Fleiri fréttir

Varað við stormi og hálku

Veðurstofa Íslands varar við stormi seinni partinn við suðausturströndina og á annesjum norðvestantil.

Evrópusinnar saman í stjórn

Stjórnarflokkarnir í Moldóvu unnu nauman sigur í þingkosningum í helgina, og verða því áfram við stjórnvölinn. Fylgi þeirra hefur engu að síður minnkað töluvert frá því í síðustu kosningum, fyrir fjórum árum.

Eldgos í og við Vatnajökul kalla á breytingar

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt til breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins til að mæta breytingum í kjölfar eldgosa í og við Vatnajökul. Stjórnin leggur til að lagning nýrra vega og gönguleiða í kjölfar eldsumbrota eða annarra hamfara verði heimiluð, en ljóst er að þegar aðstæður við gosstöðvarnar verða tryggari og umferð verður heimiluð mun ásókn ferðafólks verða mikil.

Loftslagsfé varið í kolakynt verkefni

Japönsk stjórnvöld notuðu einn milljarð dala, sem þeir höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að verja í baráttuna gegn hlýnun jarðar, til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Skýrar reglur virðist vanta um meðferð fjárins.

Segir að ekki þurfi að hræðast erlenda menntun

Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir betur þurfa að skoða af hverju innflytjendum reynist svo erfitt að fá menntun metna. Eftir að raunfærnimat var tekið upp er auðveldara að fá fag- og iðnmenntun metna.

Reið yfir því að vera þjófkennd á Alþingi

Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, hafnar fullyrðingum þingmanns Pírata um að Fjölbrautaskóli Suðurlands hafi ákveðið hjá sjálfum sér að skera niður stöðu námsráðgjafa og að "ókurteisari menn“ gætu kallað þetta tegund af þjófnaði.

Bárðarbunga hefur skolfið í 5.727 skipti frá byrjun goss

Frá miðjum ágúst hefur mælst 471 jarðskjálfti í Bárðarbungu yfir fjórum stigum. Skjálftarnir nálgast hratt sjötta þúsundið. Gliðnun lands lauk þegar eldsumbrot hófust í Holuhrauni, en var þá tuttuguföld ársgliðnun.

Ekki dæmigerð fyrir HIV jákvæða

Sigrún Grendal Magnúsdóttir er fjölskyldukona og amma, starfar sem talmeinafræðingur og afródanskennari en greindist HIV jákvæð fyrir tveimur og hálfu ári, þá 59 ára.

Vill ekki verða síðastur frá borði

Kjartan B. Örvar meltingarlæknir á Landspítalanum sagði starfi sínu lausu í gær. Hann segir að sér sé full alvara. Hann ætli ekki að verða síðasti maðurinn til að yfirgefa hið sökkvandi skip. Samningafundi í læknadeilunni lauk nú síðdegis án árangurs.

Biggi lögga gerir allt brjálað

Grein sem Birgir Örn Guðjónsson lögreglumaður birti á Vísi í síðustu viku hefur vakið hörð viðbrögð. Vísir fer yfir málið.

Veltir því fyrir sér hvort dauðir hlutir séu mikilvægari en mannslíf

„Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem að of stór hluti björgunarsveitamanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en heil húsþök eða einstaka bárujárnsplötur.“

Hingað og ekki lengra

Afar ákveðinn ástralskur hrútur hleypir engum framhjá og hikar ekki við að ráðast á bíla.

Ævareiðir rithöfundar vegna ritdóma á RÚV

Björn Þór Vilhjálmsson aðjúnkt er kallaður furðufugl, pungrotta, hrokagikkur og vesalingur vegna gagnrýni sinnar í Víðsjá af rithöfundum sem vilja að ritstjóri grípi í taumana.

Maóistar drápu þrettán hermenn

Uppreisnarmenn maóista drápu þrettán hermenn úr varaliði og særðu fjórtán í árás úr launsátri í Indlandi í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir