðsynlega bráðaþjónustu

Fjölmörg dæmi eru um að brotið sé á heyrnarlausum í heilbrigðiskerfinu. Frá þessu greinir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, og segir heyrnarlausum jafnvel synjað um bráðaþjónustu og sagt að panta tíma þegar þeir biðja um túlk.

Ráðherra fékk sting í hjartað vegna aðstæðna aldraðra

„Það er sárt að heyra af svona tilvikum en hin stóra mynd er aftur á móti sú að starfsfólk leggur sig allt fram við það að veita vistmönnum þessara heimila alla þá þjónustu, sem það hefur tök á að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Ungur Legosmiður flytur Titanic

Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu, sem Brynjar Karl Birgisson 12 ára hefur smíðað úr Legókubbum, var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs.

Frekar afskipt ef mönnun er of lítil

Búast má við að tilhneyging sé meiri til þess að vistmenn á hjúkrunarheimilum séu afskiptir á þeim stöðum sem ekki geta uppfyllt gæðaviðmið Landlæknis um fjölda starfsmanna, segir Laura Scheving Thorsteinsson hjá Landlæknisembættinu.

Drukkin górilla réðst á ljósmyndara

„Allir í górilluhópnum voru mjög æstir, líklega út af því að það voru allir að borða bambusstilka en górillur verða mjög drukknar og æstar af þeim.“

Fjöltengi geti skapað eldhættu

Varasamt getur verið að tengja of mörg tæki í fjöltengi og fjölmörg dæmi eru um að kviknað hafi í út frá þeim.

Slagsmálahópurinn á Facebook sprakk út

Lögreglan rannsakar nú skipulögð slagsmál meðal barna og unglinga. Yfirvöld vita ekki hvað veldur að því er virðist auknum óróa meðal unglinga.

Sjá næstu 50 fréttir